Þau kvöddu á árinu 2019 Atli Ísleifsson skrifar 25. desember 2019 10:00 Karl Lagerfeld, Marie Fredriksson, Keith Flint, Toni Morrison og Jacques Chirac eru meðal þeirra sem létust á árinu. Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. Í hópi þeirra sem önduðust á árinu fyrrverandi Frakklandsforseti, ein fremsta söngkona Svíþjóðar, nafntogaðir bandarískir rapparar og fyrrverandi einræðisráðherra Simbabve. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Pawels Adamowicz , borgarstjóri Gdansk-borgar í Póllandi, var myrtur í janúar. Hann var þá 53 ára gamall. Hann var stunginn á góðgerðarsamkomu í borginni og lést síðar af sárum sínum. Adamovicz hafði verið borgarstjóri Gdansk í tuttugu ár.Ari Behn, rithöfundur og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, lést um jólin, 47 ára að aldri. Ari Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002, en þau skildu árið 2016. Behn naut mikilla vinsælda sem rithöfundur en hann sló í gegn með smásagnasafninu Trist som faen árið 1999.Zine al Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseti Túnis lést í september, 83 ára að aldri. Ben Ali var hrakinn frá völdum og neyddist til að flýja land árið 2011 í kjölfar byltingarinnar í landinu sem markaði upphaf Arabíska vorsins svokallaða. Hann hafði þá stýrt landinu í 23 ár.Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, lést í september, 86 ára að aldri. Chirac gegndi embætti forseta á árunum 1995 til 2007.John Dingell, lengst starfandi þingmaður í sögu Bandaríkjanna, lést í febrúar. Hann var þá 92 ára gamall og hafði setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn frá 1955 til 2014 eða í 59 ár.Alan García, fyrrverandi forseti Perú, lést í apríl eftor að hann skaut sjálfan sig í hálsinn þegar lögregla gerði tilraun til að handtaka hann. García var sakaður um að taka við mútum frá brasilíska verktakafyrirtækinu Odebrecht og stóð til að handtaka hann í tengslum við þær ásakanir. Hann var forseti Perú frá 1985 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2011.Bob Hawke, einn af risunum í ástralskri stjórnmálasögu, lést ár árinu, 89 ára að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra landsins í níu ár, frá 1983 til 1991. Jean, stórhertogi og fyrrverandi þjóðhöfðingi Lúxemborgar, lést í apríl, 98 ára að aldri. Stórhertoginn var þjóðhöfðingi Lúxemborgar í um 36 ár. Hann sat á valdastóli frá árinu 1964 og þar til að hann lét af völdum árið 2000.Mohammed Morsi, fyrrverandi forseti Egyptalands, lést í réttarsal í júní síðastliðinn. Honum var steypt af stóli af hernum árið 2013 eftir rúmt ár í embætti forseta. Hann varð 67 ára. Robert Mugabe.Getty Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lést í september, 95 ára að aldri. Valdatíð Mugabe hófst árið 1980 en honum var komið frá völdum árið 2017. Með árunum varð Mugabe eins konar táknmynd fyrir hinn dæmigerða spillta einræðisherra í Afríku.Li Peng, fyrrverandi forsætisráðherra Kína, lést í júlí, níræður að aldri. Hans er helst minnst fyrir að hafa lýst yfir herlögum og látið hermenn stráfella mótmælendur á Torgi hins himneska friðar fyrir þrjátíu árum.Ross Perot, bandaríkur milljarðamæringur og forsetaframbjóðandi, lést í júlí, 89 ára að aldri. Hann bauð sig tvisvar fram til forseta Bandaríkjanna, árið 1992 og 1996. Í kosningunum 1992 hlaut hann um nítján prósent atkvæða. Menning og listir Danny Aiello , bandarískur leikari, lést í desember, 86 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Sal í kvikmyndinni Do the Right Thing. Þá fór hann einnig með hlutverk meðal annars í myndunum Moonstruck og Guðföðurnum 2.René Auberjonois, bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Boston Legal og Star Trek: Deep Space Nine, lést í desember, 79 ára að aldri. Hann fór með hlutverk Odo í Star Trek-þáttunum.Ginger Baker, enskur trommari, lést í október, áttræður að aldri. Baker var einn stofnenda hljómsveitarinnar Cream ásamt bassaleikaranum Jack Bruce og gítarleikaranum Eric Clapton.Cameron Boyce, bandarískur leikari, lést í júlí, tvítugur að aldri. Hann lék til að mynda í Disney Channel myndunum Descendants og í þáttunum Jessie ásamt því að leika eitt barna Adam Sandler í Grown Ups myndunum. Annalise Braakensiek, áströlsk fyrirsæta, lést í janúar. Hún varð 46 ára gömul. Braakensiek var afkastamikil fyrirsæta og sat m.a. fyrir á forsíðum tímarita í Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá reyndi hún einnig fyrir sér sem leikkona og fór með hlutverk í gamanþáttum og sápuóperum í áströlsku sjónvarpi. Mama Cax, bandarísk-haítísk fyrirsæta, lést í desember, þrítug að aldri. Hún hét fullu nafni Cacsmy Brutus og var frumkvöðull í heimi fyrirsæta þar sem hún barðist fyrir aukinni fjölbreytni í tískuiðnaðinum.Dick Dale, bandarískur gítarleikari, lést í mars, 81 árs að aldri. Dale var frumkvöðull í gítarleik en hann á að baki einn þekktasta smell brimbrettarokksins svokallaða, lagið Misirlou.Sara Danius, fyrrverandi aðalritari sænsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar, lést í október, 57 ára að aldri eftir langvinn veikindi. Doris Day árið 1960.Getty Doris Day , bandarísk leik- og söngkona, lést í maí, 97 ára að aldri. Day var þekktust fyrir fjölda söngleikja og rómantískra gamanmynda auk söngferilsins. Hún var einnig þekkt baráttukona fyrir velferð dýra.Bob Einstein, bandarískur leikari og grínisti, lést í janúar, 76 ára að aldri. Einstein er þekktastur fyrir að hafa skapað persónuna Super Dave Osborne, áhættuleikarann bjartsýna sem birtist reglulega í eigin þáttum og helstu spjallþáttunum í bandarísku sjónvarpi. Hann var einnig reglulegur gestur í þáttum Larry David, Curb Your Enthusiasm.Albert Finney, breskur leikari sem var fimm sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna, lést í febrúar, 82 ára gamall. Finney fór með titilhlutverkið í myndinni Tom Jones frá 1963 og lék belgíska spæjarann Hercule Poirot í Murder on the Orient Express 1974. Þá lék hann einnig í Erin Brockovich, James Bond-myndinni Skyfall auk þess að fara með hlutverk læknisins Dr. Albert Hirsch í The Bourne Ultimatum og The Bourne Legacy.Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy, lést í mars, 49 ára að aldri. Sveitin naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum meðal annars með lögunum Firestarter og Breathe. Keith Flint kom margsinnis til Íslands til að halda tónleika. Frægir eru tónleikar Prodigy á tónlistarhátíðinni Uxa 1995 en hún hélt einnig tónleika hér á landi 1994, 1998, 2004 og loks á Secret Solstice 2017.Peter Fonda, bandarískur leikari, lést í ágúst, 79 ára að aldri. Fonda er þekktastur fyrir kvikmyndina Easy Rider sem frumsýnd var árið 1969. Fonda skrifaði handrit myndarinnar, framleiddi hana og lék eitt aðahlutverka, ásamt Dennis Hopper og Jack Nicholson. Fonda var tvisvar tilnefndur til Óskarsverðlauna, fyrst fyrir handritið að Easy Rider og síðar fyrir bestan leik í aðalhlutverki árið 1997 fyrir myndina Ulee's Gold.Robert Forster, bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Max Cherry í mynd Quentin Tarantino, Jackie Brown, lést í október, 78 ára að aldri. Þá lék Forster einnig smærri hlutverk í þekktum sjónvarpsþáttaröðum á borð við Twin Peaks, Heroes og Breaking Bad. Marie Fredriksson.Getty Marie Fredriksson , söngkona Roxette, lést í desember, 61 árs að aldri. Sænska sveitin átti hvern smellinn á fætur öðrum á níunda og tíunda áratugnum. Meðal þekktustu laga Roxette eru The Look, It Must Have Been Love, Joyride, How Do You Do? og Listen to Your Heart.Bruno Ganz, svissneskur leikari sem fór með hlutverk Adolf Hitler í myndinni Der Untergang (e. Downfall) lést í febrúar, 77 ára gamall.Laurel Griggs, bandarísk barnastjarna, lést í nóvember, þrettán ára að aldri. Hún kom fram í nokkrum þáttum af Saturday Night Live og í sýningum á Broadway.Rutger Hauer, hollenskur leikari, lést í júlí, 75 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í Blade Runner, Sin City, Batman Begins og True Blood.Katherine Helmond, bandarísk leikkona, lést í febúar, 89 ára að aldri. Helmond vann á ferli sínum tvisvar til Emmy-verðlauna, annars vegar fyrir leik sinn í grínþáttunum Who‘s the Boss?, og hins vegar hlutverk sitt í skopþáttunum Soap. Hún átti samtals sjö tilnefningar til verðlaunanna. Meðal annarra þekktra verka hennar voru þættirnir Everybody Loves Raymond og hin geysivinsæla Pixar-teiknimynd Cars.Mark Hollis, söngvari bresku sveitarinnar Talk Talk, lést í febrúar, 64 ára að aldri. Talk Talk hófu ferilinn sem „new romantics“-sveit árið 1981 og átti smelli á borð við Talk Talk, Today, It‘s My Life, It‘s So Serious, Life‘s What You Make It, Living in Another World og Such a Shame.Nipsey Hussle, bandarískur rappari, var skotinn til bana í Los Angeles í apríl. Hann var 33 ára og hafði þá nýverið verið tilnefndur til Grammy-verðlauna.Juice Wrld, bandarískur rappari, lést í desember, 21 árs að aldri. Þekktasta lag rapparans, sem bar titilinn Lucid Dreams, náði miklum vinsældum víða um heim á síðasta ári, þar á meðal hér á landi. Peter Mayhew fór með hlutverk Chewbacca í Star Wars myndunum.Getty Ken Kercheval , bandarískur leikari sem varð hvað frægastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Dallas, lést í apríl, 83 ára gamall. Hann fór með hlutverk olíujöfursins Cliff Barnes í þáttunum.Karl Lagerfeld, tískuhönnuðurinn heimsfrægi, lést í febrúar, 85 ára gamall. Hann tók við sem listrænn stjórnandi hjá franska tískumerkinu Chanel árið 1983 og gegndi því starfi til dauðadags en hann hafði einnig hannað undir eigin merki sem og fyrir tískuhúsið Fendi. Ron Leibman, bandarískur leikari, lést í desember, 82 ára að aldri. Hann er þekktastur var fyrir hlutverk sitt sem Dr. Leonard Green, föður Rachel Green í Friends-þáttunum.Peggy Lipton, bandarísk leikkona sem einna þekktust er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Twin Peaks, lést í maí, 72 ára að aldri. Lipton túlkaði Normu Jennings í þáttunum Twin Peaks, eiganda veitingastaðarins Double R Diner. Sue Lyon, bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa farið með titilhlutverkið í myndinni Lolita frá árinu 1962, lést í desember, 73 ára að aldri. Lyon var fjórtán ára þegar hún fór með hlutverk Lolita í samnefndri kvikmynd Stanley Kubrick. Tania Mallet, bresk leikkona og fyrirsæta sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk Tilly Masterson í Bond-myndinni Goldfinger, lést í apríl, 77 ára gömul. Chris March, búningahönnuður sem kom fram í þáttunum Project Runway, lést í september, 56 ára gamall. Hann hannaði meðal annars fyrir Madonnu, Lady Gaga, Jennifer Coolidge, Beyoncé og Meryl Streep.Ashley Massaro, bandarískur fjölbragðaglímukappi og Survivor-þátttakandi, lést í maí, 39 ár að aldri. Á ferli sínum starfaði Massaro meðal annars sem fyrirsæta og keppti í fjölbragðaglímu (WWE) á árunum 2005 til 2008. Þá tók hún einnig þátt í fimmtándu þáttaröð raunveruleikaþáttarins Survivor, Survivor: China, þar sem hún var rekin út í öðrum þætti þáttaraðarinnar.Peter Mayhew, ensk-bandarískur leikari, lést í apríl. Hann erþekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Chewbacca í Star Wars myndunum.Toni Morrison, bandarískur rithöfundur, lést í ágúst, 88 ára að aldri. Morrison skrifaði alls ellefu skáldsögur á löngum ferli og hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1993 en fyrsta skáldhennar, The Bluest Eye, kom út árið 1993.Mya-Lecia Naylor, bresk barnastjarna sem fór með hlutverk í fjölda þátta á barnastöð BBC, lést í apríl. Hún varð sextán ára. Mya-Lecia, lék meðal annars í þáttunum Millie Inbetween og Almost Never.Jessye Norman, bandarísk óperusöngkona, lést í október, 74 ára að aldri. Norman ein nafntogaðasta sópransöngkona tuttugasta aldarinnari og ein af fáum svörtum söngkonum sem hafa komist til æðstu metorða í heimi óperutónlistar. Ric Ocasek, aðalsöngvari bandarísku sveitarinnar The Cars, lést í september, 75 ára að aldri. The Cars átti sinn þátt að hrinda af stað nýbylgjunni í tónlist undir lok áttunda áratugarins og þeim níunda. Frægasta lag The Cars er tvímælalaust lagið Drive sem kom út 1984.I.M. Pei, kínversk-bandarískur arkitekt, lést í maí, 102 ára að aldri. Pei var nýtískulegur arkitekt og hannaði fjölmargar vel þekktar byggingar í Bandaríkjunum og víðar. