Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök iðnaðarins undirrituðu í dag samkomulag um að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif þeirra.
Frá þessu er greint á heimsíðu ráðuneytisins en skipaður verður samráðshópur með fulltrúum neytenda, bænda og verslunar hvers hlutverk er að ráðast í átaksverkefni um merkingar og hvernig betur megi upplýsa neytendur og fyrirtæki um réttindi og skyldur á skýran og einfaldan hátt, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar.
Verkefnið er tímabundið í eitt ár og að þeim tíma liðnum verður árangurinn metinn og ákvörðun tekin um framhaldið.
Átak um betri merkingar matvæla
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent

Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli
Viðskipti erlent

Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung
Viðskipti innlent




Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða
Viðskipti erlent