Atkvæðagreiðsla um lengri þingfund tók þrjú korter Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2019 12:08 Ekki voru allir á eitt sáttir á þingi í morgun við tillögu forseta um að lengdan þingfund og vildu fá skýrari svör um það hvort til stæði að funda inn í nóttina. vísir/vilhelm Það tók þingheim þrjú korter að greiða atkvæði um þá tillögu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að þingfundur í dag geti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir, það er lengur en til klukkan 20 í kvöld. Að lokum fór það svo að tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 23. Ástæða þess að svo langan tíma tók að greiða atkvæði var að stjórnarandstaðan vildi fá það fram frá forseta hvort til stæði að hafa þingfund inn í nóttina ef þess þyrfti. Sögðust ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki ætla að greiða atkvæði með lengri þingfundi ef möguleiki væri á að þingfundur stæði fram á nótt þar sem þeim þætti það ekki rétt að ræða jafn mikilvægt mál og endurskoðaða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að næturlagi. Næsta mál á dagskrá er síðan frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um almannatryggingar þar sem lagt er til að skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu. Stjórnarandstöðuliðar komu í pontu hver á fætur öðrum þegar þingfundur hófst á ný klukkan 10:45. Lýstu þeir því yfir að bæði málin væru afar mikilvæg og það þyrfti tíma til að ræða þau. Þingmönnunum hugnaðist hins vegar ekki að vera á þingfundi lengur en til miðnættis og vildu fá orð forseta fyrir því að ekki stæði til að funda fram á nótt. Var því sjónarmiði meðal annars haldið á lofti að ef þingfundur stæði fram á nótt myndi það skaða gæði umræðunnar. Steingrímur benti á að umræða um endurskoðaða fjármálaáætlun væri fyrsta umræða um þingsályktunartillögu. Ræðutími væri því takmarkaður í samræmi við það og teldist honum til að ef allir stjórnarandstöðuliðar myndu fullnýta sinn tíma ætti umræðan ekki að standa lengur en í sjö klukkustundir. Forseti gaf það jafnframt út að ef umræður um fjármálastefnu og frumvarp félagsmálaráðherra myndu standa inn í nóttina þá myndu ekki fleiri mál verða tekin á dagskrá að loknum þeim umræðum. Næsta mál á dagskrá á eftir frumvarpinu um almannatryggingar er síðari umræða um þingsályktunartillöguna er snýr að þriðja orkupakkanum. Eftir að tillaga forseta um lengdan þingfund hafði verið samþykkt var borin upp dagskrártillaga þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna um að taka frumvarpið um almannatryggingar á dagskrá á undan fjármálastefnunni. Var sú tillaga felld með 32 atkvæðum gegn 27. Alþingi Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
Það tók þingheim þrjú korter að greiða atkvæði um þá tillögu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að þingfundur í dag geti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir, það er lengur en til klukkan 20 í kvöld. Að lokum fór það svo að tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 23. Ástæða þess að svo langan tíma tók að greiða atkvæði var að stjórnarandstaðan vildi fá það fram frá forseta hvort til stæði að hafa þingfund inn í nóttina ef þess þyrfti. Sögðust ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki ætla að greiða atkvæði með lengri þingfundi ef möguleiki væri á að þingfundur stæði fram á nótt þar sem þeim þætti það ekki rétt að ræða jafn mikilvægt mál og endurskoðaða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að næturlagi. Næsta mál á dagskrá er síðan frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um almannatryggingar þar sem lagt er til að skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu. Stjórnarandstöðuliðar komu í pontu hver á fætur öðrum þegar þingfundur hófst á ný klukkan 10:45. Lýstu þeir því yfir að bæði málin væru afar mikilvæg og það þyrfti tíma til að ræða þau. Þingmönnunum hugnaðist hins vegar ekki að vera á þingfundi lengur en til miðnættis og vildu fá orð forseta fyrir því að ekki stæði til að funda fram á nótt. Var því sjónarmiði meðal annars haldið á lofti að ef þingfundur stæði fram á nótt myndi það skaða gæði umræðunnar. Steingrímur benti á að umræða um endurskoðaða fjármálaáætlun væri fyrsta umræða um þingsályktunartillögu. Ræðutími væri því takmarkaður í samræmi við það og teldist honum til að ef allir stjórnarandstöðuliðar myndu fullnýta sinn tíma ætti umræðan ekki að standa lengur en í sjö klukkustundir. Forseti gaf það jafnframt út að ef umræður um fjármálastefnu og frumvarp félagsmálaráðherra myndu standa inn í nóttina þá myndu ekki fleiri mál verða tekin á dagskrá að loknum þeim umræðum. Næsta mál á dagskrá á eftir frumvarpinu um almannatryggingar er síðari umræða um þingsályktunartillöguna er snýr að þriðja orkupakkanum. Eftir að tillaga forseta um lengdan þingfund hafði verið samþykkt var borin upp dagskrártillaga þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna um að taka frumvarpið um almannatryggingar á dagskrá á undan fjármálastefnunni. Var sú tillaga felld með 32 atkvæðum gegn 27.
Alþingi Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira