Úrræði Íbúðalánasjóðs verði fyrir öll sveitarfélög sem vilji styrkja húsnæðismarkaðinn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2019 19:00 Kópasker er í Norðurþingi sem er eitt þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Nýr lánaflokkur verður í boði hjá Íbúðalánasjóði til að tryggja fjármagn á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Áform félags- og baramálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Í dag var ákveðið að hrinda tillögum um verkefnið í framkvæmd með breytingum á lögum og reglugerðum. Sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði í því skyni að bregðast við langvarandi stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni. Sveitarfélögin sem hafa tekið þátt eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs.Húsnæðisskortur hefur hamlað atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni „Við erum búin að vera að vinna með þeim að greina þann vanda sem þau standa frammi fyrir og vinna að því að útbúa lausnir sem að gætu mögulega verið til þess að bregðast við þeim vanda sem þau standa frammi fyrir,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs. Húsnæðisskortur er eitt af því sem talið er að hamli atvinnuuppbyggingu á sumum svæðum. „Við auðvitað vonumst til með að þetta komi til með að skila okkur þeim niðurstöðum að við áttum okkur á því hvaða áhrif þetta muni hafa. Við erum búin að leggja fram ákveðnar tillögur svo munum við fara af stað í þessum tilraunasveitarfélögum og prófa tillögurnar og meta áhrif af þeim,“ segir Sigrún. Gangi það eftir verða tillögurnar að almennu úrræði sem fleiri sveitarfélög geta sótt um og nýtt sér. Því sem hrint verður strax af stað snýr að fjármögnun á framkvæmdartíma og þá verður ný lánaflokkur í boði hjá Íbúðalánasjóði.Á hvaða kjörum munið þið bjóða íbúðalán til þeirra sem að ætla sér að reisa byggðir á þessum svæðum? „Það verður unnið að því núna í framhaldi að það er verið að kynna reglugerð sem miðar að því að það verði hægt að veita fjármögnun til uppbyggingar íbúðahúsnæðis á sambærilegum kjörum og á virkari markaðssvæðum eins og til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigrún. Húsnæðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45 Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40 Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Nýr lánaflokkur verður í boði hjá Íbúðalánasjóði til að tryggja fjármagn á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Áform félags- og baramálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Í dag var ákveðið að hrinda tillögum um verkefnið í framkvæmd með breytingum á lögum og reglugerðum. Sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði í því skyni að bregðast við langvarandi stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni. Sveitarfélögin sem hafa tekið þátt eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs.Húsnæðisskortur hefur hamlað atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni „Við erum búin að vera að vinna með þeim að greina þann vanda sem þau standa frammi fyrir og vinna að því að útbúa lausnir sem að gætu mögulega verið til þess að bregðast við þeim vanda sem þau standa frammi fyrir,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs. Húsnæðisskortur er eitt af því sem talið er að hamli atvinnuuppbyggingu á sumum svæðum. „Við auðvitað vonumst til með að þetta komi til með að skila okkur þeim niðurstöðum að við áttum okkur á því hvaða áhrif þetta muni hafa. Við erum búin að leggja fram ákveðnar tillögur svo munum við fara af stað í þessum tilraunasveitarfélögum og prófa tillögurnar og meta áhrif af þeim,“ segir Sigrún. Gangi það eftir verða tillögurnar að almennu úrræði sem fleiri sveitarfélög geta sótt um og nýtt sér. Því sem hrint verður strax af stað snýr að fjármögnun á framkvæmdartíma og þá verður ný lánaflokkur í boði hjá Íbúðalánasjóði.Á hvaða kjörum munið þið bjóða íbúðalán til þeirra sem að ætla sér að reisa byggðir á þessum svæðum? „Það verður unnið að því núna í framhaldi að það er verið að kynna reglugerð sem miðar að því að það verði hægt að veita fjármögnun til uppbyggingar íbúðahúsnæðis á sambærilegum kjörum og á virkari markaðssvæðum eins og til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigrún.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45 Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40 Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45
Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40
Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15