Mourinho náði því besta fram í Alli Hjörvar Ólafsson skrifar 25. nóvember 2019 15:45 Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur. fréttablaðið José Mourinho stýrði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur þegar liðið lagði West Ham United að velli í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn. Mourinho tók við starfinu af Mauricio Pochettino en eitt af því sem Pochettino átti í vandræðum með undir lok stjórnartíðar sinnar var að ná ekki að fá sóknartengilið sinn, Dele Alli, til þess að sýna sitt rétta andlit. Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin um að Christian Eriksen yfirgefi herbúðir Tottenham Hotspur annaðhvort þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar eða næsta sumar. Af þeim sökum hafi Mourinho ávkeðið að veðja á Alli og tekið mikinn hluta af fyrstu æfingaviku sinni í að búa til taktík sem henti honum vel. Þá hafi hann nálgast Alli á þann hátt að hann hefði tröllatrú á honum og gert honum grein fyrir mikilvægi hans í framþróun liðsins. Mourinho ræddi það í samtali við fjölmiðla eftir sigurinn gegn West Ham að hann hefði ákveðið að búa til jafnvægi inni á miðsvæðinu sem stuðlaði að því að Alli væri oftar í stöðu til þess að fá boltann á hættulegum svæðum á vellinum. Alli var miðpunkturinn í sóknarleik liðsins og sá sem sá um að búa til færi fyrir sóknarþríeykið Son Heung-min, Harry Kane og Lucas Moura. Eric Dier var settur í það hlutverk að vera sitjandi miðvallarleikmaður sem verndar vörnina. Harry Winks fékk svo þau fyrirmæli að það væri í hans verkahring að koma boltanum hratt og örugglega á Alli sem ætti svo að skapa usla í varnarlínu West Ham með hlaupum sínum og stungusendingum.Mourinho lagði áherslu á að skerpa á hlutverki Alli Mourinho sagði að taktíski hluti æfingavikunnar hefði snúist að töluverðu leyti um að sýna Alli til hvers væri ætlast af honum. Alli hefði svo tekist að framkvæma það vel inni á vellinum þegar á hólminn var komið. Alli og Son Heung-min náðu vel saman, bæði í markinu sem suður-kóreski framherjinn skoraði og í aðdraganda marksins sem Son lagði upp fyrir Moura. Mourinho hefur verið legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu nærgætinn í samskiptum við leikmenn sína þegar á móti blæs. Á meðan allt leikur í lyndi er hins vegar gott og gaman að leika undir stjórn portúgalska framherjans. Hann tekur ástfóstri við ákveðna leikmenn svo það lítur út fyrir að Alli sé í náðinni hjá Mourinho. Alli skaust hratt fram á sjónarsviðið eftir að hann gekk til liðs við Tottenham Hotspur frá MK Dons árið 2015. Meiðsli og andleg og líkamleg þreyta hefur hins vegar orðið til þess að hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu ári. Það varð til þess að hlutverk hans hjá Tottenham Hotspur breyttist og hann var kominn aftar í goggunarröðina hjá Gareth Southgate hjá enska landsliðinu. Nú virðist öldin vera önnur, alla vega hjá Tottenham Hotspur, sé tekið mið af frumraun Mourinho við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu. Stoðsending Alli á Son um helgina var fyrsta stoðsending enska sóknartengiliðsins á yfirstandandi leiktíð en hann jafnaði með því tölfræði Eriksen í þeim efnum. Ef lesið er í leik helgarinnar hjá Tottenham Hotspur mun Alli taka hressilega fram úr Eriksen í fjölda stoðsendinga það sem eftir lifir leiktíðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Sjá meira
José Mourinho stýrði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur þegar liðið lagði West Ham United að velli í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn. Mourinho tók við starfinu af Mauricio Pochettino en eitt af því sem Pochettino átti í vandræðum með undir lok stjórnartíðar sinnar var að ná ekki að fá sóknartengilið sinn, Dele Alli, til þess að sýna sitt rétta andlit. Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin um að Christian Eriksen yfirgefi herbúðir Tottenham Hotspur annaðhvort þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar eða næsta sumar. Af þeim sökum hafi Mourinho ávkeðið að veðja á Alli og tekið mikinn hluta af fyrstu æfingaviku sinni í að búa til taktík sem henti honum vel. Þá hafi hann nálgast Alli á þann hátt að hann hefði tröllatrú á honum og gert honum grein fyrir mikilvægi hans í framþróun liðsins. Mourinho ræddi það í samtali við fjölmiðla eftir sigurinn gegn West Ham að hann hefði ákveðið að búa til jafnvægi inni á miðsvæðinu sem stuðlaði að því að Alli væri oftar í stöðu til þess að fá boltann á hættulegum svæðum á vellinum. Alli var miðpunkturinn í sóknarleik liðsins og sá sem sá um að búa til færi fyrir sóknarþríeykið Son Heung-min, Harry Kane og Lucas Moura. Eric Dier var settur í það hlutverk að vera sitjandi miðvallarleikmaður sem verndar vörnina. Harry Winks fékk svo þau fyrirmæli að það væri í hans verkahring að koma boltanum hratt og örugglega á Alli sem ætti svo að skapa usla í varnarlínu West Ham með hlaupum sínum og stungusendingum.Mourinho lagði áherslu á að skerpa á hlutverki Alli Mourinho sagði að taktíski hluti æfingavikunnar hefði snúist að töluverðu leyti um að sýna Alli til hvers væri ætlast af honum. Alli hefði svo tekist að framkvæma það vel inni á vellinum þegar á hólminn var komið. Alli og Son Heung-min náðu vel saman, bæði í markinu sem suður-kóreski framherjinn skoraði og í aðdraganda marksins sem Son lagði upp fyrir Moura. Mourinho hefur verið legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu nærgætinn í samskiptum við leikmenn sína þegar á móti blæs. Á meðan allt leikur í lyndi er hins vegar gott og gaman að leika undir stjórn portúgalska framherjans. Hann tekur ástfóstri við ákveðna leikmenn svo það lítur út fyrir að Alli sé í náðinni hjá Mourinho. Alli skaust hratt fram á sjónarsviðið eftir að hann gekk til liðs við Tottenham Hotspur frá MK Dons árið 2015. Meiðsli og andleg og líkamleg þreyta hefur hins vegar orðið til þess að hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu ári. Það varð til þess að hlutverk hans hjá Tottenham Hotspur breyttist og hann var kominn aftar í goggunarröðina hjá Gareth Southgate hjá enska landsliðinu. Nú virðist öldin vera önnur, alla vega hjá Tottenham Hotspur, sé tekið mið af frumraun Mourinho við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu. Stoðsending Alli á Son um helgina var fyrsta stoðsending enska sóknartengiliðsins á yfirstandandi leiktíð en hann jafnaði með því tölfræði Eriksen í þeim efnum. Ef lesið er í leik helgarinnar hjá Tottenham Hotspur mun Alli taka hressilega fram úr Eriksen í fjölda stoðsendinga það sem eftir lifir leiktíðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Sjá meira