Lögregla í Þýskalandi segja að brotist hafi verið inn Grænu hvelfinguna í Dresden (Grünes Gewölbe), eitt stærsta dýrgripasafn álfunnar, snemma í morgun. Þýska blaðið Bild segja þjófana hafa haft á brott með sér demanta og fleiri gimsteina að verðmæti fleiri milljónum evra.
Tugir lögreglumanna eru á vettvangi á safninu sem hefur nú verið lokað almenningi. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins.
Safnið gengur undir nafninu Græna hvelfingin þar sem sum herbergjanna eru skreytt malakít-grænni málningu. Er það til húsa í Residenzschloss sem var gegndi hlutverki konungshallar á sínum tíma. Ágúst hinn sterki, sem réð yfir Saxlandi á átjándu öld, kom á fót safninu á sínum tíma.
BBC greinir frá því að slökkviliðsmenn hafi verið kallaðir á staðinn um klukkan fimm að staðartíma til að slökkva eld á nálægri rafstöð. Hefur því verið velt upp hvort að eldurinn hafi aftengt þjófavarnarkerfi safnsins.
Þjófarnir eiga að hafa beygt járnstangir við glugga á jarðhæð til að komast inn á safnið, en verðmætustu gripi safnsins er að finna á jarðhæðinni. Segir lögregla þjófana hafa verið „mjög smágerða“. Eiga þeir svo að hafa flúið að vettvangi um borð í glæsikerru.
Alls eru gripir safnsins um fjögur þúsund talsins.
Erlent