Varar við framsetningu íslenskra verslana í aðdraganda svarts fössara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2019 13:42 Arnar tók eftir því að skápur sem auglýstur var á 289.990 krónur með miklum afslætti á vef fyrirtækisins í morgun kostaði það sama fyrir helgi. Árvökull Akureyringur segir AB varahluti svipta neytendur rétti sínum til að taka upplýsta ákvörðun við kaup með auglýsingum sínum um vörur á tilboði. Verkfæraskápar eru auglýstir með miklum afslætti en athygli vekur að afslátturinn er af verði sem er mun hærra en skáparnir kostuðu nýlega í versluninni. Neytendur og verslanir bíða mörg hver í ofvæni eftir komandi föstudegi, hinum svonefnda Svarta föstudegi þar sem neytendur eiga að geta gert kjarakaup í anda „Black Friday“ í Bandaríkjunum, dagsins eftir Þakkagjörðahátíðina. Arnar Einarsson, viðskipafræðingur á Akureyri, vekur athygli á því á Facebook-síðunni „Vertu á verði - eftirlit með verðlagi“ að AB varahlutir auglýsi verkfæraskáp til sölu með 50% afslætti. Hann kostar nú 244.940 krónur á vefsíðu verslunarinnar sem er 50% af uppsettu verði, 489.879 krónum. „Black Friday forpöntun aðeins!“ stendur með auglýsingunni á vef AB varahluta. „Til ykkar allra sem ætla að reyna að gera góð kaup á „Black Friday“ eða álíka útsölu, ekki trúa „fullu verði“ í hálfa sekúndu,“ segir Arnar. Hins vegar var uppsett verð á þessum skáp 387.832 krónur fyrir helgi en var þá til sölu með um 20% afslætti. „Elska, elska, elska hvað íslenskar verslanir eru heiðarlegar,“ segir Arnar með færslu sinni.Skápur auglýstur til sölu á 244.940 krónur í morgun.Hann bendir á annað svipað dæmi þar sem önnur tegund af verkfæraskáp er auglýstur til sölu með rúmlega 30% afslætti. Kostar nú með afslætti 289.990 krónur en uppsett verð sé 455.073 krónur. Hins vegar var uppsett verð á sama verkfæraskáp nýlega 289.990 krónur. Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu segir um útsölur og tilboð að óheimilt sé að auglýsa eða tilkynna útsölu þar sem selt er á lækkuðu verði nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og að þeir geti áttað sig á verðmuninum. Arnar segist í samtali við Vísi hafa fengið þau svör hjá þjónustufulltrúa AB varahluta á Facebook að í öðru tilfellinu hefði innkaupsverð á skápnum skyndilega hækkað en í hinu hefði fyrra verð verið tilboðsverð. Segir enga tilraun til blekkingar Loftur Guðni Matthíasson, framkvæmdastjóri AB varahluta, segir enga tilraun gerða til að blekkja neytendur. Fyrirtækið sé með 29 þúsund vörur á skrá og ætli að bjóða upp á frábær verð í kringum svartan föstudag. Hann segir Audi limited verkfæraskápinn hafa verið á tilboði á síðunni á 289.990 krónur. Upphaflega verðið hafi hreinlega ekki verið sýnilegt á heimasíðunni. Við uppfærslu á vefnum í tengslum við útsöluna hafi upphaflega verðinu verið bætt inn svo þetta líti illa út. Eftir ábendingar í morgun hafi svo verðið verið lækkað enn meira og skápurinn kosti í kringum 250 þúsund krónur. „Ef þetta væri lagervara myndi ég skilja áhyggjurnar. En það eru tveir skápar eftir og bara verið að reyna að losa þá,“ segir Loftur. Hvað hinn skápinn varði þá sé um sérpöntun að ræða. Varan hafi komið til AB varahluta á sínum tíma á tilboðsverði að utan. Nú hafi komið ný sending þar sem varan kostaði mun meira við innkaup. Engu að síður sé hún á miklum afslætti eins og fjöldi annarra hluta í þessari viku.Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Árvökull Akureyringur segir AB varahluti svipta neytendur rétti sínum til að taka upplýsta ákvörðun við kaup með auglýsingum sínum um vörur á tilboði. Verkfæraskápar eru auglýstir með miklum afslætti en athygli vekur að afslátturinn er af verði sem er mun hærra en skáparnir kostuðu nýlega í versluninni. Neytendur og verslanir bíða mörg hver í ofvæni eftir komandi föstudegi, hinum svonefnda Svarta föstudegi þar sem neytendur eiga að geta gert kjarakaup í anda „Black Friday“ í Bandaríkjunum, dagsins eftir Þakkagjörðahátíðina. Arnar Einarsson, viðskipafræðingur á Akureyri, vekur athygli á því á Facebook-síðunni „Vertu á verði - eftirlit með verðlagi“ að AB varahlutir auglýsi verkfæraskáp til sölu með 50% afslætti. Hann kostar nú 244.940 krónur á vefsíðu verslunarinnar sem er 50% af uppsettu verði, 489.879 krónum. „Black Friday forpöntun aðeins!“ stendur með auglýsingunni á vef AB varahluta. „Til ykkar allra sem ætla að reyna að gera góð kaup á „Black Friday“ eða álíka útsölu, ekki trúa „fullu verði“ í hálfa sekúndu,“ segir Arnar. Hins vegar var uppsett verð á þessum skáp 387.832 krónur fyrir helgi en var þá til sölu með um 20% afslætti. „Elska, elska, elska hvað íslenskar verslanir eru heiðarlegar,“ segir Arnar með færslu sinni.Skápur auglýstur til sölu á 244.940 krónur í morgun.Hann bendir á annað svipað dæmi þar sem önnur tegund af verkfæraskáp er auglýstur til sölu með rúmlega 30% afslætti. Kostar nú með afslætti 289.990 krónur en uppsett verð sé 455.073 krónur. Hins vegar var uppsett verð á sama verkfæraskáp nýlega 289.990 krónur. Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu segir um útsölur og tilboð að óheimilt sé að auglýsa eða tilkynna útsölu þar sem selt er á lækkuðu verði nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og að þeir geti áttað sig á verðmuninum. Arnar segist í samtali við Vísi hafa fengið þau svör hjá þjónustufulltrúa AB varahluta á Facebook að í öðru tilfellinu hefði innkaupsverð á skápnum skyndilega hækkað en í hinu hefði fyrra verð verið tilboðsverð. Segir enga tilraun til blekkingar Loftur Guðni Matthíasson, framkvæmdastjóri AB varahluta, segir enga tilraun gerða til að blekkja neytendur. Fyrirtækið sé með 29 þúsund vörur á skrá og ætli að bjóða upp á frábær verð í kringum svartan föstudag. Hann segir Audi limited verkfæraskápinn hafa verið á tilboði á síðunni á 289.990 krónur. Upphaflega verðið hafi hreinlega ekki verið sýnilegt á heimasíðunni. Við uppfærslu á vefnum í tengslum við útsöluna hafi upphaflega verðinu verið bætt inn svo þetta líti illa út. Eftir ábendingar í morgun hafi svo verðið verið lækkað enn meira og skápurinn kosti í kringum 250 þúsund krónur. „Ef þetta væri lagervara myndi ég skilja áhyggjurnar. En það eru tveir skápar eftir og bara verið að reyna að losa þá,“ segir Loftur. Hvað hinn skápinn varði þá sé um sérpöntun að ræða. Varan hafi komið til AB varahluta á sínum tíma á tilboðsverði að utan. Nú hafi komið ný sending þar sem varan kostaði mun meira við innkaup. Engu að síður sé hún á miklum afslætti eins og fjöldi annarra hluta í þessari viku.Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira