Telur að öryrkjum fjölgi vegna galla á kerfinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2019 18:45 Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að öryrkjum hafi fjölgað óeðlilega mikið á undanförnum árum vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem mikilvægt sé að ráða bót á. Þær breytingar eru á döfinni en skýrsla starfshóps um nýtt greiðslukerfi vegna skertrar starfsgetu var kynnt í ríkisstjórn á föstudag. Nýgengi örorku hér á landi hefur aukist jafnt og þétt í öllum aldurshópum á síðustu árum en á árinu 2016 var það í fyrsta sinn meira en fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Þar er lagt til að greiðslur almannatrygginga skiptist í sjúkragreiðslur, endurhæfingargreiðslur, virknigreiðslur og örorkulífeyri auk þess sem tekin verða upp sveigjanleg hlutastörf fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Í skýrslunni segir: „Rannsóknir sýna að atvinnuþátttaka hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan fólks, jafnvel þótt það sé að glíma við sjúkdóma, afleiðingar slysa eða fötlun og því mikilvægt að auka tækifæri fólks með skerta starfsgetu til atvinnuþátttöku.“ Eitt af því sem hefur valdið bæði embættis- og stjórnmálamönnum heilabrotum er mikil fjölgun einstaklinga á 75 prósent örorku en öryrkjum fjölgar hlutfallslega mun hraðar hér en á hinum Norðurlöndunum.Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Kristinn MagnússonÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, hafði ákveðna snertifleti við þessa vinnu sem félagsmálaráðherra á sínum tíma. Hann segir mikilvægt að þverpólitísk samstaða náist um innleiðingu starfsgetumats. Þá telur hann að mikla fjölgun öryrkja, ekki síst meðal ungra karlmanna, megi rekja til galla á núverandi kerfi. „Það er alveg ljóst að við erum að sjá yngri einstaklinga, sérstaklega unga karla, koma mikið inn á örorkulífeyri. Mun meira en við sjáum í nágrannalöndum okkar og við sjáum mjög varhugaverða þróun hér því við erum úr takti við nágrannalönd okkar hvað varðar mikla fjölgun öryrkja á undanförnum árum. Það er ekkert vafamál og ég er sannfærður um að það er vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem er mjög mikilvægt að ráða bóta á,“ segir Þorsteinn. Félagsmál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að öryrkjum hafi fjölgað óeðlilega mikið á undanförnum árum vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem mikilvægt sé að ráða bót á. Þær breytingar eru á döfinni en skýrsla starfshóps um nýtt greiðslukerfi vegna skertrar starfsgetu var kynnt í ríkisstjórn á föstudag. Nýgengi örorku hér á landi hefur aukist jafnt og þétt í öllum aldurshópum á síðustu árum en á árinu 2016 var það í fyrsta sinn meira en fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Þar er lagt til að greiðslur almannatrygginga skiptist í sjúkragreiðslur, endurhæfingargreiðslur, virknigreiðslur og örorkulífeyri auk þess sem tekin verða upp sveigjanleg hlutastörf fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Í skýrslunni segir: „Rannsóknir sýna að atvinnuþátttaka hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan fólks, jafnvel þótt það sé að glíma við sjúkdóma, afleiðingar slysa eða fötlun og því mikilvægt að auka tækifæri fólks með skerta starfsgetu til atvinnuþátttöku.“ Eitt af því sem hefur valdið bæði embættis- og stjórnmálamönnum heilabrotum er mikil fjölgun einstaklinga á 75 prósent örorku en öryrkjum fjölgar hlutfallslega mun hraðar hér en á hinum Norðurlöndunum.Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Kristinn MagnússonÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, hafði ákveðna snertifleti við þessa vinnu sem félagsmálaráðherra á sínum tíma. Hann segir mikilvægt að þverpólitísk samstaða náist um innleiðingu starfsgetumats. Þá telur hann að mikla fjölgun öryrkja, ekki síst meðal ungra karlmanna, megi rekja til galla á núverandi kerfi. „Það er alveg ljóst að við erum að sjá yngri einstaklinga, sérstaklega unga karla, koma mikið inn á örorkulífeyri. Mun meira en við sjáum í nágrannalöndum okkar og við sjáum mjög varhugaverða þróun hér því við erum úr takti við nágrannalönd okkar hvað varðar mikla fjölgun öryrkja á undanförnum árum. Það er ekkert vafamál og ég er sannfærður um að það er vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem er mjög mikilvægt að ráða bóta á,“ segir Þorsteinn.
Félagsmál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira