Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2019 21:22 Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. Þessa dagana má heyra ýmisleg iðnaðarhljóð úr hlíðum Hlíðarfjalls á Akureyri. Iðnaðarmenn, gröfur og steypubílar hafa komið saman í rúmlega þúsund metra hæð í fjallinu þar sem unnið er að því að reisa nýja stólalyftu. Upphafspunktur nýju stólalyftunnar verður rétt fyrir neðan þar sem Fjarkinn, núverandi stólalyfta, endar. Hin nýja lyfta verður um kílómetri að lengd.„Hún er að fara upp í 1020 metra hæð og byrjar hérna í 600 og eitthvað metrum. Þetta er talsverð hækkun. Um helmingi meiri hækkun en er á Fjarkanum,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins.Nýja stólalyftan mun auka afkastagetu svæðisins og gera efsta hluta þess mun aðgengilegri en áður. „Þetta stækkar svæðið mun meira og það verða fjölbreyttari skíðaleiðir, sérstaklega efst uppi,“ segir Guðmundur og bætir við að það verði allt annað að komast upp en áður. Upphaflega átti stólalyftan að komast í gagnið síðasta vetur en deilur við verktaka frestuðu verkinu. Nú er búið að leysa úr þeim en veðrið hefur tekið við sem helsti farartálminn. „Maður veit aldrei, á þessum árstíma getur komið kafaldsbylur í október og þá er þetta allt búið,“ segir forstöðumaðurinn sem er kominn í þá skrýtnu stöðu að vona að ekki snjói of mikið á skíðasvæðinu fram af vetri svo hægt sé að klára framkvæmdir í tæka tíð fyrir skíðavertíðina. „Maður er í sérstakri stöðu, maður vill fá snjó en ekki strax en svo vill maður fá mikinn snjó seinna. Þetta er smá púsluspil,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli við Akureyri.Fjarkinn er ein af skíðalyftunum í fjallinu. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. Þessa dagana má heyra ýmisleg iðnaðarhljóð úr hlíðum Hlíðarfjalls á Akureyri. Iðnaðarmenn, gröfur og steypubílar hafa komið saman í rúmlega þúsund metra hæð í fjallinu þar sem unnið er að því að reisa nýja stólalyftu. Upphafspunktur nýju stólalyftunnar verður rétt fyrir neðan þar sem Fjarkinn, núverandi stólalyfta, endar. Hin nýja lyfta verður um kílómetri að lengd.„Hún er að fara upp í 1020 metra hæð og byrjar hérna í 600 og eitthvað metrum. Þetta er talsverð hækkun. Um helmingi meiri hækkun en er á Fjarkanum,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins.Nýja stólalyftan mun auka afkastagetu svæðisins og gera efsta hluta þess mun aðgengilegri en áður. „Þetta stækkar svæðið mun meira og það verða fjölbreyttari skíðaleiðir, sérstaklega efst uppi,“ segir Guðmundur og bætir við að það verði allt annað að komast upp en áður. Upphaflega átti stólalyftan að komast í gagnið síðasta vetur en deilur við verktaka frestuðu verkinu. Nú er búið að leysa úr þeim en veðrið hefur tekið við sem helsti farartálminn. „Maður veit aldrei, á þessum árstíma getur komið kafaldsbylur í október og þá er þetta allt búið,“ segir forstöðumaðurinn sem er kominn í þá skrýtnu stöðu að vona að ekki snjói of mikið á skíðasvæðinu fram af vetri svo hægt sé að klára framkvæmdir í tæka tíð fyrir skíðavertíðina. „Maður er í sérstakri stöðu, maður vill fá snjó en ekki strax en svo vill maður fá mikinn snjó seinna. Þetta er smá púsluspil,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli við Akureyri.Fjarkinn er ein af skíðalyftunum í fjallinu.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira