Lítum á sýninguna sem samtal okkar við Huldu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 08:45 Harpa Dís og Hjördís Gréta lásu upp í fjóra klukkutíma og náðu ekki að ljúka við fyrstu ljóðabókina hennar Huldu. Alex Fälting „Hér sameinast gamalt og nýtt, fortíðin og nútíðin mætast,“ segir Harpa Dís Hákonardóttir listakona um sýningu sem opnuð var síðasta föstudag í Listasal Mosfellsbæjar og tileinkuð er skáldkonunni Huldu (Unni Benediktsdóttur Bjarklind,1881-1946). Titill sýningarinnar er vísun í gamalt ljóð eftir Huldu: „Óþreyju barn, kom innst í lundinn; að henni standa Harpa Dís Hákonardóttir og Hjördís Gréta Guðmundsdóttir. Þær eru báðar nýútskrifaðar úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands og sýningin hluti af rannsóknarverkefni þeirra, Farsæl, fróð og frjáls. Þar er skyggnst inn í líf og list Huldu skáldkonu og áhrif hennar á íslenska menningararfleifð skoðuð. Verkefnið hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. En hvernig verður nýsköpun til úr skrifum konu sem var uppi á fyrri hluta síðustu aldar? „Það er áskorun,“ viðurkennir Harpa Dís. „Nýsköpunargildi verkefnisins felst í því að skáldkonan Hulda er ekkert þekkt innan okkar kynslóðar. Við Hjördís Gréta könnuðumst að minnsta kosti ekkert við hana. Vegna fullveldishátíðarinnar í fyrra fórum við að lesa ljóð um Ísland og þar með duttum við inn á Hver á sér fegra föðurland. Könnuðumst reyndar við ljóðið en ekki höfundinn. Í framhaldinu ákváðum við að kynnast Huldu. Þannig má segja að „óþreyjan“ hafi fundið sér fótfestu í ákveðinni endursköpun rúmum hundrað árum síðar.“Hulda hlaut 1. verðlaun í ljóðasamkeppni vegna lýðveldisstofnunarinnar 1944. Hluti af ljóðinu er hið þekkta Hver á sér fegra föðurland.Harpa Dís segir þær Hjördísi Grétu hafa verið með listviðburð 1. desember í Rýmd, nemendagalleríi Listaháskólans, sem fólst í upplestrarmaraþoni úr ljóðum Huldu. „Við tvær skiptumst á að lesa upp og áheyrendur komu og fóru því þetta var opið hús. Við kynntumst Huldu með þessum hætti og komumst að því þá hvað hún hefur skrifað ofboðslega mikið. Við lásum upp í fjóra klukkutíma og náðum ekki að ljúka við fyrstu ljóðabókina hennar.“ Þær stöllur létu ekki við svo búið standa heldur fóru í pílagrímsferð norður í Þingeyjarsýslur á slóðir skáldkonunnar. „Það var mikilvægt fyrir okkur að fara norður, þangað sem hún var uppalin og bjó lengst af. Hún er fædd og uppalin á Auðnum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu og bjó á Húsavík en flutti svo til Reykjavíkur á efri árum. Á Auðnum hefur Huldu verið reistur minnisvarði og þar er líka Huldulundur, trjálundur sem lækur liðast um. Út frá heimsókn í hann kviknaði hugmyndin að sýningunni. Hulda fjallar svo mikið um náttúruna í verkum sínum og lækurinn kemur víða við sögu. Við endurgerum þetta umhverfi svolítið á sýningunni með ljósmyndum, vídeói og skúlptúrum og lítum á sýninguna sem samtal okkar við Huldu. Bjóðum svo sýningargestum að stíga inn í hugarheim samtals okkar.“ Meðal þess sem þær Harpa Dís og Hjördís Gréta gerðu fyrir norðan var að tína sprek úr læknum hennar Huldu og gera síðan skúlptúra út frá þeim, Harpa Dís segir þá vera nokkurs konar minningu um eitthvað sem þær tóku með sér. „Á sýningunni er líka textaverk. Við fengum til liðs við okkur Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur, íslenskufræðing og skáld, og hún skrifar hugleiðingu um Huldu. Þannig vildum við tengja skáldkonu dagsins í dag og skáldkonu fyrri tíma.“ Hulda var skáldanafn Unnar Benediktsdóttur Bjarklind og Harpa Dís segir það koma fram í ritinu Úr minningablöðum af hverju hún kaus að yrkja og skrifa undir dulnefni. „Hún lýsir því hvernig fólk brást við þegar það komst að því að hún væri að yrkja og hún skammaðist sín mikið. Það var ekki svo þekkt á þeim tíma að konur væru að skrifa, hvað þá að það efni væri birt svo hún vildi vera bara huldukona.“ Sýningin stendur til 9. ágúst. Opið er frá 12 til 18 virka daga og 12 til 16 á laugardögum. Gott hjólastólaaðgengi er að salnum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.„Við reynum að koma Huldu inn í samtímann og vekja athygli á henni og framlagi hennar til íslenskrar menningar,“ segir Harpa Dís. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bókmenntir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Hér sameinast gamalt og nýtt, fortíðin og nútíðin mætast,“ segir Harpa Dís Hákonardóttir listakona um sýningu sem opnuð var síðasta föstudag í Listasal Mosfellsbæjar og tileinkuð er skáldkonunni Huldu (Unni Benediktsdóttur Bjarklind,1881-1946). Titill sýningarinnar er vísun í gamalt ljóð eftir Huldu: „Óþreyju barn, kom innst í lundinn; að henni standa Harpa Dís Hákonardóttir og Hjördís Gréta Guðmundsdóttir. Þær eru báðar nýútskrifaðar úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands og sýningin hluti af rannsóknarverkefni þeirra, Farsæl, fróð og frjáls. Þar er skyggnst inn í líf og list Huldu skáldkonu og áhrif hennar á íslenska menningararfleifð skoðuð. Verkefnið hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. En hvernig verður nýsköpun til úr skrifum konu sem var uppi á fyrri hluta síðustu aldar? „Það er áskorun,“ viðurkennir Harpa Dís. „Nýsköpunargildi verkefnisins felst í því að skáldkonan Hulda er ekkert þekkt innan okkar kynslóðar. Við Hjördís Gréta könnuðumst að minnsta kosti ekkert við hana. Vegna fullveldishátíðarinnar í fyrra fórum við að lesa ljóð um Ísland og þar með duttum við inn á Hver á sér fegra föðurland. Könnuðumst reyndar við ljóðið en ekki höfundinn. Í framhaldinu ákváðum við að kynnast Huldu. Þannig má segja að „óþreyjan“ hafi fundið sér fótfestu í ákveðinni endursköpun rúmum hundrað árum síðar.“Hulda hlaut 1. verðlaun í ljóðasamkeppni vegna lýðveldisstofnunarinnar 1944. Hluti af ljóðinu er hið þekkta Hver á sér fegra föðurland.Harpa Dís segir þær Hjördísi Grétu hafa verið með listviðburð 1. desember í Rýmd, nemendagalleríi Listaháskólans, sem fólst í upplestrarmaraþoni úr ljóðum Huldu. „Við tvær skiptumst á að lesa upp og áheyrendur komu og fóru því þetta var opið hús. Við kynntumst Huldu með þessum hætti og komumst að því þá hvað hún hefur skrifað ofboðslega mikið. Við lásum upp í fjóra klukkutíma og náðum ekki að ljúka við fyrstu ljóðabókina hennar.“ Þær stöllur létu ekki við svo búið standa heldur fóru í pílagrímsferð norður í Þingeyjarsýslur á slóðir skáldkonunnar. „Það var mikilvægt fyrir okkur að fara norður, þangað sem hún var uppalin og bjó lengst af. Hún er fædd og uppalin á Auðnum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu og bjó á Húsavík en flutti svo til Reykjavíkur á efri árum. Á Auðnum hefur Huldu verið reistur minnisvarði og þar er líka Huldulundur, trjálundur sem lækur liðast um. Út frá heimsókn í hann kviknaði hugmyndin að sýningunni. Hulda fjallar svo mikið um náttúruna í verkum sínum og lækurinn kemur víða við sögu. Við endurgerum þetta umhverfi svolítið á sýningunni með ljósmyndum, vídeói og skúlptúrum og lítum á sýninguna sem samtal okkar við Huldu. Bjóðum svo sýningargestum að stíga inn í hugarheim samtals okkar.“ Meðal þess sem þær Harpa Dís og Hjördís Gréta gerðu fyrir norðan var að tína sprek úr læknum hennar Huldu og gera síðan skúlptúra út frá þeim, Harpa Dís segir þá vera nokkurs konar minningu um eitthvað sem þær tóku með sér. „Á sýningunni er líka textaverk. Við fengum til liðs við okkur Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur, íslenskufræðing og skáld, og hún skrifar hugleiðingu um Huldu. Þannig vildum við tengja skáldkonu dagsins í dag og skáldkonu fyrri tíma.“ Hulda var skáldanafn Unnar Benediktsdóttur Bjarklind og Harpa Dís segir það koma fram í ritinu Úr minningablöðum af hverju hún kaus að yrkja og skrifa undir dulnefni. „Hún lýsir því hvernig fólk brást við þegar það komst að því að hún væri að yrkja og hún skammaðist sín mikið. Það var ekki svo þekkt á þeim tíma að konur væru að skrifa, hvað þá að það efni væri birt svo hún vildi vera bara huldukona.“ Sýningin stendur til 9. ágúst. Opið er frá 12 til 18 virka daga og 12 til 16 á laugardögum. Gott hjólastólaaðgengi er að salnum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.„Við reynum að koma Huldu inn í samtímann og vekja athygli á henni og framlagi hennar til íslenskrar menningar,“ segir Harpa Dís. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Bókmenntir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira