Eftirsóttasta sveitarfélagið? Kjartan Már Kjartansson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Í Fréttablaðinu 7. janúar er frétt um fjölgun íbúa í Reykjanesbæ auk umfjöllunar í dálknum „Frá degi til dags“. Bæjarbúum hefur fjölgað um 8% ári og eru íbúar nú 19 þúsund og um 26 þúsund á Suðurnesjunum öllum. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn eftir vinnuafli vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Einnig hagstætt íbúðaverð í samanburði við höfuðborgarsvæðið og grunn- og leikskólar sem eru með þeim bestu á landinu. Fjölmörg dæmi eru um fólk sem hefur flutt til Reykjanesbæjar en haldið áfram að sækja vinnu til höfuðborgarinnar. Falleg náttúra, fjölbreytt mannlíf og kröftugt íþrótta- og tómstundastarf eiga líka sinn þátt í því að æ fleiri kjósa að búa í Reykjanesbæ. Árið 2017 var Reykjanesskaginn útnefndur einn af 100 sjálfbærustu stöðum í heiminum af samtökunum „Green Destinations“. Jarðvangurinn „Reykjanes Geopark“ er vottaður af UNESCO, sem einn af merkilegustu jarðvöngum veraldar, þar sem skil Ameríku- og Evrópuflekanna koma á land austan Sandvíkur. Einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna er einmitt „Brú milli heimsálfa“. Þar við bætist svo fallegt hraunið, bergmyndun og jarðhitinn, svo ekki sé minnst á vinsælasta ferðamannastað landsins; Bláa lónið. Það eru því margar ástæður fyrir því að fólk velur sér framtíðarbúsetu á Reykjanesi. Ekki bara næg atvinna heldur einnig fallegt umhverfi og góð þjónusta. Vegna reynslu Suðurnesjamanna af samneyti við fólk af erlendu bergi brotið, m.a. vegna áratugareynslu af þjónustu við erlenda flugfarþega og samskipti við varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra í áratugi, hefur útlendingum og heimamönnum gengið vel að vinna saman. Það kemur sér vel því nú er fjórðungur íbúa af erlendu bergi brotinn, fyrst og fremst hörkuduglegt fólk frá Póllandi, sem hingað er komið til að vinna. Fyrir vikið er spennandi fjölmenningarlegt yfirbragð yfir Suðurnesjum og yfir 30 tungumál töluð í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Ef Gunnar Birgisson væri héðan er ég viss um að hann segði; „Það er gott að búa í Reykjanesbæ.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 7. janúar er frétt um fjölgun íbúa í Reykjanesbæ auk umfjöllunar í dálknum „Frá degi til dags“. Bæjarbúum hefur fjölgað um 8% ári og eru íbúar nú 19 þúsund og um 26 þúsund á Suðurnesjunum öllum. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn eftir vinnuafli vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Einnig hagstætt íbúðaverð í samanburði við höfuðborgarsvæðið og grunn- og leikskólar sem eru með þeim bestu á landinu. Fjölmörg dæmi eru um fólk sem hefur flutt til Reykjanesbæjar en haldið áfram að sækja vinnu til höfuðborgarinnar. Falleg náttúra, fjölbreytt mannlíf og kröftugt íþrótta- og tómstundastarf eiga líka sinn þátt í því að æ fleiri kjósa að búa í Reykjanesbæ. Árið 2017 var Reykjanesskaginn útnefndur einn af 100 sjálfbærustu stöðum í heiminum af samtökunum „Green Destinations“. Jarðvangurinn „Reykjanes Geopark“ er vottaður af UNESCO, sem einn af merkilegustu jarðvöngum veraldar, þar sem skil Ameríku- og Evrópuflekanna koma á land austan Sandvíkur. Einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna er einmitt „Brú milli heimsálfa“. Þar við bætist svo fallegt hraunið, bergmyndun og jarðhitinn, svo ekki sé minnst á vinsælasta ferðamannastað landsins; Bláa lónið. Það eru því margar ástæður fyrir því að fólk velur sér framtíðarbúsetu á Reykjanesi. Ekki bara næg atvinna heldur einnig fallegt umhverfi og góð þjónusta. Vegna reynslu Suðurnesjamanna af samneyti við fólk af erlendu bergi brotið, m.a. vegna áratugareynslu af þjónustu við erlenda flugfarþega og samskipti við varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra í áratugi, hefur útlendingum og heimamönnum gengið vel að vinna saman. Það kemur sér vel því nú er fjórðungur íbúa af erlendu bergi brotinn, fyrst og fremst hörkuduglegt fólk frá Póllandi, sem hingað er komið til að vinna. Fyrir vikið er spennandi fjölmenningarlegt yfirbragð yfir Suðurnesjum og yfir 30 tungumál töluð í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Ef Gunnar Birgisson væri héðan er ég viss um að hann segði; „Það er gott að búa í Reykjanesbæ.“
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun