Enski boltinn

Giggs um Solskjær: Hann þarf fjóra eða fimm leikmenn í viðbót til að breyta hlutunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær og Ryan Giggs.
Ole Gunnar Solskjær og Ryan Giggs. vísir/getty
Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi landsliðsþjálfari Wales, segir að Ole Gunnar Solskjær þurfi fjóra eða fimm leikmenn í viðbót til að breyta hlutunum hjá United.

Solskjær hefur nú þegar eytt 150 milljónum punda í þá Daniel James, Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka en Man. Utd missti af efstu fjórum sætunum á síðustu leiktíð.

Byrjunin á þessari leiktíð hefur svo ekki verið góð en United hefur ekki byrjað verr í 30 ár. Giggs segir að hlutirnir munu taka tíma.

„Þeir þurfa aðra fjóra eða fimm leikmenn. Solskjær er búinn að fá þrjá leikmenn en þarf örugglega sjö eða átta leikmenn í heildina,“ sagði Giggs.







„En þú getur ekki gert það í einum glugga svo þú verður að vera þolinmóður því þetta mun gerast hægt. Kúltúrinn er að breytast og það sem hann er að reyna var nauðsynlegt. Hann þarf tíma.“

Manchester United mætir Newcastle á útivelli í dag en flautað verður til leiks klukkan 15.30 á St. James' Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×