Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 14:00 Mótmælandi með dánarorð Garner áletruð við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington-borg í dag. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að ákæra ekki lögreglumenn sem áttu þátt í dauða Erics Garner á götum New York árið 2014. Garner var óvopnaður þegar lögreglumenn tóku hann hálstaki og héldu föstum í götunni. Hann lét af völdum astmakasts. Dauði Garner varð kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner, „Ég næ ekki andanum“, urðu að nokkurs konar slagorði samtaka eins og Svört líf skipta máli sem berjast gegn lögregluofbeldi gegn svörtum. Samtökin urðu til eftir hrinu mála á skömmum tíma þar sem hvítir lögregluþjónar urðu óvopnuðum svörtum mönnum að bana. Garner, sem var 43 ára gamall, hafði verið stöðvaður vegna gruns um að hann seldi vindlinga ólöglega. Myndband náðist af því þar sem hvítur lögreglumaður tók hann því sem virtist ólöglegu kyrkingartaki aftan frá á meðan aðrir lögreglumenn þrýstu brjóstinu á honum í götuna. Þrýstingurinn á háls og brjóst Garner er talinn hafa orsakað astmakastið sem varð honum að bana.New York Times greinir frá því að dómsmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að sækja lögreglumanninn sem tók Garner hálstaki ekki til saka eftir um árslanga rannsókn. Lögreglumaðurinn hefur starfað á skrifstofu frá því að Garner lést. Lögreglustjóri New York á enn eftir að taka afstöðu til þess hvort hann verði rekinn. Enginn lögreglumannanna sem áttu þátt í dauða Garner hafa verið ákærðir eða sætt refsingu af hálfu lögreglunnar. Ákærudómstóll í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki í desember árið 2014. Lögreglumaðurinn hafði borið því að hann hefði ekki tekið Garner kyrkingartaki. Hann hafi óttast að vera ýtt í gegnum verslunarglugga í átökunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Enn mótmælt í Bandaríkjunum Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York. 5. desember 2014 08:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að ákæra ekki lögreglumenn sem áttu þátt í dauða Erics Garner á götum New York árið 2014. Garner var óvopnaður þegar lögreglumenn tóku hann hálstaki og héldu föstum í götunni. Hann lét af völdum astmakasts. Dauði Garner varð kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner, „Ég næ ekki andanum“, urðu að nokkurs konar slagorði samtaka eins og Svört líf skipta máli sem berjast gegn lögregluofbeldi gegn svörtum. Samtökin urðu til eftir hrinu mála á skömmum tíma þar sem hvítir lögregluþjónar urðu óvopnuðum svörtum mönnum að bana. Garner, sem var 43 ára gamall, hafði verið stöðvaður vegna gruns um að hann seldi vindlinga ólöglega. Myndband náðist af því þar sem hvítur lögreglumaður tók hann því sem virtist ólöglegu kyrkingartaki aftan frá á meðan aðrir lögreglumenn þrýstu brjóstinu á honum í götuna. Þrýstingurinn á háls og brjóst Garner er talinn hafa orsakað astmakastið sem varð honum að bana.New York Times greinir frá því að dómsmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að sækja lögreglumanninn sem tók Garner hálstaki ekki til saka eftir um árslanga rannsókn. Lögreglumaðurinn hefur starfað á skrifstofu frá því að Garner lést. Lögreglustjóri New York á enn eftir að taka afstöðu til þess hvort hann verði rekinn. Enginn lögreglumannanna sem áttu þátt í dauða Garner hafa verið ákærðir eða sætt refsingu af hálfu lögreglunnar. Ákærudómstóll í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki í desember árið 2014. Lögreglumaðurinn hafði borið því að hann hefði ekki tekið Garner kyrkingartaki. Hann hafi óttast að vera ýtt í gegnum verslunarglugga í átökunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Enn mótmælt í Bandaríkjunum Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York. 5. desember 2014 08:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32
Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33
Enn mótmælt í Bandaríkjunum Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York. 5. desember 2014 08:22