Vilja skipta umræðunum í tvennt Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. júní 2019 21:15 Fundi formanna flokkanna á Alþingi var slitið á þriðja tímanum í dag. Markmiðið var að ná fram sáttum um þrætumál til þess að ljúka megi þingstörfum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti sumarfrí Alþingis að hefjast í dag en en þingstörfum er hvergi nærri lokið. Málþófið um þriðja orkupakkann hófst aftur klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir. Þá á enn eftir að afgreiða fjölmörg stór mál. Formenn stjórnarandstöðuflokka virðast leggja áherslu á að sáttaviðræðum verði skipt í tvennt. Annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar hina um til dæmis frumvarp um sameiningu Seðlabaka og Fjármálaeftirlits og um Þjóðarsjóð. „Og svo snýr það að því hvernig á að ljúka þinginu það er að segja að þetta sé gert í tvennu lagi. Þá að þriðja orkupakka samningar séu sér. Þetta er í raun og veru fordæmalaus staða sem ekki er hægt að beita gamalli aðferðafræði á,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata.Halldóra segir að um fordæmalausa stöðu sé að ræða.Vísir„Við komum með ákveðna lausn á dögunum um að klára önnur mál og skilja orkupakkann bara eftir. Mönnum leist ekki á það,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Til þess að ljúka megi þingstörfum í sátt lagði forsætisráðherra í dag fram sameiginlegt tilboð fyrir tvær fylkingar stjórnarandstöðunnar um tvö mál. „Seðlabanka Íslands, sem einn hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við og þriðja orkupakkann sem annar hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við. Hugsanlega væri hægt að ljúka afgreiðslu þessara mála á sérstöku þingi í ágúst þannig að við lykjum öllum þessum málum á þessu þingi en það var ekki stemning fyrir því þannig að ég lít svo á að þá sé nú bara ekkert samkomulag og umræðan haldi hér bara áfram inn í sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Sigmundur Davíð segir að þriðji orkupakkinn verði ekki notaður sem skiptimynt.VísirFormaður Miðflokksins telur þó að málið gæti leyst fyrr. „Ja, ég taldi nú reyndar að það væri komið samkomulag um annað en svo hafa önnur mál hér í þinginu blandast inn í þetta og við höfum verið alveg skýr á því frá upphafi að við erum ekki tilbúin til þess að fórna þriðja orkupakkanum í samningum um einhver önnur mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fundi formanna flokkanna á Alþingi var slitið á þriðja tímanum í dag. Markmiðið var að ná fram sáttum um þrætumál til þess að ljúka megi þingstörfum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti sumarfrí Alþingis að hefjast í dag en en þingstörfum er hvergi nærri lokið. Málþófið um þriðja orkupakkann hófst aftur klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir. Þá á enn eftir að afgreiða fjölmörg stór mál. Formenn stjórnarandstöðuflokka virðast leggja áherslu á að sáttaviðræðum verði skipt í tvennt. Annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar hina um til dæmis frumvarp um sameiningu Seðlabaka og Fjármálaeftirlits og um Þjóðarsjóð. „Og svo snýr það að því hvernig á að ljúka þinginu það er að segja að þetta sé gert í tvennu lagi. Þá að þriðja orkupakka samningar séu sér. Þetta er í raun og veru fordæmalaus staða sem ekki er hægt að beita gamalli aðferðafræði á,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata.Halldóra segir að um fordæmalausa stöðu sé að ræða.Vísir„Við komum með ákveðna lausn á dögunum um að klára önnur mál og skilja orkupakkann bara eftir. Mönnum leist ekki á það,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Til þess að ljúka megi þingstörfum í sátt lagði forsætisráðherra í dag fram sameiginlegt tilboð fyrir tvær fylkingar stjórnarandstöðunnar um tvö mál. „Seðlabanka Íslands, sem einn hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við og þriðja orkupakkann sem annar hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við. Hugsanlega væri hægt að ljúka afgreiðslu þessara mála á sérstöku þingi í ágúst þannig að við lykjum öllum þessum málum á þessu þingi en það var ekki stemning fyrir því þannig að ég lít svo á að þá sé nú bara ekkert samkomulag og umræðan haldi hér bara áfram inn í sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Sigmundur Davíð segir að þriðji orkupakkinn verði ekki notaður sem skiptimynt.VísirFormaður Miðflokksins telur þó að málið gæti leyst fyrr. „Ja, ég taldi nú reyndar að það væri komið samkomulag um annað en svo hafa önnur mál hér í þinginu blandast inn í þetta og við höfum verið alveg skýr á því frá upphafi að við erum ekki tilbúin til þess að fórna þriðja orkupakkanum í samningum um einhver önnur mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34
Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15