Níu leikir fara fram í enska boltanum á morgun og umferðin klárast svo með leik Wolves og Manchester City á föstudagskvöldið.
Fyrir hverja umferð keppir Mark Lawrenson, knattspyrnuspekingur BBC, við frægan einstakling. Þeir spá í leikina sem framundan eru í umferðinni og nú bíður sjálf jólaumferðin.
Richard Hawley er mótherji Mark þessa vikuna en Richard er frægur enskur söngvari og lagahöfundur sem er stuðningsmaður Sheffield Wednesday.
Leicester to beat Liverpool on Boxing Day?
— BBC Sport (@BBCSport) December 24, 2019
The festive predictions are in
https://t.co/efXC80Bxdwpic.twitter.com/XD0f6XkPdI
Hawley hefur trú á því að Leicester vinni topplið Liverpool á heimavelli, 2-1, á meðan Mark trúir því að sigurganga Liverpool haldi áfram með 2-0 sigri.
Hawley hefur ekki mikla trú á Bítlaborgarliðunum því hann spáir einnig að Gylfi Sigurðsson og félagar í Everton tapi 2-0 á heimavelli gegn Burnley. Mark hefur meiri trú á Everton og spáir þeim 2-0 sigri.
Alla spá þeirra má sjá hér ásamt lýsingum frá hverjum leik fyrir sig.