Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir Navalny Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2019 23:34 Alexei Navalny var handtekinn á miðvikudag og fékk sitt fyrsta ofnæmiskast í fangelsi á sunnudag. Hann liggur nú á sjúkrahúsi. getty/Sefa Karacan Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. Einn læknanna sem hlynnti honum segir kastið geta hafa verið vegna eitrunar af völdum óþekkts efnis. Navalny var flýtt á sjúkrahús úr fangelsi en hann var að afplána 30 daga fangelsisvist fyrir að hafa hvatt til mótmæla sem fóru fram í gær. Á mótmælunum voru 1.400 manns handteknir. Talskona hans, Kira Yarmysh, sagði að Navalny beri merki þess að hafa fengið bráðaofnæmiskast sem einkenndist af „alvarlegum bólgum í andliti og roða í húð.“ Læknir á spítalanum þar sem hann hlaut meðferð sagði í samtali við fréttastofu Interfax að Navalny hafi verið greindur með ofsakláða en liði nú betur. Læknir sem hann hefur áður leitað til náði að skoða hann og tala við hann stuttlega í gegn um rifu á hurð að herbergi hans á sunnudag og sagði að hún gæti ekki útilokað að fyrir honum hafi verið eitrað. „Við getum ekki útilokað að skemmdir á húð og slímhúðhafi hafi orðið af völdum eitrunar vegna óþekkts efnis sem gefið var með hjálp „þriðja aðila,““ skrifaði Anastasia Vasilyeva, læknirinn sem þekkti til hans, á Facebook. Vasilyeva sagði að Navalny hafi haft útbrot á efri líkama, sár á húð og seyti úr auga og bað hún um að sýni af rúmfötum Navalny, úr húð og hári yrðu send til rannsóknar til að gá hvort óeðlileg efni fyndust. Hún sagði að sér þætti það óeðlilegt og grunsamlegt að hún hafi ekki fengið að skoða hann almennilega. Lögmaður Navalny, Olga Mikhailova, skrifaði á Facebook á sunnudagskvöld að læknar vissu ekki hvað amaði að skjólstæðingi hennar en henni þættu sjúkdómseinkenni hans furðuleg í ljósi þess að hann hafi aldrei fengið ofnæmisviðbrögð áður. Navalny varð fyrir alvarlegum efnabruna á hægra auga árið 2017 þegar ráðist var á hann. Læknar náðu að bjarga sjón hans og auganu. Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. Einn læknanna sem hlynnti honum segir kastið geta hafa verið vegna eitrunar af völdum óþekkts efnis. Navalny var flýtt á sjúkrahús úr fangelsi en hann var að afplána 30 daga fangelsisvist fyrir að hafa hvatt til mótmæla sem fóru fram í gær. Á mótmælunum voru 1.400 manns handteknir. Talskona hans, Kira Yarmysh, sagði að Navalny beri merki þess að hafa fengið bráðaofnæmiskast sem einkenndist af „alvarlegum bólgum í andliti og roða í húð.“ Læknir á spítalanum þar sem hann hlaut meðferð sagði í samtali við fréttastofu Interfax að Navalny hafi verið greindur með ofsakláða en liði nú betur. Læknir sem hann hefur áður leitað til náði að skoða hann og tala við hann stuttlega í gegn um rifu á hurð að herbergi hans á sunnudag og sagði að hún gæti ekki útilokað að fyrir honum hafi verið eitrað. „Við getum ekki útilokað að skemmdir á húð og slímhúðhafi hafi orðið af völdum eitrunar vegna óþekkts efnis sem gefið var með hjálp „þriðja aðila,““ skrifaði Anastasia Vasilyeva, læknirinn sem þekkti til hans, á Facebook. Vasilyeva sagði að Navalny hafi haft útbrot á efri líkama, sár á húð og seyti úr auga og bað hún um að sýni af rúmfötum Navalny, úr húð og hári yrðu send til rannsóknar til að gá hvort óeðlileg efni fyndust. Hún sagði að sér þætti það óeðlilegt og grunsamlegt að hún hafi ekki fengið að skoða hann almennilega. Lögmaður Navalny, Olga Mikhailova, skrifaði á Facebook á sunnudagskvöld að læknar vissu ekki hvað amaði að skjólstæðingi hennar en henni þættu sjúkdómseinkenni hans furðuleg í ljósi þess að hann hafi aldrei fengið ofnæmisviðbrögð áður. Navalny varð fyrir alvarlegum efnabruna á hægra auga árið 2017 þegar ráðist var á hann. Læknar náðu að bjarga sjón hans og auganu.
Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23
Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21
Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51