Fótbolti

Norjmoo Tsedenbal kom nafninu sínu inn á spjöld HM-sögunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norjmoo Tsedenbal er fyrirliði mongólska landsliðsins.
Norjmoo Tsedenbal er fyrirliði mongólska landsliðsins. Skjámynd/Mister Chip
Það eru enn þrjú og hálft ár í það að heimsmeistarakeppnin í fótbolta karla fari fram í Katar en undankeppnin er engu að síður hafin.

Það vita eflaust fáir hver knattspyrnumaðurinn Norjmoo Tsedenbal er en hann náði að koma sér á spjöld sögunnar í dag.

Norjmoo Tsedenbal varð nefnilega fyrsti maðurinn til að skora í baráttunni um heimsmeistaratitilinn 2022.





Norjmoo Tsedenbal er þrítugur miðjumaður Móngólíu sem spilar með félagsliðinu Ulaanbaatar City FC í heimalandinu.

Tsedenbal kom mongólska landsliðinu í 1-0 á móti Brunei í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í annarri umferð undankeppninnar í Asíu. Markið skoraði hann strax á níundu mínútu leiksins.

Sá fyrsti til að skora í undankeppni HM 2018 var hins vegar Chiquito do Carmo frá Austur-Tímor. Hér fyrir neðan má sjá lista frá Mister Chip yfir þá leikmenn sem hafa skorað fyrsta markið í hverri heimsmeistarakeppni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×