Orkupakkar hafa lækkað raforkukostnað Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 23. ágúst 2019 11:28 Orkupakkaumræðan hefur heldur betur raskað hugarró landsmanna og eitt af áhyggjuefnum andstæðinga orkupakka þrjú eru getgátur um snarhækkandi raforkuverð sem fylgt gætu innleiðingu pakkans. Það er nú einu sinni þannig að raforkukostnaður heimila byggist ekki eingöngu á raforkuverði heldur einnig hversu mikið af raforku við þurfum til að mæta þörfum okkar daglega lífs. Tilgangurinn með þessari grein er ekki að stíga inn í eldfima orkupakkaumræðu landsmanna, heldur frekar að útskýra áhrif eldri orkupakka Evrópusambandsins á raforkukostnað okkar. Neytendur gleyma stundum að það er mun auðveldara að hafa áhrif á raforkunotkun en raforkuverð. Við getum vissulega kvartað yfir raforkuverði og reynt að velja þá raforkusala sem bjóða bestu kjörin en miklu meiri árangur næst þó með því að hafa áhrif á raforkunotkunina. Það er auðvelt að lækka raforkureikninginn með því að muna að slökkva ljósin og skilja ekki eftir raftæki í biðstöðu en mesta byltingin undanfarna áratugi hefur þó verið í raftækjunum sjálfum. Það er nefnilega staðreynd að þrátt fyrir að raftækjum hafi snarfjölgað með nýjum tækninýjungum þá hefur raforkunotkun heimila í raun minnkað. Það hefur gerst m.a. vegna orkutilskipana frá Evrópusambandinu, sem stýrt hefur framleiðendum raftækja í átt til betri orkunýtni, án þess að draga úr gæðum viðkomandi tækja.Framleiðendur reka ekki raftækin Margir myndu segja að raftækjaframleiðendur hefðu nú bara sjálfir fetað þennan orkunýtniveg á eigin spýtur, en málið er ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi selja raftækjaframleiðendur okkur aðeins tækin, þeir reka þau ekki. Með öðrum orðum þá græða framleiðendur lítið á lægri rekstrarkostnaði tækja. Í öðru lagi náði orkuvitund neytenda aldrei þeim hæðum að almenn vitund skapaðist um orkuþörf mismunandi vörumerkja. Orkupakkar Evrópusambandsins hafa breytt þessari stöðu með ýmsum hætti, bæði með verkefnum sem hafa dregið fram orkunýtni tækja og kröfum sem þrýst hafa framleiðendum í rétta átt. Nefna má dæmi eins og A-G einkunnarkerfið sem auðveldaði neytendum val á raftækjum. Þessar merkingar höfðu svo mikil markaðsáhrif að tæki sem höfðu verri orkueinkunn en C hættu nánast að seljast á augabragði og duttu úr framleiðslu í kjölfarið. Eins hafa kvaðir á framleiðslu tækja leitt til þess að orkunýtni raftækja hefur batnað til muna. Skýrt dæmi um það eru ljósaperur en gömlu glóperurnar stóðust t.d. ekki orkunýtnikröfurnar og duttu út af markaði. Í dag höfum við mun betri LED perur sem gefa okkur sömu eða betri lýsingu með miklu lægri heildarkostnaði enda mun orkunýtnari og endingarbetri perur.Skiptir þetta einhverju máli? Þetta hefur skipt miklu máli fyrir íslenska neytendur sem nota nú að jafnaði talsvert minni raforku fyrir sömu þjónustu, þökk sé betri tækjum. Eins og flestir vita, sem eldri eru en tvævetra, þá hefur raftækjum síður en svo fækkað og líklega fjölgað á flestum heimilum undanfarin ár. Þrátt fyrir það hefur árleg raforkunotkun meðalheimilis minnkað um 500 kWst á síðustu 10 árum. Miðað við 100.000 heimili þá er þetta því minnkun á raforkuþörf um 50 milljón kWst á ári sem samsvarar ársnotkun 25 þúsund rafbíla. Þeir 3500 rafbílar sem nú eru á götum landsins eru því bara rétt byrjaðir að tappa af þeirri raforku sem sparast hefur með betri raftækjum á heimilum landsmanna undanfarin ár. Í heimsmarkaðskerfi nútímans er ólíklegt að einstök ríki hefðu ein og sér getað snúið raftækjaframleiðendum á betri brautir. Það er því alveg ljóst að farsælt samstarf ólíkra ríkja getur stuðlað að mikilvægum framförum í orku- og umhverfismálum, hvort sem við Íslendingar viljum taka þátt í því eður ei.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Orkupakkaumræðan hefur heldur betur raskað hugarró landsmanna og eitt af áhyggjuefnum andstæðinga orkupakka þrjú eru getgátur um snarhækkandi raforkuverð sem fylgt gætu innleiðingu pakkans. Það er nú einu sinni þannig að raforkukostnaður heimila byggist ekki eingöngu á raforkuverði heldur einnig hversu mikið af raforku við þurfum til að mæta þörfum okkar daglega lífs. Tilgangurinn með þessari grein er ekki að stíga inn í eldfima orkupakkaumræðu landsmanna, heldur frekar að útskýra áhrif eldri orkupakka Evrópusambandsins á raforkukostnað okkar. Neytendur gleyma stundum að það er mun auðveldara að hafa áhrif á raforkunotkun en raforkuverð. Við getum vissulega kvartað yfir raforkuverði og reynt að velja þá raforkusala sem bjóða bestu kjörin en miklu meiri árangur næst þó með því að hafa áhrif á raforkunotkunina. Það er auðvelt að lækka raforkureikninginn með því að muna að slökkva ljósin og skilja ekki eftir raftæki í biðstöðu en mesta byltingin undanfarna áratugi hefur þó verið í raftækjunum sjálfum. Það er nefnilega staðreynd að þrátt fyrir að raftækjum hafi snarfjölgað með nýjum tækninýjungum þá hefur raforkunotkun heimila í raun minnkað. Það hefur gerst m.a. vegna orkutilskipana frá Evrópusambandinu, sem stýrt hefur framleiðendum raftækja í átt til betri orkunýtni, án þess að draga úr gæðum viðkomandi tækja.Framleiðendur reka ekki raftækin Margir myndu segja að raftækjaframleiðendur hefðu nú bara sjálfir fetað þennan orkunýtniveg á eigin spýtur, en málið er ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi selja raftækjaframleiðendur okkur aðeins tækin, þeir reka þau ekki. Með öðrum orðum þá græða framleiðendur lítið á lægri rekstrarkostnaði tækja. Í öðru lagi náði orkuvitund neytenda aldrei þeim hæðum að almenn vitund skapaðist um orkuþörf mismunandi vörumerkja. Orkupakkar Evrópusambandsins hafa breytt þessari stöðu með ýmsum hætti, bæði með verkefnum sem hafa dregið fram orkunýtni tækja og kröfum sem þrýst hafa framleiðendum í rétta átt. Nefna má dæmi eins og A-G einkunnarkerfið sem auðveldaði neytendum val á raftækjum. Þessar merkingar höfðu svo mikil markaðsáhrif að tæki sem höfðu verri orkueinkunn en C hættu nánast að seljast á augabragði og duttu úr framleiðslu í kjölfarið. Eins hafa kvaðir á framleiðslu tækja leitt til þess að orkunýtni raftækja hefur batnað til muna. Skýrt dæmi um það eru ljósaperur en gömlu glóperurnar stóðust t.d. ekki orkunýtnikröfurnar og duttu út af markaði. Í dag höfum við mun betri LED perur sem gefa okkur sömu eða betri lýsingu með miklu lægri heildarkostnaði enda mun orkunýtnari og endingarbetri perur.Skiptir þetta einhverju máli? Þetta hefur skipt miklu máli fyrir íslenska neytendur sem nota nú að jafnaði talsvert minni raforku fyrir sömu þjónustu, þökk sé betri tækjum. Eins og flestir vita, sem eldri eru en tvævetra, þá hefur raftækjum síður en svo fækkað og líklega fjölgað á flestum heimilum undanfarin ár. Þrátt fyrir það hefur árleg raforkunotkun meðalheimilis minnkað um 500 kWst á síðustu 10 árum. Miðað við 100.000 heimili þá er þetta því minnkun á raforkuþörf um 50 milljón kWst á ári sem samsvarar ársnotkun 25 þúsund rafbíla. Þeir 3500 rafbílar sem nú eru á götum landsins eru því bara rétt byrjaðir að tappa af þeirri raforku sem sparast hefur með betri raftækjum á heimilum landsmanna undanfarin ár. Í heimsmarkaðskerfi nútímans er ólíklegt að einstök ríki hefðu ein og sér getað snúið raftækjaframleiðendum á betri brautir. Það er því alveg ljóst að farsælt samstarf ólíkra ríkja getur stuðlað að mikilvægum framförum í orku- og umhverfismálum, hvort sem við Íslendingar viljum taka þátt í því eður ei.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar