Þorsteinn studdi ekki tillögu um frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2019 20:47 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki hafa stutt tillögu um að hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þar sem ekki lægi nægilega ljóst fyrir hvernig ætti að framkvæma slíka athugun. Þá vilji hann ekki taka þátt í að mál stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar séu rekin í fjölmiðlum.Þorsteinn var eini þingmaður nefndarinnar sem ekki studdi tillögu um að hefja frumkvæðisrannsókn á fundi hennar í morgun. Hann sat hjá og skilaði sérbókun um málið.Í samtali við Vísi segir Þorsteinn að honum þyki ekki liggja nægilega skýrt fyrir hvernig eigi að framkvæma þessa frumkvæðisathugun, gefa hefði átt málinu betri tíma og íhuga betur framkvæmdina. Þá blöskrar honum að svo virðist, að hans mati, sem að undanförnu hafi nefndin verið að eltast við að komast í fjölmiðla.Hann vilji ekki taka þátt í slíku og hann óttist að vaðið sé hratt fram í þeim tilgangi að fanga athygli fjölmiðla.Tillagan um frumkvæðisrannsókn er til komin vegna þeirrar ákvörðunar FATF-aðgerðahópsins um að setja Ísland á gráan lista yfir lönd sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka að mati hópsins.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vann tillöguna sem miðar að því að komast að því hvaða brotalamir í kerfinu hafi leitt til þess að Ísland lenti á gráa listanum og hver beri ábyrgð á því.Tillöguna í heild má lesa hér að neðan. Tillaga Jóns Steindórs„Markmið og verklag frumkvæðisrannsóknarSamkvæmt 2. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa skal stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu. Í sama ákvæði er kveðið á um að komi beiðni um slíka athugun frá a.m.k. fjórðungi nefndarmanna skal hún fara fram.Þann 18. október sl. ákvað FATF (The Financial Action Task Force) á fundi sínum í París að setja Ísland á svokallaðan gráan lista ásamt Mongólíu og Zimbabwe. Í því felst það mat FATF að löggjöf og skipulag varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sé ekki fullnægjandi. Undirritaður telur fullt tilefni til þess að SEN hefji frumkvæðisrannsókn á því hvaða atburðarás, athafnir eða athafnaleysi hafa leitt til þess að Ísland hafnar á þessum lista.Markmiðið rannsóknarinnar er að leiða í ljós hvort og hvaða brotlamir er að finna í vinnubrögðum þeirra ráðherra, ráðuneyta og stofnana sem bera ábyrgð á samskiptum við FATF ásamt nauðsynlegum breytingum á lögum, reglum og öðrum ráðstöfunum til þess að tryggja rétta framkvæmd og eftirlit sem fullnægir tilmælum FATF. Einkum verði horft til framvindunnar frá og með fyrstu matsskýrslu FATF um Ísland árið 2006 til og með fullnustu ábendinga og tilmæla í skýrslu FATF frá því í apríl 2018, áfangaskýrslu frá því 6. september 2019 og ákvörðunar FATF frá 18. október 2019.Mikilvægt er að draga lærdóm af málinu og greina hvað fór úrskeiðis og hverjir bera ábyrgð á því. Aðeins þannig er hægt að draga úr líkum þess að ágallar í verklagi, ábyrgð, úrvinnslu og eftirfylgni í málum af þessu tagi geti endurtekið sig.Lagt er til að SEN afli allra þeirra gagna sem nefndin telur nauðsynleg til þess að rannsaka málið og kalla til sín alla þá gesti sem hún telur að geti varpað ljósi á málavöxtu. Það gildir um ráðherra, ráðuneyti, stofnanir og aðra sem komið hafa að málinu með einhverjum hætti.Lagt er til að SEN hefji gagnaöflun þegar í stað til þess að fá yfirlit yfir tímalínu málsins allt frá því að Ísland gerðist aðili að FATF, en þó með sérstakri áherslu á úttektir og tilmæli sem varða Ísland, efni þeirra og viðbrögð við þeim. Sömuleiðis að fá yfirlit yfir þá aðila sem hlut eiga að máli í íslensku stjórnkerfi, ábyrgð, verkaskiptingu, verkferla og þess háttar.Að gagnaöflun lokinni hefst úrvinnsla, frekari rannsókn og mat nefndarinnar á þessum gögnum. Stefnt skal að því að þessari vinnu SEN ljúki á næstu mánuðum og þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið.Lagt er til að SEN taki ákvörðun um hvort ástæða sé til að skipa sérstaka undirnefnd til þess að vinna að málinu.“ Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45 Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00 Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. 23. október 2019 12:03 FME hafi ekki ástæðu til að naga sig í handarbökin „Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME. 23. október 2019 06:30 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki hafa stutt tillögu um að hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þar sem ekki lægi nægilega ljóst fyrir hvernig ætti að framkvæma slíka athugun. Þá vilji hann ekki taka þátt í að mál stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar séu rekin í fjölmiðlum.