Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 10:01 Evelyn Hernández (t.h.) í dómsal í Delgado-borg utan við höfuðborgina San Salvador. Vísir/AP Kona frá El Salvador lýsti sig saklausa af manndrápi þegar réttarhöld hófust yfir henni í annað sinn í gær. Hún var dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir þungunarrof eftir að hún fæddi barn sem hún sagði að hefði komið andvana í heiminn. Þungunarrofslög í El Salvador er á meðal þeirra ströngustu í heimi. Evelyn Hernández, sem er 21 árs gömul, hafði afplánað þrjú ár af þrjátíu ára fangelsisdóminum þegar henni var sleppt úr haldi í febrúar. Þá hafði hæstiréttur landsins úrskurðað að réttað skyldi aftur í máli hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar fullyrða að Hernández hafi vísvitandi eytt fóstri sínu og vísa til þess að hún hafi aldrei farið í mæðraskoðun. Fóstrið var 32 vikna gamalt en réttarmeinafræðingar gátu ekki úrskurðað hvort það hafi gefið upp öndina í móðurkviði eða utan hans. Sjálf segist hún ekki hafa vitað að hún væri með barni og að það hafi verið andvana fætt á kamri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við upphaflegu réttarhöldin sagði Hernández að henni hafi ítrekað verið nauðgað en að hún hafi verið of óttaslegin til að kæra. Þungunarrof er bannað undir öllum kringumstæðum í El Salvador. Tugir kvenna sem segjast hafa misst fóstur eða fætt andvana börn hafa verið dæmdar í fangelsi. Oft er um að ræða fátækar og ungar konur sem hafa í mörgum tilfellum verið fórnarlömb kynferðisofbeldis. „Það sem Evelyn gengur í gegnum er martröð margra kvenna í El Salvador,“ segir Elizabeth Deras, lögmaður Hernández. El Salvador Þungunarrof Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Kona frá El Salvador lýsti sig saklausa af manndrápi þegar réttarhöld hófust yfir henni í annað sinn í gær. Hún var dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir þungunarrof eftir að hún fæddi barn sem hún sagði að hefði komið andvana í heiminn. Þungunarrofslög í El Salvador er á meðal þeirra ströngustu í heimi. Evelyn Hernández, sem er 21 árs gömul, hafði afplánað þrjú ár af þrjátíu ára fangelsisdóminum þegar henni var sleppt úr haldi í febrúar. Þá hafði hæstiréttur landsins úrskurðað að réttað skyldi aftur í máli hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar fullyrða að Hernández hafi vísvitandi eytt fóstri sínu og vísa til þess að hún hafi aldrei farið í mæðraskoðun. Fóstrið var 32 vikna gamalt en réttarmeinafræðingar gátu ekki úrskurðað hvort það hafi gefið upp öndina í móðurkviði eða utan hans. Sjálf segist hún ekki hafa vitað að hún væri með barni og að það hafi verið andvana fætt á kamri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við upphaflegu réttarhöldin sagði Hernández að henni hafi ítrekað verið nauðgað en að hún hafi verið of óttaslegin til að kæra. Þungunarrof er bannað undir öllum kringumstæðum í El Salvador. Tugir kvenna sem segjast hafa misst fóstur eða fætt andvana börn hafa verið dæmdar í fangelsi. Oft er um að ræða fátækar og ungar konur sem hafa í mörgum tilfellum verið fórnarlömb kynferðisofbeldis. „Það sem Evelyn gengur í gegnum er martröð margra kvenna í El Salvador,“ segir Elizabeth Deras, lögmaður Hernández.
El Salvador Þungunarrof Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira