Líffæragjöfin var ljósið í fráfalli sonar míns Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2019 20:00 Steinunn Rósa Einarsdóttir missti son sinn í bílslysi árið 2014. Áður hafði hann sagt að ef eitthvað kæmi fyrir vildi hann gefa líffæri sín. Vísir/Egill Hátt í þrjátíu manns fá ígrædd líffæri hér á landi á ári hverju að sögn yfirlæknis á Landspítalanum. Móðir líffæragjafa segist hafa fundið einhvern tilgang með fráfalli sonar síns, eftir að fimm manns fengu líffæri úr honum. Skarphéðinn Andri Kristjánsson lét foreldra sína snemma vita að ef eitthvað kæmi fyrir þá myndu hann vilja að aðrir nytu líffæra hans. Hann var aðeins átján ára þegar hann lést ásamt kærustu sinn eftir bílslys árið 2014. Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir hans segist vera þakklát í dag fyrir þessa ákvörðun sonar síns en fimm manns fengu líffæri Skarphéðins. „Þetta var bara ljósið í þessu öllu saman. Vonin og eitthvað sem ég gat haldið í. Þarna var kannski kominn einhver tilgangur og það kom eitthvað gott út úr þessu,“ segir Steinunn.Runólfur Pálsson yfirlæknir á Lyflækningadeild Landspítalans segir mikilvægt að fræða fólk um mikilvægi líffæragjafa,Frá og með síðustu áramótum urðu allir Íslendingar sjálfkrafa líffæragjafar hér á landi. Þeir sem eru andvígir því þurfa sérstaklega að skrá það á Heilsuveru. Runólfur Pálsson yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítalans segir að mikill árangur hafi náðst í heilbrigðiskerfinu í þessum málum á síðustu árum. „Við þurfum á öllu þessu starfi í heilbrigðisþjónustunni að halda til að viðhalda þessum árangri og svo þurfum við að fræða allt samfélagið því það er fólk hér í landinu sem gefur af sér líffærin. Það eru svona 25 til þrjátíu manns sem njóta góðs af þessum líffæragjöfum og flestir eru að fá ígrætt nýra,“ segir hann.Jóhannes Kristjánsson segist stálsleginn eftir að hafa fengið nýtt hjarta fyrir 10 árum.Egill AðalsteinssonJóhannes Kristjánsson segir að líf sitt hafi breyst gríðarlega þegar hann fékk nýtt hjarta fyrir tíu árum. „Læknirinn sagði við mig þegar ég fékk hjartað að það væri svo ungt að ég myndi yngjast um 19 ár og ég held að það sé bara rétt hjá honum. Gamanlaust ég get farið allt sem ég vil, þetta er bara dæla sem gengur eins og hitt. Þess vegna pirrar mig stundum þegar menn spyrja mig, ertu bara úti, hvað ertu eiginlega að gera úti?,“ segir Jóhannes. Heilbrigðismál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Hátt í þrjátíu manns fá ígrædd líffæri hér á landi á ári hverju að sögn yfirlæknis á Landspítalanum. Móðir líffæragjafa segist hafa fundið einhvern tilgang með fráfalli sonar síns, eftir að fimm manns fengu líffæri úr honum. Skarphéðinn Andri Kristjánsson lét foreldra sína snemma vita að ef eitthvað kæmi fyrir þá myndu hann vilja að aðrir nytu líffæra hans. Hann var aðeins átján ára þegar hann lést ásamt kærustu sinn eftir bílslys árið 2014. Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir hans segist vera þakklát í dag fyrir þessa ákvörðun sonar síns en fimm manns fengu líffæri Skarphéðins. „Þetta var bara ljósið í þessu öllu saman. Vonin og eitthvað sem ég gat haldið í. Þarna var kannski kominn einhver tilgangur og það kom eitthvað gott út úr þessu,“ segir Steinunn.Runólfur Pálsson yfirlæknir á Lyflækningadeild Landspítalans segir mikilvægt að fræða fólk um mikilvægi líffæragjafa,Frá og með síðustu áramótum urðu allir Íslendingar sjálfkrafa líffæragjafar hér á landi. Þeir sem eru andvígir því þurfa sérstaklega að skrá það á Heilsuveru. Runólfur Pálsson yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítalans segir að mikill árangur hafi náðst í heilbrigðiskerfinu í þessum málum á síðustu árum. „Við þurfum á öllu þessu starfi í heilbrigðisþjónustunni að halda til að viðhalda þessum árangri og svo þurfum við að fræða allt samfélagið því það er fólk hér í landinu sem gefur af sér líffærin. Það eru svona 25 til þrjátíu manns sem njóta góðs af þessum líffæragjöfum og flestir eru að fá ígrætt nýra,“ segir hann.Jóhannes Kristjánsson segist stálsleginn eftir að hafa fengið nýtt hjarta fyrir 10 árum.Egill AðalsteinssonJóhannes Kristjánsson segir að líf sitt hafi breyst gríðarlega þegar hann fékk nýtt hjarta fyrir tíu árum. „Læknirinn sagði við mig þegar ég fékk hjartað að það væri svo ungt að ég myndi yngjast um 19 ár og ég held að það sé bara rétt hjá honum. Gamanlaust ég get farið allt sem ég vil, þetta er bara dæla sem gengur eins og hitt. Þess vegna pirrar mig stundum þegar menn spyrja mig, ertu bara úti, hvað ertu eiginlega að gera úti?,“ segir Jóhannes.
Heilbrigðismál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira