Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 16:28 Pence og Katrín munu að öllum líkindum funda að kvöldi 4. september. Mynd/Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. Ráðherra lýsti þeirri afstöðu sinni á fundi með nýjum sendiherra Bandaríkjanna í dag. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að fundur Jeffrey Ross Gunther, sendiherrans nýja, og Katrínar hafi verið löngu ákveðinn. Um sé að ræða kurteisisheimsókn þegar nýr sendiherra sækir forsætisráðherra heim. Gunther opnaði á þann möguleika á fundinum að leitað yrði leiða til þess að Katrín og Pence gætu hist á meðan á dvöl hans á Íslandi stæði. Þá var sá möguleiki ræddur að Pence framlengdi dvöl sína svo þau gætu hist, eins og Fréttablaðið fullyrti í dag að stefnt væri að. Katrín lýsti sig að sögn Láru Bjargar reiðubúna til þess ef tími fyndist. Katrín heldur erindi á þingi Norræna verkalýðssambandsins í Malmö þann 3. september en þingið stendur til 5. september. Hún mun sitja fundinn 4. september en halda heim í framhaldinu.Sá ekki ástæðu til að breyta dagskrá sinni Ákvörðun Katrínar um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Pence hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Sú afstaða virðist þó hafa breyst eftir fund dagsins með bandaríska sendiherranum sem fyrr segir.Í tilkynningu frá Hvíta húsinu, sem send var þann 15. ágúst síðastliðinn, sagði að Pence myndi koma hingað til lands þann 4. september. Hann ætli sér að funda með forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, þar sem meðal annars verður rætt um viðskipta- og varnarmál, ekki síst vegna framgöngu Rússlands á norðurslóðum. Daginn eftir myndi Pence síðan funda á Bretlandi og dagana 6. til 7. september yrði hann á Írlandi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort fundavilji Katrínar breyti þessum fyrirætlunum Pence. Ef svo er má vænta yfirlýsingar frá Hvíta húsinu. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. Ráðherra lýsti þeirri afstöðu sinni á fundi með nýjum sendiherra Bandaríkjanna í dag. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að fundur Jeffrey Ross Gunther, sendiherrans nýja, og Katrínar hafi verið löngu ákveðinn. Um sé að ræða kurteisisheimsókn þegar nýr sendiherra sækir forsætisráðherra heim. Gunther opnaði á þann möguleika á fundinum að leitað yrði leiða til þess að Katrín og Pence gætu hist á meðan á dvöl hans á Íslandi stæði. Þá var sá möguleiki ræddur að Pence framlengdi dvöl sína svo þau gætu hist, eins og Fréttablaðið fullyrti í dag að stefnt væri að. Katrín lýsti sig að sögn Láru Bjargar reiðubúna til þess ef tími fyndist. Katrín heldur erindi á þingi Norræna verkalýðssambandsins í Malmö þann 3. september en þingið stendur til 5. september. Hún mun sitja fundinn 4. september en halda heim í framhaldinu.Sá ekki ástæðu til að breyta dagskrá sinni Ákvörðun Katrínar um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Pence hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Sú afstaða virðist þó hafa breyst eftir fund dagsins með bandaríska sendiherranum sem fyrr segir.Í tilkynningu frá Hvíta húsinu, sem send var þann 15. ágúst síðastliðinn, sagði að Pence myndi koma hingað til lands þann 4. september. Hann ætli sér að funda með forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, þar sem meðal annars verður rætt um viðskipta- og varnarmál, ekki síst vegna framgöngu Rússlands á norðurslóðum. Daginn eftir myndi Pence síðan funda á Bretlandi og dagana 6. til 7. september yrði hann á Írlandi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort fundavilji Katrínar breyti þessum fyrirætlunum Pence. Ef svo er má vænta yfirlýsingar frá Hvíta húsinu.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15
Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12