Leganes vill meina að vítaspyrnan sem dæmd var á þá í fyrri hálfleik hafi átt sér stað fyrir utan vítateiginn.
Samskiptakerfið hjá dómara leiksins, Munuera Montero, hafi klikkað og því þurfti fjórði dómarinn að segja Munuera skilaboðin frá VARsjá dómaranum eftir að hafa tekið upp símann.
Leganes have appealed to La Liga for their match against Levante to be replayed after claiming a VAR failure.
— BBC Sport (@BBCSport) October 5, 2019
Full story: https://t.co/Ag7EQt7yhjpic.twitter.com/e8e4z8Wqyz
Levante vann leikinn í gær 2-1 og nú hefur forseti Leganes, Victoria Pavon, óskað eftir því að leikurinn verði leikinn aftur frá 44. mínútu.
Það er einmitt frá þeirri mínútu sem atvikið átti sér stað en spænska sambandið hefur ekki gefið út hvort að leikurinn verði spilaður aftur.
Leganes er á botni spænsku deildarinnar.