Ólafur Karl Finsen um ástandið í Val: Allt það besta í lífinu byrjar á krísu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 10:00 Ólafur Karl Finsen fagnar marki með Andra Adolphssyni, Vísir/Vilhelm Valsmenn sitja í neðsta sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta en einn af leikmönnum liðsins skrifaði stuttan pistil inn á Instagram þar sem hann talar um að það sé líka gott að vera í Val í krísu. Valsliðið styrkti sig mikið fyrir tímabilið og bjuggust sumir við að þeir gætu hreinlega stungið af í sumar en annað hefur nú komið á daginn. Íslandsmeistarar Valsmanna eru í staðinn að bjóða upp á eina verstu titilvörn sögunnar. Ólafur Karl Finsen var í „vandræðastöðu“ Valsmanna í síðasta leik og skoraði mark Íslandsmeistaranna í 2-1 tapi á móti Stjörnunni. Valsmenn hafa nefnilega ekki náð að fylla í skarð danska framherjans Patrick Pedersen sem var markakóngur Pepsi deildarinnar í fyrra með 17 mörk í 21 leik. Ólafur Jóhannesson hefur reynt að nota marga leikmenn upp á topp og nú síðast var Ólafur Karl kominn þangað en hann er vanur að spila fyrir aftan fremsta mann. Ólafur Karl skoraði og var líka hársbreidd frá því að jafna leikinn í leikslok. Uppskeran var hins vegar fimmta tap Valsmanna í sjö leikjum. „Dýrmætasta reynslan í lífi mínu eru erfiðleikar. Maður lærir og síar út fólk sem ekki er tilbúið að standa við bakið á manni þegar mest á reynir,“ skrifaði Ólafur Karl á Instagtam-síðu sína en hann hefur bæði orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni og með Val. „Allt það besta í lífinu byrjar á krísu. Þeir sem þola ekki erfiðleika njóta aldrei neinnar velgengni. Í Val er gott að vera. Líka í krísu,“ skrifaði Ólafur Karl. Valsmenn hafa skorað samanlagt átta mörk í fyrstu sjö leikjum sínum og þeir Ólafur Karl Finsen og Gary Martin eru markahæstir með tvö mörk hvor. Á sama tíma í fyrra var Valsliðið í 2. sæti með 12 stig og 11 mörk og árið þar á undan sat liðið í toppsætinu eftir sjö umferðir með 16 stig og 13 fráköst. Hér fyrir neðan má sjá færslu Ólafs Karls Finsen. View this post on InstagramDýrmætasta reynslan í lífí mínu eru erfiðleikar. Maður lærir og síar út fólk sem ekki er tilbúið að standa við bakið á manni þegar mest á reynir. Allt það besta í lífnu byrjar á krísu. Þeir sem þola ekki erfiðleika njóta aldrei neinnar velgegni. Í Val er gott að vera. Líka í krísu. @valurfotbolti A post shared by Ólafur Finsen (@olikalli) on Jun 4, 2019 at 8:49am PDT Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Valsmenn sitja í neðsta sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta en einn af leikmönnum liðsins skrifaði stuttan pistil inn á Instagram þar sem hann talar um að það sé líka gott að vera í Val í krísu. Valsliðið styrkti sig mikið fyrir tímabilið og bjuggust sumir við að þeir gætu hreinlega stungið af í sumar en annað hefur nú komið á daginn. Íslandsmeistarar Valsmanna eru í staðinn að bjóða upp á eina verstu titilvörn sögunnar. Ólafur Karl Finsen var í „vandræðastöðu“ Valsmanna í síðasta leik og skoraði mark Íslandsmeistaranna í 2-1 tapi á móti Stjörnunni. Valsmenn hafa nefnilega ekki náð að fylla í skarð danska framherjans Patrick Pedersen sem var markakóngur Pepsi deildarinnar í fyrra með 17 mörk í 21 leik. Ólafur Jóhannesson hefur reynt að nota marga leikmenn upp á topp og nú síðast var Ólafur Karl kominn þangað en hann er vanur að spila fyrir aftan fremsta mann. Ólafur Karl skoraði og var líka hársbreidd frá því að jafna leikinn í leikslok. Uppskeran var hins vegar fimmta tap Valsmanna í sjö leikjum. „Dýrmætasta reynslan í lífi mínu eru erfiðleikar. Maður lærir og síar út fólk sem ekki er tilbúið að standa við bakið á manni þegar mest á reynir,“ skrifaði Ólafur Karl á Instagtam-síðu sína en hann hefur bæði orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni og með Val. „Allt það besta í lífinu byrjar á krísu. Þeir sem þola ekki erfiðleika njóta aldrei neinnar velgengni. Í Val er gott að vera. Líka í krísu,“ skrifaði Ólafur Karl. Valsmenn hafa skorað samanlagt átta mörk í fyrstu sjö leikjum sínum og þeir Ólafur Karl Finsen og Gary Martin eru markahæstir með tvö mörk hvor. Á sama tíma í fyrra var Valsliðið í 2. sæti með 12 stig og 11 mörk og árið þar á undan sat liðið í toppsætinu eftir sjö umferðir með 16 stig og 13 fráköst. Hér fyrir neðan má sjá færslu Ólafs Karls Finsen. View this post on InstagramDýrmætasta reynslan í lífí mínu eru erfiðleikar. Maður lærir og síar út fólk sem ekki er tilbúið að standa við bakið á manni þegar mest á reynir. Allt það besta í lífnu byrjar á krísu. Þeir sem þola ekki erfiðleika njóta aldrei neinnar velgegni. Í Val er gott að vera. Líka í krísu. @valurfotbolti A post shared by Ólafur Finsen (@olikalli) on Jun 4, 2019 at 8:49am PDT
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti