Tónlist

Auður gefur út sumarsmell á miðnætti

Sylvía Hall skrifar
Auður hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði.
Auður hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði.
Á miðnætti kemur út lagið Enginn eins og þú en það er tónlistamaðurinn Auður sem er á bakvið lagið.

Lagið vann hann í samstarfi við þá Arnar Inga Ingason, einnig þekktur sem Young Nazareth, og Magnús Jóhann Ragnarsson.Þarna er á ferðinni sumarsmellur sem mun eflaust rata á spilunarlista margra í góða veðrinu.

„Þetta er lag til að spila úti á svölum,“ segir Auður í samtali við Vísi.





Þetta er fyrsta lagið hans síðan margverðlaunaða platan AFSAKANIR kom út í Nóvember 2018 við frábærar undirtektir. Margt er framundan hjá Auði í sumar. Hann fer meðal annars ásamt hljómsveit á stuttan tónleikatúr um Ísland áður en hann fer til Danmerkur til að spila á Hróaskeldu 2. júlí. 

 

 
 
 
View this post on Instagram
Miðnætti... : @agusteli & @snorribjorns

A post shared by Auður (@auduraudur) on Jun 6, 2019 at 3:12am PDT


Tengdar fréttir

AUÐUR á Hróarskeldu

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem AUÐUR, mun koma fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar en þetta er í fyrsta skipti sem AUÐUR kemur fram á hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.