Varar við framsetningu íslenskra verslana í aðdraganda svarts fössara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2019 13:42 Arnar tók eftir því að skápur sem auglýstur var á 289.990 krónur með miklum afslætti á vef fyrirtækisins í morgun kostaði það sama fyrir helgi. Árvökull Akureyringur segir AB varahluti svipta neytendur rétti sínum til að taka upplýsta ákvörðun við kaup með auglýsingum sínum um vörur á tilboði. Verkfæraskápar eru auglýstir með miklum afslætti en athygli vekur að afslátturinn er af verði sem er mun hærra en skáparnir kostuðu nýlega í versluninni. Neytendur og verslanir bíða mörg hver í ofvæni eftir komandi föstudegi, hinum svonefnda Svarta föstudegi þar sem neytendur eiga að geta gert kjarakaup í anda „Black Friday“ í Bandaríkjunum, dagsins eftir Þakkagjörðahátíðina. Arnar Einarsson, viðskipafræðingur á Akureyri, vekur athygli á því á Facebook-síðunni „Vertu á verði - eftirlit með verðlagi“ að AB varahlutir auglýsi verkfæraskáp til sölu með 50% afslætti. Hann kostar nú 244.940 krónur á vefsíðu verslunarinnar sem er 50% af uppsettu verði, 489.879 krónum. „Black Friday forpöntun aðeins!“ stendur með auglýsingunni á vef AB varahluta. „Til ykkar allra sem ætla að reyna að gera góð kaup á „Black Friday“ eða álíka útsölu, ekki trúa „fullu verði“ í hálfa sekúndu,“ segir Arnar. Hins vegar var uppsett verð á þessum skáp 387.832 krónur fyrir helgi en var þá til sölu með um 20% afslætti. „Elska, elska, elska hvað íslenskar verslanir eru heiðarlegar,“ segir Arnar með færslu sinni.Skápur auglýstur til sölu á 244.940 krónur í morgun.Hann bendir á annað svipað dæmi þar sem önnur tegund af verkfæraskáp er auglýstur til sölu með rúmlega 30% afslætti. Kostar nú með afslætti 289.990 krónur en uppsett verð sé 455.073 krónur. Hins vegar var uppsett verð á sama verkfæraskáp nýlega 289.990 krónur. Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu segir um útsölur og tilboð að óheimilt sé að auglýsa eða tilkynna útsölu þar sem selt er á lækkuðu verði nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og að þeir geti áttað sig á verðmuninum. Arnar segist í samtali við Vísi hafa fengið þau svör hjá þjónustufulltrúa AB varahluta á Facebook að í öðru tilfellinu hefði innkaupsverð á skápnum skyndilega hækkað en í hinu hefði fyrra verð verið tilboðsverð. Segir enga tilraun til blekkingar Loftur Guðni Matthíasson, framkvæmdastjóri AB varahluta, segir enga tilraun gerða til að blekkja neytendur. Fyrirtækið sé með 29 þúsund vörur á skrá og ætli að bjóða upp á frábær verð í kringum svartan föstudag. Hann segir Audi limited verkfæraskápinn hafa verið á tilboði á síðunni á 289.990 krónur. Upphaflega verðið hafi hreinlega ekki verið sýnilegt á heimasíðunni. Við uppfærslu á vefnum í tengslum við útsöluna hafi upphaflega verðinu verið bætt inn svo þetta líti illa út. Eftir ábendingar í morgun hafi svo verðið verið lækkað enn meira og skápurinn kosti í kringum 250 þúsund krónur. „Ef þetta væri lagervara myndi ég skilja áhyggjurnar. En það eru tveir skápar eftir og bara verið að reyna að losa þá,“ segir Loftur. Hvað hinn skápinn varði þá sé um sérpöntun að ræða. Varan hafi komið til AB varahluta á sínum tíma á tilboðsverði að utan. Nú hafi komið ný sending þar sem varan kostaði mun meira við innkaup. Engu að síður sé hún á miklum afslætti eins og fjöldi annarra hluta í þessari viku.Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Árvökull Akureyringur segir AB varahluti svipta neytendur rétti sínum til að taka upplýsta ákvörðun við kaup með auglýsingum sínum um vörur á tilboði. Verkfæraskápar eru auglýstir með miklum afslætti en athygli vekur að afslátturinn er af verði sem er mun hærra en skáparnir kostuðu nýlega í versluninni. Neytendur og verslanir bíða mörg hver í ofvæni eftir komandi föstudegi, hinum svonefnda Svarta föstudegi þar sem neytendur eiga að geta gert kjarakaup í anda „Black Friday“ í Bandaríkjunum, dagsins eftir Þakkagjörðahátíðina. Arnar Einarsson, viðskipafræðingur á Akureyri, vekur athygli á því á Facebook-síðunni „Vertu á verði - eftirlit með verðlagi“ að AB varahlutir auglýsi verkfæraskáp til sölu með 50% afslætti. Hann kostar nú 244.940 krónur á vefsíðu verslunarinnar sem er 50% af uppsettu verði, 489.879 krónum. „Black Friday forpöntun aðeins!“ stendur með auglýsingunni á vef AB varahluta. „Til ykkar allra sem ætla að reyna að gera góð kaup á „Black Friday“ eða álíka útsölu, ekki trúa „fullu verði“ í hálfa sekúndu,“ segir Arnar. Hins vegar var uppsett verð á þessum skáp 387.832 krónur fyrir helgi en var þá til sölu með um 20% afslætti. „Elska, elska, elska hvað íslenskar verslanir eru heiðarlegar,“ segir Arnar með færslu sinni.Skápur auglýstur til sölu á 244.940 krónur í morgun.Hann bendir á annað svipað dæmi þar sem önnur tegund af verkfæraskáp er auglýstur til sölu með rúmlega 30% afslætti. Kostar nú með afslætti 289.990 krónur en uppsett verð sé 455.073 krónur. Hins vegar var uppsett verð á sama verkfæraskáp nýlega 289.990 krónur. Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu segir um útsölur og tilboð að óheimilt sé að auglýsa eða tilkynna útsölu þar sem selt er á lækkuðu verði nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og að þeir geti áttað sig á verðmuninum. Arnar segist í samtali við Vísi hafa fengið þau svör hjá þjónustufulltrúa AB varahluta á Facebook að í öðru tilfellinu hefði innkaupsverð á skápnum skyndilega hækkað en í hinu hefði fyrra verð verið tilboðsverð. Segir enga tilraun til blekkingar Loftur Guðni Matthíasson, framkvæmdastjóri AB varahluta, segir enga tilraun gerða til að blekkja neytendur. Fyrirtækið sé með 29 þúsund vörur á skrá og ætli að bjóða upp á frábær verð í kringum svartan föstudag. Hann segir Audi limited verkfæraskápinn hafa verið á tilboði á síðunni á 289.990 krónur. Upphaflega verðið hafi hreinlega ekki verið sýnilegt á heimasíðunni. Við uppfærslu á vefnum í tengslum við útsöluna hafi upphaflega verðinu verið bætt inn svo þetta líti illa út. Eftir ábendingar í morgun hafi svo verðið verið lækkað enn meira og skápurinn kosti í kringum 250 þúsund krónur. „Ef þetta væri lagervara myndi ég skilja áhyggjurnar. En það eru tveir skápar eftir og bara verið að reyna að losa þá,“ segir Loftur. Hvað hinn skápinn varði þá sé um sérpöntun að ræða. Varan hafi komið til AB varahluta á sínum tíma á tilboðsverði að utan. Nú hafi komið ný sending þar sem varan kostaði mun meira við innkaup. Engu að síður sé hún á miklum afslætti eins og fjöldi annarra hluta í þessari viku.Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira