Körfubolti

Jón Arnór dæmdur í bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson með Íslandsbikarinn síðasta vor.
Jón Arnór Stefánsson með Íslandsbikarinn síðasta vor. vísir/daníel

KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson var í gær dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands.

Jón Arnór fær bannið vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og KR í Geysir bikarnum á dögunum.

Jón Arnór fékk tvær tæknivillur í röð og þar með brottrekstrarvillu í loka þriðja leikhluta en KR-ingar voru þá 21 stigi undir.

Þetta er í þriðja sinn sem Jón Arnór er dæmdur í leikbann hér heima Íslandi. Hann fór einnig í bann í október 2017 vegna vítaverðrar framkoma gagnvart dómurum og þar áður í mars 2002 þegar hann henti bolta í dómara.

Jón Arnór hefur ekki spilað með KR eftir leikinn í Grindavík því hann gat ekki spilað í síðustu umferð vegna meiðsla og þá var leik Þórs Ak. og KR frestað en átti aða fara fram í gær.

Jón Arnór Stefánsson er með 9,7 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali með KR í Domino´s deildinni í vetur.

Niðurstaða dómsins á KKÍ-síðunni:

Agamál 29/2019-2020

Með vísan til ákvæðis a. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál en einnig athugasemda dómara í atvikaskýrslu, sbr. c. lið 13. gr. nefndrar reglugerðar, skal hinn kærði, Jón Arnór Stefánsson, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og KR í Geysir bikarnum, mfl. kk., sem fram fór þann 6. desember 2019.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×