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa hannað glerpíramídann sem stendur við Louvre-safnið í París. Luke Perry.Getty Luke Perry , bandarískur leikari, lést í mars, 52 ára gamall. Hann var þekktastur fyrir að leika Dylan McKay í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills en hann á einnig að baki hlutverk í myndunum The Fifth Element, Buffy the Vampire Slayer og sjónvarpsþáttunum Riverdale. Elís Poulsen, færeyskur fjölmiðlamaður, lést í júlí, 67 ára gamall. Poulsen var Íslendingum að góðu kunnur en hann var fréttaritari Stöðvar 2 og RÚV í Færeyjum um tíma og flutti fréttapistla þaðan á íslensku. Nadja Regin, serbnesk leikkona sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk í tveimur James Bond-myndum, lést í byrjun árs, 87 ára að aldri. Regin fór með hlutverk í annarri og þriðju myndinni um breska njósnarann, það er From Russia, With Love og Goldfinger.John Singleton, bandarískur kvikmyndaleikstjóri, lést í apríl, 51 árs gamall. Singleton var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn og handrit myndarinnar Boyz N The Hood sem kom út árið 1991.Jon Skolmen, norskur leikari og grínisti, lést í mars, 78 ára að aldri. Skolmen kom fram í fjölda sýninga, kvikmynda og sjónvarpsþátta, en er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk hins glaðværa Ole Bramserud í sænsku kvikmyndinni Sällskapsresan og framhaldsmyndunum fimm. Sulli, suður-kóresk K-poppstjarna, lést í október, 25 ára að aldri. Sulli var með rúmlega fimm milljónir fylgjenda á Instagram og var liðsmaður K-poppsveitarinnar F(x) til ársins 2015, þegar hún sagði skilið við sveitina til að einbeita sér að leiklistarferli sínum.Clive Swift, breskur leikari, lést í febrúar, 82 ára að aldri. Swift var tíður gestur á sjónvapsskjám Breta á árum áður en hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Richard, eiginmaður hinnar sérvitru og oft á tíðum snobbuðu Hyacinthu Bucket, í þáttunum Keeping Up Appearances. Russi Taylor, bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa ljáð teiknimyndapersónunni Mínu Mús rödd sína, er látin 75 ára að aldri.Rip Taylor, bandarískur skemmtikraftur, lést í október, 84 ára að aldri. Taylor var þekktur sem Kóngur glitpappírsins (e. King of Confetti) og Grátandi grínistinn, og þótti framkoma hans mjög litrík. Hann fór með hlutverk meðal annars í Wayne‘s World 2 og Jackass-myndunum.Gloria Vanderbilt, bandarískur tískuhönnuður, listakona og rithöfundur, lést í júní, 95 ára að aldri.Agnès Varda, belgísk-franskur leikstjóri, lést í mars, níræð að aldri. Varda varð árið 2017 fyrsti kvenleikstjórinn til að taka á móti heiðursverðlaunum á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hún gegndi lykilhlutverki í frönsku nýbylgjunni innan kvikmyndagerðarlistarinnar á sjöunda áratugnum með kvikmyndum á borð við Cleo frá 5 til 7, Le Bonheur og Les Créatures. Allee Willis, bandarískur lagahöfundur, lést í desember, 72 ára að aldri. Willis kom að því að semja vinsæl lög á borð við smellina Boogie Wonderland og September með Earth, Wind & Fire. Þá var hún einn höfunda lagsins I‘ll Be There for You sem var gert ódauðlegt í hin sívinsælu þáttum Friends.Max Wright, bandaríski leikarinn sem var þekktastur fyrir að túlka hlutverk heimilisföðurins í gamanþættinum Alf á 9. áratugnum, lést í júní, 75 ára að aldri. Gordon Banks.Getty Íþróttir Gordon Banks , enski fótboltamarkmaðurinn, lést í febrúar, 81 árs gamall. Hann var lengi markvörður enska landsliðsins og stóð á milli stanganna er England vann HM árið 1966. Jose Luis Brown, argentínskur fótboltamaður, sem varð heimsmeistari með Argentínu árið 1986 er liðið bar sigur úr býtum gegn Vestur-Þýskalandi, lést í ágúst, 62 ára að aldri. Hann skoraði fyrsta mark Argentínu í 3-2 sigri Argentínu í úrslitaleiknum.Jake Burton Carpenter, einnig þekktur sem guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar og stofnandi Burton Snowboards, lést í nóvember, 65 ára gamall.Kelly Catlin, þrefaldur heimsmeistari í hjólreiðum og silfurverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum fyrir hönd Bandaríkjanna, lést í mars, 23 ára að aldri. Catlin og stöllur hennar urðu heimsmeistarar í liðakeppni þrjú ár í röð frá 2016 til 2018 og hennar lið fékk svo silfur á ÓL í Ríó árið 2016. Jessi Combs, bandarísk kappaksturskona, lést í ágúst 39 ára að aldri. Hún lést þegar hún reyndi að bæta heimsmet í hraðakstri.Justin Edinburgh, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Leyton Orient, lést í júní, 49 ára að aldri. Edinburgh kom liði Orient aftur upp í D-deild ensku deildarkeppninnar þegar hann lést. Hann lék lengi sem vinstri bakvörður hjá Tottenham Hotspur.Eric Harrison, fyrrverandistjóri unglingaliðs Manchester United, lést í febrúar, 81 árs gamall. Hann starfaði hjá United í 27 ár og er þekktastur fyrir aðkomu sína að „’92-árgangnum“ svokallaða – með David Beckham, Gary Neville, Nicky Butt, Ryan Giggs og Paul Scholes innanborðs.Halvard Hanevold, norskur gönguskíðakappi, lést í september, 49 ára að aldri. Samanlagt náði hann í 22 verðlaun bæði á HM og Ólympíuleikunum en verðlaunin voru í einstaklings- og liðsflokki.John Havlicek, bandarískur körfuboltamaður sem sem vann átta NBA-meistaratitla með Boston Celtics á sínum tíma, lést í apríl, 79 ára að aldri. Hann lék allan sinn feril með Celtics (1962 til 1978).Florijana Ismaili, svissnesk knattspyrnukona, lést í júlí, 24 ára að aldri. Hún spilaði með BSC Young Boys og var fyrirliði liðsins. Hún hafði spilað tíu landsleiki fyrir Sviss.Lennart Johansson, fyrrverandi forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, lést í júní, 89 ára að aldri. Hann var formaður sænska knattspyrnusambandsins frá 1985 til 1990 og tók við sem forseti UEFA árið 1990 og stýrði sambandinu til ársins 2007.Niki Lauda, austurrískur risi í heimi Formúli 1, lést í maí, sjötugur að aldri. Lauda varð heimsmeistari í Formúlu 1 með Ferrari árin 1975 og 1977 og með McLaren árið 1984. Hann er eini ökuþórinn í sögu Formúlu 1 til að ná titlum með báðum þessum stórliðum.Matti Nykänen, einn fremsti íþróttamaður í sögu Finnlands, lést í febrúar, 55 ára að aldri. Nykänen vann til fjölda verðlauna í skíðastökki á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum en hann rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferlinum lauk, fyrst og fremst vegna glímu sína við alkóhólisma. Afplánaði hann nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir hnífstunguárásir.Blanca Fernández Ochoa, spnsk skíðakona, lést í september, 56 ára gömul. Hún vann bronsverðlaun í svigi á Ólympíuleikunum í Albertville árið 1992. Hún hafði verið í fimmta sæti á leikunum í Calgary fjórum árum fyrr. Hún fannst látin í fjallendi nærri Madríd eftir að hafa verið saknað í nokkra daga. Jose Antonio Reyes.Getty Jose Antonio Reyes , spænskur knattspyrnumaður, lést í bílslysi í júní. Hann varð 35 ára. Hann fór til Arsenal í janúar 2004 og var hluti af sögulegu liði Arsenal sem vann Englandsmeistaratitilinn vorið 2004 án þess að tapa leik. Reyes var hjá Arsenal til ársins 2007 en hann spilaði einnig fyrir Real Madrid, Atletico Madrid, Espanyol og Sevilla.Fernando Ricksen, hollenskur knattspyrnumaður sem lék lengi með skoska félaginu Rangers, lést af völdum taugasjúkdóms í september, 43 ára að aldri. Fernando Ricksen átti farsælan feril í Hollandi, Skotlandi og Rússlandi og lék tólf landsleiki með Hollendingum frá 2000 til 2003.Ian Ross, fyrrverandi þjálfari Vals, KR og Keflavíkur í knattspyrnu og fyrrum leikmaður Liverpool, lést í fabrúar, 72 ára að aldri.Emiliano Sala, argentínskur knattspyrnumaður, lést í flugslysi skammt frá Guernsey í janúar, 28 ára að aldri. Sala var í vélinni með flugmanni, en þeir voru á leið frá Frakklandi til Cardiff, en Sala hafði þá nýverið skrifað undir samning um að ganga til liðs við félagslið borgarinnar frá Nantes. Mikil leit fór fram eftir að vélin hvarf af ratsjám og áttu félögin sömuleiðis í deilum um greiðslur vegna félagsskiptanna. Tyler Skaggs, kastari hafnaboltaliðsins Los Angeles Angels, lést í Texas í júlí, 27 ára að aldri. Hann spilaði sinn fyrsta leik í MLB-deildinni árið 2012 en lék með Arizona Diamondbacks tímabilin 2012 og 2013.Jim Smith, fyrrum stjóri Derby, Portsmouth og Oxford, lést í desember, 79 ára að aldri. Á meðal hápunkta ferilsins var er hann stýrði QPR í úrslit deildabikarsins árið 1986 og er hann kom Derby upp í úrvalsdeild árið 1996.Josef Sural, tékkneskur knattspyrnumaður, lést í rútuslysi í Tyrklandi í apríl. Hann var 28 ára gamall, spilaði sem framherji með tyrkneska félaginu Aytemiz Alanyaspor og hafði leikið einhverja tuttugu landsleiki fyrir Tékklands hönd.Marieke Vervoort, belgísk íþróttakona sem vann til gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra í London 2012, lést í október, fertug að aldri. Vervoort var með ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm og fékk dánaraðstoð. Viðskipti David Koch , bandarískur auðjöfur sem þekktur er fyrir umsvif sín og styrkveitingar í bandarískum stjórnmálum, lést íágúst, 79 ára gamall. David Koch varð hlutafjáreigandi í fyrirtæki föður síns Koch Industries árið 1967. Við andlát hans átti David Koch, 42% hlut í fyrirtækinu, jafn stóran hlut og bróðir hans Charles. Árið 2018 voru þeir bræður jafnir í ellefta sæti yfir ríkustu menn heims og voru þeir metnir á 51 milljarð dala hvor.Lars Larsen, stofnandi smávöruverslanakeðjunnar Jysk, lést í ágúst, 71 árs að aldri. Larsen var einn ríkasti maður Danmerkur, en hann stofnaði Jysk, sem sérhæfir sig í sölu á hvers kyns heimilisvarningi, árið 1979. Keðjan stækkaði ört og er nú svo komið að um 2800 Jysk verslanir eru starfræktar í 52 löndum, þar á meðal á Íslandi undir nafni Rúmfatalagersins. Fyrsta verslun Rúmfatalagersins opnaði í Kópavogi árið 1987.Ferdinand Piech, fyrrverandi formaður stjórnar Volkswagen Group og einn af meðlimum Porsche-fjölskyldunnar, lést í ágúst, 82 ára gamall. Ferdinand Piech var afabarn Ferdinands Porsche, hann var menntaður verkfræðingur og vann hjá Porsche frá árinu 1963 og var aðalmaðurinn í mótorsporthluta Porsche-fyrirtækisins til langs tíma.Hans Rausing, einn ríkasti maður Svíþjóðar og höfuð Tetra-Pak veldisins, lést í ágúst, 93 ára að aldri. Rausing er sonur Ruben Rausing, mannsins sem stofnaði Tetra-Pak fyrirtækið árið 1941. Tetra-Pak framleiðir matvælaumbúðir og eru þekktar fernurnar sem framleiddar eru af fyrirtækinu.Cho Yang-ho, forstjóri flugfélagsins Korean Air, lést í apríl sjötugur að aldri. Forstjórinn hefur rataði ítrekað í sviðsljós fjölmiðla fyrir ýmis hneykslismál tengd fjölskyldu hans. Alræmdir glæpamenn Abu Bakr al-Baghdadi , leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS, var drepinn í hernaðaraðgerð Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands, í október. Baghdadi hafði verið lengi í felum en hann hafði stýrt ISIS og forverum þess frá árinu 2010. Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.Jeffrey Epstein, bandarískur fjárfestir og dæmdur barnaníðingur, lést í ágúst, 66 ára að aldri. Ivan Milat, einn alræmdasti raðmorðingi Ástralíu, lést í fangelsi í Sydney í október. 74 ára að aldri. Milat var handtekinn í maí árið 1994 en hann er sagður hafa rænt og myrt í það minnsta sjö ferðalanga árin 1989 til 1992. Annað Jelena Grigoryeva , þekkt baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks í Rússlands, var myrt í Pétursborg í júlí. Hún varð 41 árs. Hún hafði einnig látið til sín taka gegn innlimun Rússa á Krímskaga, illri meðferð á föngum og til stuðnings ýmsum öðrum mannréttindamálum.Chris Kraft, fyrsti leiðangursstjórnandi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lést í júlí, 95 ár að aldri. Kraft lék lykilhlutverk í skipulagningu og stjórn fyrstu mönnuðu geimferðanna. Kraft kom á fót leiðangursstjórn NASA fyrir fyrstu mönnuðu geimferðirnar í Gemini- og Merkúrleiðöngrunum. Hún fylgdist með kerfum geimfaranna og hafði samskipti við geimfarana.Alexei Leonov, rússneskur geimfari, lést í október, 85 ára að aldri. Leonov náði þeim merka áfanga að vera fyrsti maðurinn í sögunni sem fór í geimgöngu. Það gerðist árið 1965.Yvette Lundy, ein helsta andspyrnuhetja Frakklands, lést´i nóvember, 103 ára að aldri. Lundy útvegaði á sínum tíma fjölskyldum gyðinga, mönnum sem voru að reyna að komast hjá nauðungarvinnu og föngum sem hafði tekist að flýja falska pappíra á tímum hersetu nasista í Frakklandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Fréttir ársins 2019 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. Í hópi þeirra sem önduðust á árinu fyrrverandi Frakklandsforseti, ein fremsta söngkona Svíþjóðar, nafntogaðir bandarískir rapparar og fyrrverandi einræðisráðherra Simbabve. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Pawels Adamowicz , borgarstjóri Gdansk-borgar í Póllandi, var myrtur í janúar. Hann var þá 53 ára gamall. Hann var stunginn á góðgerðarsamkomu í borginni og lést síðar af sárum sínum. Adamovicz hafði verið borgarstjóri Gdansk í tuttugu ár.Ari Behn, rithöfundur og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, lést um jólin, 47 ára að aldri. Ari Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002, en þau skildu árið 2016. Behn naut mikilla vinsælda sem rithöfundur en hann sló í gegn með smásagnasafninu Trist som faen árið 1999.Zine al Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseti Túnis lést í september, 83 ára að aldri. Ben Ali var hrakinn frá völdum og neyddist til að flýja land árið 2011 í kjölfar byltingarinnar í landinu sem markaði upphaf Arabíska vorsins svokallaða. Hann hafði þá stýrt landinu í 23 ár.Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, lést í september, 86 ára að aldri. Chirac gegndi embætti forseta á árunum 1995 til 2007.John Dingell, lengst starfandi þingmaður í sögu Bandaríkjanna, lést í febrúar. Hann var þá 92 ára gamall og hafði setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn frá 1955 til 2014 eða í 59 ár.Alan García, fyrrverandi forseti Perú, lést í apríl eftor að hann skaut sjálfan sig í hálsinn þegar lögregla gerði tilraun til að handtaka hann. García var sakaður um að taka við mútum frá brasilíska verktakafyrirtækinu Odebrecht og stóð til að handtaka hann í tengslum við þær ásakanir. Hann var forseti Perú frá 1985 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2011.Bob Hawke, einn af risunum í ástralskri stjórnmálasögu, lést ár árinu, 89 ára að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra landsins í níu ár, frá 1983 til 1991. Jean, stórhertogi og fyrrverandi þjóðhöfðingi Lúxemborgar, lést í apríl, 98 ára að aldri. Stórhertoginn var þjóðhöfðingi Lúxemborgar í um 36 ár. Hann sat á valdastóli frá árinu 1964 og þar til að hann lét af völdum árið 2000.Mohammed Morsi, fyrrverandi forseti Egyptalands, lést í réttarsal í júní síðastliðinn. Honum var steypt af stóli af hernum árið 2013 eftir rúmt ár í embætti forseta. Hann varð 67 ára. Robert Mugabe.Getty Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lést í september, 95 ára að aldri. Valdatíð Mugabe hófst árið 1980 en honum var komið frá völdum árið 2017. Með árunum varð Mugabe eins konar táknmynd fyrir hinn dæmigerða spillta einræðisherra í Afríku.Li Peng, fyrrverandi forsætisráðherra Kína, lést í júlí, níræður að aldri. Hans er helst minnst fyrir að hafa lýst yfir herlögum og látið hermenn stráfella mótmælendur á Torgi hins himneska friðar fyrir þrjátíu árum.Ross Perot, bandaríkur milljarðamæringur og forsetaframbjóðandi, lést í júlí, 89 ára að aldri. Hann bauð sig tvisvar fram til forseta Bandaríkjanna, árið 1992 og 1996. Í kosningunum 1992 hlaut hann um nítján prósent atkvæða. Menning og listir Danny Aiello , bandarískur leikari, lést í desember, 86 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Sal í kvikmyndinni Do the Right Thing. Þá fór hann einnig með hlutverk meðal annars í myndunum Moonstruck og Guðföðurnum 2.René Auberjonois, bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Boston Legal og Star Trek: Deep Space Nine, lést í desember, 79 ára að aldri. Hann fór með hlutverk Odo í Star Trek-þáttunum.Ginger Baker, enskur trommari, lést í október, áttræður að aldri. Baker var einn stofnenda hljómsveitarinnar Cream ásamt bassaleikaranum Jack Bruce og gítarleikaranum Eric Clapton.Cameron Boyce, bandarískur leikari, lést í júlí, tvítugur að aldri. Hann lék til að mynda í Disney Channel myndunum Descendants og í þáttunum Jessie ásamt því að leika eitt barna Adam Sandler í Grown Ups myndunum. Annalise Braakensiek, áströlsk fyrirsæta, lést í janúar. Hún varð 46 ára gömul. Braakensiek var afkastamikil fyrirsæta og sat m.a. fyrir á forsíðum tímarita í Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá reyndi hún einnig fyrir sér sem leikkona og fór með hlutverk í gamanþáttum og sápuóperum í áströlsku sjónvarpi. Mama Cax, bandarísk-haítísk fyrirsæta, lést í desember, þrítug að aldri. Hún hét fullu nafni Cacsmy Brutus og var frumkvöðull í heimi fyrirsæta þar sem hún barðist fyrir aukinni fjölbreytni í tískuiðnaðinum.Dick Dale, bandarískur gítarleikari, lést í mars, 81 árs að aldri. Dale var frumkvöðull í gítarleik en hann á að baki einn þekktasta smell brimbrettarokksins svokallaða, lagið Misirlou.Sara Danius, fyrrverandi aðalritari sænsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar, lést í október, 57 ára að aldri eftir langvinn veikindi. Doris Day árið 1960.Getty Doris Day , bandarísk leik- og söngkona, lést í maí, 97 ára að aldri. Day var þekktust fyrir fjölda söngleikja og rómantískra gamanmynda auk söngferilsins. Hún var einnig þekkt baráttukona fyrir velferð dýra.Bob Einstein, bandarískur leikari og grínisti, lést í janúar, 76 ára að aldri. Einstein er þekktastur fyrir að hafa skapað persónuna Super Dave Osborne, áhættuleikarann bjartsýna sem birtist reglulega í eigin þáttum og helstu spjallþáttunum í bandarísku sjónvarpi. Hann var einnig reglulegur gestur í þáttum Larry David, Curb Your Enthusiasm.Albert Finney, breskur leikari sem var fimm sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna, lést í febrúar, 82 ára gamall. Finney fór með titilhlutverkið í myndinni Tom Jones frá 1963 og lék belgíska spæjarann Hercule Poirot í Murder on the Orient Express 1974. Þá lék hann einnig í Erin Brockovich, James Bond-myndinni Skyfall auk þess að fara með hlutverk læknisins Dr. Albert Hirsch í The Bourne Ultimatum og The Bourne Legacy.Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy, lést í mars, 49 ára að aldri. Sveitin naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum meðal annars með lögunum Firestarter og Breathe. Keith Flint kom margsinnis til Íslands til að halda tónleika. Frægir eru tónleikar Prodigy á tónlistarhátíðinni Uxa 1995 en hún hélt einnig tónleika hér á landi 1994, 1998, 2004 og loks á Secret Solstice 2017.Peter Fonda, bandarískur leikari, lést í ágúst, 79 ára að aldri. Fonda er þekktastur fyrir kvikmyndina Easy Rider sem frumsýnd var árið 1969. Fonda skrifaði handrit myndarinnar, framleiddi hana og lék eitt aðahlutverka, ásamt Dennis Hopper og Jack Nicholson. Fonda var tvisvar tilnefndur til Óskarsverðlauna, fyrst fyrir handritið að Easy Rider og síðar fyrir bestan leik í aðalhlutverki árið 1997 fyrir myndina Ulee's Gold.Robert Forster, bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Max Cherry í mynd Quentin Tarantino, Jackie Brown, lést í október, 78 ára að aldri. Þá lék Forster einnig smærri hlutverk í þekktum sjónvarpsþáttaröðum á borð við Twin Peaks, Heroes og Breaking Bad. Marie Fredriksson.Getty Marie Fredriksson , söngkona Roxette, lést í desember, 61 árs að aldri. Sænska sveitin átti hvern smellinn á fætur öðrum á níunda og tíunda áratugnum. Meðal þekktustu laga Roxette eru The Look, It Must Have Been Love, Joyride, How Do You Do? og Listen to Your Heart.Bruno Ganz, svissneskur leikari sem fór með hlutverk Adolf Hitler í myndinni Der Untergang (e. Downfall) lést í febrúar, 77 ára gamall.Laurel Griggs, bandarísk barnastjarna, lést í nóvember, þrettán ára að aldri. Hún kom fram í nokkrum þáttum af Saturday Night Live og í sýningum á Broadway.Rutger Hauer, hollenskur leikari, lést í júlí, 75 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í Blade Runner, Sin City, Batman Begins og True Blood.Katherine Helmond, bandarísk leikkona, lést í febúar, 89 ára að aldri. Helmond vann á ferli sínum tvisvar til Emmy-verðlauna, annars vegar fyrir leik sinn í grínþáttunum Who‘s the Boss?, og hins vegar hlutverk sitt í skopþáttunum Soap. Hún átti samtals sjö tilnefningar til verðlaunanna. Meðal annarra þekktra verka hennar voru þættirnir Everybody Loves Raymond og hin geysivinsæla Pixar-teiknimynd Cars.Mark Hollis, söngvari bresku sveitarinnar Talk Talk, lést í febrúar, 64 ára að aldri. Talk Talk hófu ferilinn sem „new romantics“-sveit árið 1981 og átti smelli á borð við Talk Talk, Today, It‘s My Life, It‘s So Serious, Life‘s What You Make It, Living in Another World og Such a Shame.Nipsey Hussle, bandarískur rappari, var skotinn til bana í Los Angeles í apríl. Hann var 33 ára og hafði þá nýverið verið tilnefndur til Grammy-verðlauna.Juice Wrld, bandarískur rappari, lést í desember, 21 árs að aldri. Þekktasta lag rapparans, sem bar titilinn Lucid Dreams, náði miklum vinsældum víða um heim á síðasta ári, þar á meðal hér á landi. Peter Mayhew fór með hlutverk Chewbacca í Star Wars myndunum.Getty Ken Kercheval , bandarískur leikari sem varð hvað frægastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Dallas, lést í apríl, 83 ára gamall. Hann fór með hlutverk olíujöfursins Cliff Barnes í þáttunum.Karl Lagerfeld, tískuhönnuðurinn heimsfrægi, lést í febrúar, 85 ára gamall. Hann tók við sem listrænn stjórnandi hjá franska tískumerkinu Chanel árið 1983 og gegndi því starfi til dauðadags en hann hafði einnig hannað undir eigin merki sem og fyrir tískuhúsið Fendi. Ron Leibman, bandarískur leikari, lést í desember, 82 ára að aldri. Hann er þekktastur var fyrir hlutverk sitt sem Dr. Leonard Green, föður Rachel Green í Friends-þáttunum.Peggy Lipton, bandarísk leikkona sem einna þekktust er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Twin Peaks, lést í maí, 72 ára að aldri. Lipton túlkaði Normu Jennings í þáttunum Twin Peaks, eiganda veitingastaðarins Double R Diner. Sue Lyon, bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa farið með titilhlutverkið í myndinni Lolita frá árinu 1962, lést í desember, 73 ára að aldri. Lyon var fjórtán ára þegar hún fór með hlutverk Lolita í samnefndri kvikmynd Stanley Kubrick. Tania Mallet, bresk leikkona og fyrirsæta sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk Tilly Masterson í Bond-myndinni Goldfinger, lést í apríl, 77 ára gömul. Chris March, búningahönnuður sem kom fram í þáttunum Project Runway, lést í september, 56 ára gamall. Hann hannaði meðal annars fyrir Madonnu, Lady Gaga, Jennifer Coolidge, Beyoncé og Meryl Streep.Ashley Massaro, bandarískur fjölbragðaglímukappi og Survivor-þátttakandi, lést í maí, 39 ár að aldri. Á ferli sínum starfaði Massaro meðal annars sem fyrirsæta og keppti í fjölbragðaglímu (WWE) á árunum 2005 til 2008. Þá tók hún einnig þátt í fimmtándu þáttaröð raunveruleikaþáttarins Survivor, Survivor: China, þar sem hún var rekin út í öðrum þætti þáttaraðarinnar.Peter Mayhew, ensk-bandarískur leikari, lést í apríl. Hann erþekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Chewbacca í Star Wars myndunum.Toni Morrison, bandarískur rithöfundur, lést í ágúst, 88 ára að aldri. Morrison skrifaði alls ellefu skáldsögur á löngum ferli og hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1993 en fyrsta skáldhennar, The Bluest Eye, kom út árið 1993.Mya-Lecia Naylor, bresk barnastjarna sem fór með hlutverk í fjölda þátta á barnastöð BBC, lést í apríl. Hún varð sextán ára. Mya-Lecia, lék meðal annars í þáttunum Millie Inbetween og Almost Never.Jessye Norman, bandarísk óperusöngkona, lést í október, 74 ára að aldri. Norman ein nafntogaðasta sópransöngkona tuttugasta aldarinnari og ein af fáum svörtum söngkonum sem hafa komist til æðstu metorða í heimi óperutónlistar. Ric Ocasek, aðalsöngvari bandarísku sveitarinnar The Cars, lést í september, 75 ára að aldri. The Cars átti sinn þátt að hrinda af stað nýbylgjunni í tónlist undir lok áttunda áratugarins og þeim níunda. Frægasta lag The Cars er tvímælalaust lagið Drive sem kom út 1984.I.M. Pei, kínversk-bandarískur arkitekt, lést í maí, 102 ára að aldri. Pei var nýtískulegur arkitekt og hannaði fjölmargar vel þekktar byggingar í Bandaríkjunum og víðar. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa hannað glerpíramídann sem stendur við Louvre-safnið í París. Luke Perry.Getty Luke Perry , bandarískur leikari, lést í mars, 52 ára gamall. Hann var þekktastur fyrir að leika Dylan McKay í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills en hann á einnig að baki hlutverk í myndunum The Fifth Element, Buffy the Vampire Slayer og sjónvarpsþáttunum Riverdale. Elís Poulsen, færeyskur fjölmiðlamaður, lést í júlí, 67 ára gamall. Poulsen var Íslendingum að góðu kunnur en hann var fréttaritari Stöðvar 2 og RÚV í Færeyjum um tíma og flutti fréttapistla þaðan á íslensku. Nadja Regin, serbnesk leikkona sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk í tveimur James Bond-myndum, lést í byrjun árs, 87 ára að aldri. Regin fór með hlutverk í annarri og þriðju myndinni um breska njósnarann, það er From Russia, With Love og Goldfinger.John Singleton, bandarískur kvikmyndaleikstjóri, lést í apríl, 51 árs gamall. Singleton var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn og handrit myndarinnar Boyz N The Hood sem kom út árið 1991.Jon Skolmen, norskur leikari og grínisti, lést í mars, 78 ára að aldri. Skolmen kom fram í fjölda sýninga, kvikmynda og sjónvarpsþátta, en er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk hins glaðværa Ole Bramserud í sænsku kvikmyndinni Sällskapsresan og framhaldsmyndunum fimm. Sulli, suður-kóresk K-poppstjarna, lést í október, 25 ára að aldri. Sulli var með rúmlega fimm milljónir fylgjenda á Instagram og var liðsmaður K-poppsveitarinnar F(x) til ársins 2015, þegar hún sagði skilið við sveitina til að einbeita sér að leiklistarferli sínum.Clive Swift, breskur leikari, lést í febrúar, 82 ára að aldri. Swift var tíður gestur á sjónvapsskjám Breta á árum áður en hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Richard, eiginmaður hinnar sérvitru og oft á tíðum snobbuðu Hyacinthu Bucket, í þáttunum Keeping Up Appearances. Russi Taylor, bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa ljáð teiknimyndapersónunni Mínu Mús rödd sína, er látin 75 ára að aldri.Rip Taylor, bandarískur skemmtikraftur, lést í október, 84 ára að aldri. Taylor var þekktur sem Kóngur glitpappírsins (e. King of Confetti) og Grátandi grínistinn, og þótti framkoma hans mjög litrík. Hann fór með hlutverk meðal annars í Wayne‘s World 2 og Jackass-myndunum.Gloria Vanderbilt, bandarískur tískuhönnuður, listakona og rithöfundur, lést í júní, 95 ára að aldri.Agnès Varda, belgísk-franskur leikstjóri, lést í mars, níræð að aldri. Varda varð árið 2017 fyrsti kvenleikstjórinn til að taka á móti heiðursverðlaunum á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hún gegndi lykilhlutverki í frönsku nýbylgjunni innan kvikmyndagerðarlistarinnar á sjöunda áratugnum með kvikmyndum á borð við Cleo frá 5 til 7, Le Bonheur og Les Créatures. Allee Willis, bandarískur lagahöfundur, lést í desember, 72 ára að aldri. Willis kom að því að semja vinsæl lög á borð við smellina Boogie Wonderland og September með Earth, Wind & Fire. Þá var hún einn höfunda lagsins I‘ll Be There for You sem var gert ódauðlegt í hin sívinsælu þáttum Friends.Max Wright, bandaríski leikarinn sem var þekktastur fyrir að túlka hlutverk heimilisföðurins í gamanþættinum Alf á 9. áratugnum, lést í júní, 75 ára að aldri. Gordon Banks.Getty Íþróttir Gordon Banks , enski fótboltamarkmaðurinn, lést í febrúar, 81 árs gamall. Hann var lengi markvörður enska landsliðsins og stóð á milli stanganna er England vann HM árið 1966. Jose Luis Brown, argentínskur fótboltamaður, sem varð heimsmeistari með Argentínu árið 1986 er liðið bar sigur úr býtum gegn Vestur-Þýskalandi, lést í ágúst, 62 ára að aldri. Hann skoraði fyrsta mark Argentínu í 3-2 sigri Argentínu í úrslitaleiknum.Jake Burton Carpenter, einnig þekktur sem guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar og stofnandi Burton Snowboards, lést í nóvember, 65 ára gamall.Kelly Catlin, þrefaldur heimsmeistari í hjólreiðum og silfurverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum fyrir hönd Bandaríkjanna, lést í mars, 23 ára að aldri. Catlin og stöllur hennar urðu heimsmeistarar í liðakeppni þrjú ár í röð frá 2016 til 2018 og hennar lið fékk svo silfur á ÓL í Ríó árið 2016. Jessi Combs, bandarísk kappaksturskona, lést í ágúst 39 ára að aldri. Hún lést þegar hún reyndi að bæta heimsmet í hraðakstri.Justin Edinburgh, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Leyton Orient, lést í júní, 49 ára að aldri. Edinburgh kom liði Orient aftur upp í D-deild ensku deildarkeppninnar þegar hann lést. Hann lék lengi sem vinstri bakvörður hjá Tottenham Hotspur.Eric Harrison, fyrrverandistjóri unglingaliðs Manchester United, lést í febrúar, 81 árs gamall. Hann starfaði hjá United í 27 ár og er þekktastur fyrir aðkomu sína að „’92-árgangnum“ svokallaða – með David Beckham, Gary Neville, Nicky Butt, Ryan Giggs og Paul Scholes innanborðs.Halvard Hanevold, norskur gönguskíðakappi, lést í september, 49 ára að aldri. Samanlagt náði hann í 22 verðlaun bæði á HM og Ólympíuleikunum en verðlaunin voru í einstaklings- og liðsflokki.John Havlicek, bandarískur körfuboltamaður sem sem vann átta NBA-meistaratitla með Boston Celtics á sínum tíma, lést í apríl, 79 ára að aldri. Hann lék allan sinn feril með Celtics (1962 til 1978).Florijana Ismaili, svissnesk knattspyrnukona, lést í júlí, 24 ára að aldri. Hún spilaði með BSC Young Boys og var fyrirliði liðsins. Hún hafði spilað tíu landsleiki fyrir Sviss.Lennart Johansson, fyrrverandi forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, lést í júní, 89 ára að aldri. Hann var formaður sænska knattspyrnusambandsins frá 1985 til 1990 og tók við sem forseti UEFA árið 1990 og stýrði sambandinu til ársins 2007.Niki Lauda, austurrískur risi í heimi Formúli 1, lést í maí, sjötugur að aldri. Lauda varð heimsmeistari í Formúlu 1 með Ferrari árin 1975 og 1977 og með McLaren árið 1984. Hann er eini ökuþórinn í sögu Formúlu 1 til að ná titlum með báðum þessum stórliðum.Matti Nykänen, einn fremsti íþróttamaður í sögu Finnlands, lést í febrúar, 55 ára að aldri. Nykänen vann til fjölda verðlauna í skíðastökki á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum en hann rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferlinum lauk, fyrst og fremst vegna glímu sína við alkóhólisma. Afplánaði hann nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir hnífstunguárásir.Blanca Fernández Ochoa, spnsk skíðakona, lést í september, 56 ára gömul. Hún vann bronsverðlaun í svigi á Ólympíuleikunum í Albertville árið 1992. Hún hafði verið í fimmta sæti á leikunum í Calgary fjórum árum fyrr. Hún fannst látin í fjallendi nærri Madríd eftir að hafa verið saknað í nokkra daga. Jose Antonio Reyes.Getty Jose Antonio Reyes , spænskur knattspyrnumaður, lést í bílslysi í júní. Hann varð 35 ára. Hann fór til Arsenal í janúar 2004 og var hluti af sögulegu liði Arsenal sem vann Englandsmeistaratitilinn vorið 2004 án þess að tapa leik. Reyes var hjá Arsenal til ársins 2007 en hann spilaði einnig fyrir Real Madrid, Atletico Madrid, Espanyol og Sevilla.Fernando Ricksen, hollenskur knattspyrnumaður sem lék lengi með skoska félaginu Rangers, lést af völdum taugasjúkdóms í september, 43 ára að aldri. Fernando Ricksen átti farsælan feril í Hollandi, Skotlandi og Rússlandi og lék tólf landsleiki með Hollendingum frá 2000 til 2003.Ian Ross, fyrrverandi þjálfari Vals, KR og Keflavíkur í knattspyrnu og fyrrum leikmaður Liverpool, lést í fabrúar, 72 ára að aldri.Emiliano Sala, argentínskur knattspyrnumaður, lést í flugslysi skammt frá Guernsey í janúar, 28 ára að aldri. Sala var í vélinni með flugmanni, en þeir voru á leið frá Frakklandi til Cardiff, en Sala hafði þá nýverið skrifað undir samning um að ganga til liðs við félagslið borgarinnar frá Nantes. Mikil leit fór fram eftir að vélin hvarf af ratsjám og áttu félögin sömuleiðis í deilum um greiðslur vegna félagsskiptanna. Tyler Skaggs, kastari hafnaboltaliðsins Los Angeles Angels, lést í Texas í júlí, 27 ára að aldri. Hann spilaði sinn fyrsta leik í MLB-deildinni árið 2012 en lék með Arizona Diamondbacks tímabilin 2012 og 2013.Jim Smith, fyrrum stjóri Derby, Portsmouth og Oxford, lést í desember, 79 ára að aldri. Á meðal hápunkta ferilsins var er hann stýrði QPR í úrslit deildabikarsins árið 1986 og er hann kom Derby upp í úrvalsdeild árið 1996.Josef Sural, tékkneskur knattspyrnumaður, lést í rútuslysi í Tyrklandi í apríl. Hann var 28 ára gamall, spilaði sem framherji með tyrkneska félaginu Aytemiz Alanyaspor og hafði leikið einhverja tuttugu landsleiki fyrir Tékklands hönd.Marieke Vervoort, belgísk íþróttakona sem vann til gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra í London 2012, lést í október, fertug að aldri. Vervoort var með ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm og fékk dánaraðstoð. Viðskipti David Koch , bandarískur auðjöfur sem þekktur er fyrir umsvif sín og styrkveitingar í bandarískum stjórnmálum, lést íágúst, 79 ára gamall. David Koch varð hlutafjáreigandi í fyrirtæki föður síns Koch Industries árið 1967. Við andlát hans átti David Koch, 42% hlut í fyrirtækinu, jafn stóran hlut og bróðir hans Charles. Árið 2018 voru þeir bræður jafnir í ellefta sæti yfir ríkustu menn heims og voru þeir metnir á 51 milljarð dala hvor.Lars Larsen, stofnandi smávöruverslanakeðjunnar Jysk, lést í ágúst, 71 árs að aldri. Larsen var einn ríkasti maður Danmerkur, en hann stofnaði Jysk, sem sérhæfir sig í sölu á hvers kyns heimilisvarningi, árið 1979. Keðjan stækkaði ört og er nú svo komið að um 2800 Jysk verslanir eru starfræktar í 52 löndum, þar á meðal á Íslandi undir nafni Rúmfatalagersins. Fyrsta verslun Rúmfatalagersins opnaði í Kópavogi árið 1987.Ferdinand Piech, fyrrverandi formaður stjórnar Volkswagen Group og einn af meðlimum Porsche-fjölskyldunnar, lést í ágúst, 82 ára gamall. Ferdinand Piech var afabarn Ferdinands Porsche, hann var menntaður verkfræðingur og vann hjá Porsche frá árinu 1963 og var aðalmaðurinn í mótorsporthluta Porsche-fyrirtækisins til langs tíma.Hans Rausing, einn ríkasti maður Svíþjóðar og höfuð Tetra-Pak veldisins, lést í ágúst, 93 ára að aldri. Rausing er sonur Ruben Rausing, mannsins sem stofnaði Tetra-Pak fyrirtækið árið 1941. Tetra-Pak framleiðir matvælaumbúðir og eru þekktar fernurnar sem framleiddar eru af fyrirtækinu.Cho Yang-ho, forstjóri flugfélagsins Korean Air, lést í apríl sjötugur að aldri. Forstjórinn hefur rataði ítrekað í sviðsljós fjölmiðla fyrir ýmis hneykslismál tengd fjölskyldu hans. Alræmdir glæpamenn Abu Bakr al-Baghdadi , leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS, var drepinn í hernaðaraðgerð Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands, í október. Baghdadi hafði verið lengi í felum en hann hafði stýrt ISIS og forverum þess frá árinu 2010. Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.Jeffrey Epstein, bandarískur fjárfestir og dæmdur barnaníðingur, lést í ágúst, 66 ára að aldri. Ivan Milat, einn alræmdasti raðmorðingi Ástralíu, lést í fangelsi í Sydney í október. 74 ára að aldri. Milat var handtekinn í maí árið 1994 en hann er sagður hafa rænt og myrt í það minnsta sjö ferðalanga árin 1989 til 1992. Annað Jelena Grigoryeva , þekkt baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks í Rússlands, var myrt í Pétursborg í júlí. Hún varð 41 árs. Hún hafði einnig látið til sín taka gegn innlimun Rússa á Krímskaga, illri meðferð á föngum og til stuðnings ýmsum öðrum mannréttindamálum.Chris Kraft, fyrsti leiðangursstjórnandi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lést í júlí, 95 ár að aldri. Kraft lék lykilhlutverk í skipulagningu og stjórn fyrstu mönnuðu geimferðanna. Kraft kom á fót leiðangursstjórn NASA fyrir fyrstu mönnuðu geimferðirnar í Gemini- og Merkúrleiðöngrunum. Hún fylgdist með kerfum geimfaranna og hafði samskipti við geimfarana.Alexei Leonov, rússneskur geimfari, lést í október, 85 ára að aldri. Leonov náði þeim merka áfanga að vera fyrsti maðurinn í sögunni sem fór í geimgöngu. Það gerðist árið 1965.Yvette Lundy, ein helsta andspyrnuhetja Frakklands, lést´i nóvember, 103 ára að aldri. Lundy útvegaði á sínum tíma fjölskyldum gyðinga, mönnum sem voru að reyna að komast hjá nauðungarvinnu og föngum sem hafði tekist að flýja falska pappíra á tímum hersetu nasista í Frakklandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Fréttir ársins 2019 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30
Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00
Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00