Enski boltinn

Matic: Erum með hæfileika en enga reynslu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matic kom til Manchester United frá Chelsea fyrir tveimur árum.
Matic kom til Manchester United frá Chelsea fyrir tveimur árum. vísir/getty
Nemanja Matic segir að reynsluleysi komi í veg fyrir að Manchester United geti barist um Englandsmeistaratitilinn.

Serbinn segir að hæfileikarnir séu til staðar hjá United en stuðningsmennirnir þurfi að sýna ungu leikmönnum liðsins þolinmæði.

„Hæfileikar og reynsla skila titlum. Við erum með hæfileika en enga reynslu í okkar leikmannahópi,“ sagði Matic.

„Við erum með 5-6 toppleikmenn en þeir eru enn ungir, eins og Anthony Martial og Marcus Rashford. Þeir hafa sýnt hversu hæfileikaríkir þeir eru en vantar reynslu til að leiða liðið áfram.“

Matic er að hefja sitt þriðja tímabil hjá United. Hann kom til félagsins frá Chelsea þar sem hann varð tvisvar sinnum Englandsmeistari.

United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu og unnið alla fjóra leiki sína.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×