Þorsteinn var eini þingmaður nefndarinnar sem ekki studdi tillögu um að hefja frumkvæðisrannsókn á fundi hennar í morgun. Hann sat hjá og skilaði sérbókun um málið.Í samtali við Vísi segir Þorsteinn að honum þyki ekki liggja nægilega skýrt fyrir hvernig eigi að framkvæma þessa frumkvæðisathugun, gefa hefði átt málinu betri tíma og íhuga betur framkvæmdina. Þá blöskrar honum að svo virðist, að hans mati, sem að undanförnu hafi nefndin verið að eltast við að komast í fjölmiðla.Hann vilji ekki taka þátt í slíku og hann óttist að vaðið sé hratt fram í þeim tilgangi að fanga athygli fjölmiðla.Tillagan um frumkvæðisrannsókn er til komin vegna þeirrar ákvörðunar FATF-aðgerðahópsins um að setja Ísland á gráan lista yfir lönd sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka að mati hópsins.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vann tillöguna sem miðar að því að komast að því hvaða brotalamir í kerfinu hafi leitt til þess að Ísland lenti á gráa listanum og hver beri ábyrgð á því.Tillöguna í heild má lesa hér að neðan. Tillaga Jóns Steindórs„Markmið og verklag frumkvæðisrannsóknarSamkvæmt 2. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa skal stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu. Í sama ákvæði er kveðið á um að komi beiðni um slíka athugun frá a.m.k. fjórðungi nefndarmanna skal hún fara fram.Þann 18. október sl. ákvað FATF (The Financial Action Task Force) á fundi sínum í París að setja Ísland á svokallaðan gráan lista ásamt Mongólíu og Zimbabwe. Í því felst það mat FATF að löggjöf og skipulag varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sé ekki fullnægjandi. Undirritaður telur fullt tilefni til þess að SEN hefji frumkvæðisrannsókn á því hvaða atburðarás, athafnir eða athafnaleysi hafa leitt til þess að Ísland hafnar á þessum lista.Markmiðið rannsóknarinnar er að leiða í ljós hvort og hvaða brotlamir er að finna í vinnubrögðum þeirra ráðherra, ráðuneyta og stofnana sem bera ábyrgð á samskiptum við FATF ásamt nauðsynlegum breytingum á lögum, reglum og öðrum ráðstöfunum til þess að tryggja rétta framkvæmd og eftirlit sem fullnægir tilmælum FATF. Einkum verði horft til framvindunnar frá og með fyrstu matsskýrslu FATF um Ísland árið 2006 til og með fullnustu ábendinga og tilmæla í skýrslu FATF frá því í apríl 2018, áfangaskýrslu frá því 6. september 2019 og ákvörðunar FATF frá 18. október 2019.Mikilvægt er að draga lærdóm af málinu og greina hvað fór úrskeiðis og hverjir bera ábyrgð á því. Aðeins þannig er hægt að draga úr líkum þess að ágallar í verklagi, ábyrgð, úrvinnslu og eftirfylgni í málum af þessu tagi geti endurtekið sig.Lagt er til að SEN afli allra þeirra gagna sem nefndin telur nauðsynleg til þess að rannsaka málið og kalla til sín alla þá gesti sem hún telur að geti varpað ljósi á málavöxtu. Það gildir um ráðherra, ráðuneyti, stofnanir og aðra sem komið hafa að málinu með einhverjum hætti.Lagt er til að SEN hefji gagnaöflun þegar í stað til þess að fá yfirlit yfir tímalínu málsins allt frá því að Ísland gerðist aðili að FATF, en þó með sérstakri áherslu á úttektir og tilmæli sem varða Ísland, efni þeirra og viðbrögð við þeim. Sömuleiðis að fá yfirlit yfir þá aðila sem hlut eiga að máli í íslensku stjórnkerfi, ábyrgð, verkaskiptingu, verkferla og þess háttar.Að gagnaöflun lokinni hefst úrvinnsla, frekari rannsókn og mat nefndarinnar á þessum gögnum. Stefnt skal að því að þessari vinnu SEN ljúki á næstu mánuðum og þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið.Lagt er til að SEN taki ákvörðun um hvort ástæða sé til að skipa sérstaka undirnefnd til þess að vinna að málinu.“
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45 Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00 Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. 23. október 2019 12:03 FME hafi ekki ástæðu til að naga sig í handarbökin „Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME. 23. október 2019 06:30 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45
Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00
Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. 23. október 2019 12:03
FME hafi ekki ástæðu til að naga sig í handarbökin „Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME. 23. október 2019 06:30
Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38