Fótbolti

Liverpool liðið keppir á HM í Katar í desember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Getty/David S. Bustamante
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að heimsmeistarakeppni félagsliða fari fram í Katar 2019 og 2020.

Það þýðir að nýkrýndir Evrópumeistarar Liverpool eru á leið til Katar í desember næstkomandi.

Sjö félög taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða næstu tvö ár en árið 2021 verður þetta væntanlega orðin 24 liða keppni.

Í tilkynningu frá FIFA kemur fram að Katar fái þarna tækifæri til að undirbúa sig fyrir HM landsliða 2022 með því að halda heimsmeistarakeppni félagsliða næstu tvö árin.





Real Madrid hefur unnið síðustu þrjár heimsmeistarakeppnir félagsliða. Keppnirnar 2017 og 2018 fóru fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en tvö ár þar á undan var keppnin í Japan.

Síðasta enska félag til að verða heimsmeistari félagliða var Manchester United árið 2008 en Liverpool hefur aldrei unnið þessa keppni.

Spænskt félag hefur unnið heimsmeistarakeppni félagsliða samfellt frá og með árinu 2014 en síðasta lið utan Spánar til að vinna hana var Bayern München árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×