Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 08:01 Höfuðstöðvar ABC í Sydney þar sem lögreglan gerði húsleit í dag. Vísir/EPA Húsleitir áströlsku lögreglunnar á skrifstofum ríkisútvarpsins og á heimili ritstjóra annars miðils hafa vakið harða gagnrýni fjölmiðlamanna. Fjölmiðlarnir eru sakaðir um að hafa birt leyniskjöl um misferli ástralskra hermanna í Afganistan og áform áströlsku leyniþjónustunnar um rafræna vöktun á einstaklingum. Fulltrúar áströlsku alríkislögreglunnar AFP leituðu á skrifstofum ríkisútvarpsins ABC í Sydney í dag. Áður höfðu þeir gert húsleit heima hjá ritstjóra fjölmiðlafyrirtækisins News Corp. AFP segir að engin tengsl séu á milli húsleitanna. Reuters-fréttastofan segir að húsleitin hjá ABC hafi tengst nokkrum fréttum þess árið 2017 um ásakanir um að ástralskir hermenn kunni að hafa framið stríðsglæpi í Afganistan. Leitað var hjá ritstjóra News Corp vegna frétta dagblaðs þess um að ástralska leyniþjónustan vildi fylgjast með fólki með því að komast inn í tölvupóst þess, bankareikninga og smáskilaboð í fyrra. AFP segir að rannsóknin á ABC hafi hafist eftir að yfirmaður herafla Ástralíu og þáverandi varnarmálaráðherra vísuðu málinu áfram árið 2017. Dómstóll hafi heimilað húsleitina og byggt á sönnunargögnum sem hafi leitt í ljós „nægilegan grun um að glæpur hefði verið framinn“.Segja húsleitirnar svívirðilega og harkalega aðgerð Fjölmiðlarnir hafa brugðist hart við húsleitunum. David Anderson, útvarpsstjóri ABC, segir afar óvenjulegt að húsleit sé gert hjá ríkisútvarpi. „Þetta eru alvarleg tíðindi og vekur upp lögmætur áhyggjur af fjölmiðlafrelsi og almennilegu aðhaldi almennings með þjóðaröryggis- og varnarmálum,“ segir hann. News Corp, sem er í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, segir húsleitina „svívirðilega og harkalega“ og „alvarlega ógnun“. Fyrirtækið hafi áhyggjur af því hversu viljug ríkisstjórn landsins sé að grafa undan rétti almennings til að vita um mikilvægar ákvarðanir hennar. Marcus Strom, forseti stéttarfélags fjölmiðlamanna, kallaði húsleitirnar „svívirðilegar“ á Twitter. „Það er verið að gera húsleitir lögreglu hjá blaðamönnum að eðlilegum hlut. Það verður að hætta,“ sagði hann. Scott Morrison, forsætisráðherra, gerði lítið úr áhyggjum af fjölmiðlafrelsi og segir að skýrar reglur séu um notkun á leynilegum upplýsingum. „Það veldur mér aldrei áhyggjum að lögum sé framfylgt,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið Sydney Morning Herald. Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Húsleitir áströlsku lögreglunnar á skrifstofum ríkisútvarpsins og á heimili ritstjóra annars miðils hafa vakið harða gagnrýni fjölmiðlamanna. Fjölmiðlarnir eru sakaðir um að hafa birt leyniskjöl um misferli ástralskra hermanna í Afganistan og áform áströlsku leyniþjónustunnar um rafræna vöktun á einstaklingum. Fulltrúar áströlsku alríkislögreglunnar AFP leituðu á skrifstofum ríkisútvarpsins ABC í Sydney í dag. Áður höfðu þeir gert húsleit heima hjá ritstjóra fjölmiðlafyrirtækisins News Corp. AFP segir að engin tengsl séu á milli húsleitanna. Reuters-fréttastofan segir að húsleitin hjá ABC hafi tengst nokkrum fréttum þess árið 2017 um ásakanir um að ástralskir hermenn kunni að hafa framið stríðsglæpi í Afganistan. Leitað var hjá ritstjóra News Corp vegna frétta dagblaðs þess um að ástralska leyniþjónustan vildi fylgjast með fólki með því að komast inn í tölvupóst þess, bankareikninga og smáskilaboð í fyrra. AFP segir að rannsóknin á ABC hafi hafist eftir að yfirmaður herafla Ástralíu og þáverandi varnarmálaráðherra vísuðu málinu áfram árið 2017. Dómstóll hafi heimilað húsleitina og byggt á sönnunargögnum sem hafi leitt í ljós „nægilegan grun um að glæpur hefði verið framinn“.Segja húsleitirnar svívirðilega og harkalega aðgerð Fjölmiðlarnir hafa brugðist hart við húsleitunum. David Anderson, útvarpsstjóri ABC, segir afar óvenjulegt að húsleit sé gert hjá ríkisútvarpi. „Þetta eru alvarleg tíðindi og vekur upp lögmætur áhyggjur af fjölmiðlafrelsi og almennilegu aðhaldi almennings með þjóðaröryggis- og varnarmálum,“ segir hann. News Corp, sem er í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, segir húsleitina „svívirðilega og harkalega“ og „alvarlega ógnun“. Fyrirtækið hafi áhyggjur af því hversu viljug ríkisstjórn landsins sé að grafa undan rétti almennings til að vita um mikilvægar ákvarðanir hennar. Marcus Strom, forseti stéttarfélags fjölmiðlamanna, kallaði húsleitirnar „svívirðilegar“ á Twitter. „Það er verið að gera húsleitir lögreglu hjá blaðamönnum að eðlilegum hlut. Það verður að hætta,“ sagði hann. Scott Morrison, forsætisráðherra, gerði lítið úr áhyggjum af fjölmiðlafrelsi og segir að skýrar reglur séu um notkun á leynilegum upplýsingum. „Það veldur mér aldrei áhyggjum að lögum sé framfylgt,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið Sydney Morning Herald.
Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira