Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 10:15 Geimfar þetta á seinna meir að flytja geimfara út í geim, frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn í árabil. Getty/Joe Raedle Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það er orðinn reglulegur viðburður en að þessu sinni er Boeing að skjóta Starliner-geimfari fyrirtækisins í fyrsta sinn til geimstöðvarinnar. Geimfar þetta á seinna meir að flytja geimfara út í geim, frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn í árabil. Bandaríkin hafa ekki skotið mönnum út í geim til langs tíma og því hafa allar þjóðir sem að geimstöðinni koma reitt sig á Rússa til að manna stöðina. Það gæti breyst á næsta ári, ef vel gengur í dag. Samkvæmt NASA áætla veðurfræðingar að 80 prósent líkur séu á því að ekki þurfi að hætta við geimskotið.Starliner-farið er hannað til þess að tengjast sjálfkrafa við geimstöðina þannig að geimfarar um borð þurfi ekki að gera það sjálfir. Það verður reynt á laugardaginn. Yfirleitt er tenging einn erfiðasti hluti geimferða. Eftir að geimfararnir um borð í geimstöðinni opna farið munu þeir flytja farminn úr því og kanna svo ástand þess ítarlega. Þann 28. desember er svo áætlað að senda geimfarið aftur til jarðarinnar. Geimfarinu verður skotið á loft með Atlas V eldflaug frá ULA og er stefnt á að það verði gert klukkan 11:36. Þá er gert ráð fyrir að Starliner nái til geimstöðvarinnar á laugardaginn, eftir um 26 klukkustunda ferðalag. Um borð eru tæp 280 kíló af birgðum og jólagjafir til þeirra sex geimfara sem eru um borð.Hægt verður að fylgjast með hér í fréttinni þegar nær dregur. Today's #Starliner #AtlasV launch is an instantaneous launch - that means the rocket has a precise moment when it has to launch in order to get on the path to catch the @Space_Station in orbit. pic.twitter.com/99Flw0aY6y— Boeing Space (@BoeingSpace) December 20, 2019 Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það er orðinn reglulegur viðburður en að þessu sinni er Boeing að skjóta Starliner-geimfari fyrirtækisins í fyrsta sinn til geimstöðvarinnar. Geimfar þetta á seinna meir að flytja geimfara út í geim, frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn í árabil. Bandaríkin hafa ekki skotið mönnum út í geim til langs tíma og því hafa allar þjóðir sem að geimstöðinni koma reitt sig á Rússa til að manna stöðina. Það gæti breyst á næsta ári, ef vel gengur í dag. Samkvæmt NASA áætla veðurfræðingar að 80 prósent líkur séu á því að ekki þurfi að hætta við geimskotið.Starliner-farið er hannað til þess að tengjast sjálfkrafa við geimstöðina þannig að geimfarar um borð þurfi ekki að gera það sjálfir. Það verður reynt á laugardaginn. Yfirleitt er tenging einn erfiðasti hluti geimferða. Eftir að geimfararnir um borð í geimstöðinni opna farið munu þeir flytja farminn úr því og kanna svo ástand þess ítarlega. Þann 28. desember er svo áætlað að senda geimfarið aftur til jarðarinnar. Geimfarinu verður skotið á loft með Atlas V eldflaug frá ULA og er stefnt á að það verði gert klukkan 11:36. Þá er gert ráð fyrir að Starliner nái til geimstöðvarinnar á laugardaginn, eftir um 26 klukkustunda ferðalag. Um borð eru tæp 280 kíló af birgðum og jólagjafir til þeirra sex geimfara sem eru um borð.Hægt verður að fylgjast með hér í fréttinni þegar nær dregur. Today's #Starliner #AtlasV launch is an instantaneous launch - that means the rocket has a precise moment when it has to launch in order to get on the path to catch the @Space_Station in orbit. pic.twitter.com/99Flw0aY6y— Boeing Space (@BoeingSpace) December 20, 2019
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira