Sagan sem sögð er í myndbandinu gerist innan í snjókúlu sem stúlka ein fær að gjöf á jóladag. Í myndbandinu er ástarsamband og tilhugalífið í forgrunni. Atvinnudansarinn Christian Owens leikur ástarviðfang Taylors en „parið“ sést ganga í gengum hæðir og lægðir nútíma ástarsambands.
Þema myndbandsins rímar vel við orsendingu Taylors á Twitter. Í tilkynningu um útgáfu plötunnar sagði hún að Lover væri eins konar ástarhátíð. Þar fagnaði hún ástinni í allri sinni dýrð; notalegheitunum og ringulreiðinni.
This album is very much a celebration of love, in all its complexity, coziness, and chaos. It's the first album of mine that I've ever owned, and I couldn't be more proud. I'm so excited that #Lover is out NOW: https://t.co/t7jK7XmEqa pic.twitter.com/NMgE7LTdGZ
— Taylor Swift (@taylorswift13) August 23, 2019
Lagið Soon You‘ll Get Better, er kannski persónulegasta lagið á plötunni en það fjallar um alvarleg veikindi móður hennar sem glímir við krabbamein.
Það er mikið um að vera hjá Taylor þessa dagana en á mánudaginn mun hún spila á MTV verðlaunahátíðinni. Taylor og Ariana Grande eru með flestar tilnefningarnar í ár.
Taylor flutti nokkur ný og gömul lög í morgunþættinum Good Morning America.