Fótbolti

Sterling: Þjóðadeildin lykillinn að árangri í framtíðinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Raheem Sterling
Raheem Sterling vísir/Getty
Raheem Sterling segir að sigur í Þjóðadeildinni gæti orðið lykilinn að árangri Englendinga í framtíðinni.

England mætir Hollandi í undanúrslitum fyrstu lokakeppni Þjóðadeildarinnar á fimmtudag. Ef Englendingar fara alla leið og vinna keppnina verður það fyrsti titill enska landsliðsins síðan England vann HM 1966.

„Þessi úrslitakeppni er risa stór. Það væri frábært að fá að lyfta titli í ensku landsliðstreyjunni,“ sagði Raheem Sterling.

„Við erum í frábæru tækifæri en við vitum að þetta verður mjög erfitt.“

„Að vinna keppnina myndi gefa liðinu mikið sjálfstraust. Ef við vinnum þessa keppni þá mun það verða jákvætt fyrir okkur í svipuðum stöðum í lokakeppnum EM og HM í framtíðinni.“

„Um leið og fyrsti titillinn kemur þá verður þetta aðeins auðveldara.“

England og Holland eigast við klukkan 18:45 annað kvöld, fimmtudag, og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í kvöld mætast Portúgal og Sviss í hinum undanúrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×