Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 67-81 | ÍR stöðvaði Þórsarara í síðasta fjórðungnum Axel Örn Sæmundarson skrifar 22. nóvember 2019 20:45 ÍR-ingar fagna. vísir/bára Hér í kvöld mættust lið Þórs frá Þorlákshöfn og ÍR í 8.umferð Dominos deildar karla. Fyrir leik voru heimamenn í 5.sæti deildarinnar með 8 stig og ÍR-ingar sátu í 8.sæti deildarinnar með 8 stig sömuleiðis. Gestirnir úr Breiðholtinu byrjuðu mikið betur og settu niður fyrstu 5 stig leiksins en þá tók Halldór Garðar sig til og setti næstu 7 stig. Liðin skiptust svo á forystum jafnt og þétt í leikhlutanum og var staðan að loknum fyrsta leikhluta 17-18 ÍR í vil. Þórsarar virkuðu tilbúnari í slaginn í öðrum leikhluta og voru virkilega kröftugir til að byrja með og náðu að ýta ÍR aðeins frá sér en Breiðhyltingar gáfust ekki svo auðveldlega upp og voru fljótir að ná heimamönnum aftur. Það var mikið af litlum áhlaupum frá báðum liðum og var þetta alltaf frekar jafn leikur. Það skoruðu einungis 3 leikmenn í Þórsliðinu í fyrri hálfleik en það voru þeir Halldór Garðar 19, Marko Bagovic 16, Ragnar Örn 5. Stigaskorið dreifðist aðeins betur á ÍR-inga en atkvæðamestur í fyrri hálfleik var Danero Thomas með 11 stig. Þórsarar komu mikið sterkari úr hálfleik og voru búnir að búa sér til fínt forskot en en og aftur komu ÍR til baka og voru þeir búnir að ná forskoti á leiknum undir restina. Það var mikið jafnræði með liðunum og ljóst að menn voru að leggja sig allan í það að ná að kreista út sigur hér í kvöld. Georgi Boyanov steik mikið upp í 3.leikhluta og var með 18 stig að lok leikhlutans. Halldór Garðar var atkvæðamestur hjá Þór með 29 stig. Það voru hinsvegar ÍR-ingar sem að virtust eiga meira eftir á tanknum og sigldu þessum sigri heim í Breiðholtið. ÍR spilaði frábæra vörn í 4.leikhluta og náðu að ýta Þórsurum vel úr sínum aðgerðum. Virkilega góður og mikilvægur sigur hjá ÍR á erfiðum útivelli. Lokatölur í Þorlákshöfn 67-81 fyrir ÍR.Af hverju vann ÍR.? Gáfust aldrei upp. Lentu oft nokkrum stigum undir en fundu alltaf orku til þess að koma til baka og jafna leikinn. Svo var 4.leikhluti frábær hjá þeim og þar vannst leikurinn. Góðir varnarlega og fundu glufur í vörn Þórs sem þeir sóttu vel á.Hverjir stóðu uppúr? Halldór Garðar Hermannsson var frábær í liði Þórs með 31 stig og 5 stoðsendingar. Það dugði hinsvegar ekki fyrir Þórsarana. Georgi Boyanov steig vel upp í seinni hálfleik en hann var mjög daufur í fyrri hálfleiknum. Endaði leikinn með 26 stig og var stórkostlegur í 4.leikhluta.Hvað gekk illa? 4.leikhluti hjá Þór. Virkuðu bensínlausir. Voru ekki að finna góð skot, ef þeir fengu góð skot þá voru þau ekki að fara niður og svo framvegis. Eftir að hafa verið mjög góðir í 30 mínútur þá urðu síðustu 10 þeim að falli.Hvað gerist næst? Þórsarar fara í heimsókn á Sauðarkrók og mæta þar sjóðheitum Tindastólsmönnum á meðan að ÍR-ingar fá Grindvíkinga í heimsókn í Hertz-hellinn. Friðrik Inga messar yfir sínum mönnum.vísir/báraFriðrik Ingi: Við missum okkar einkenni „Við missum smá takt og nokkrir sóknar hjá okkur verða flatar og litlausar.“ Sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn þar sem að hann vitnar í slakan 4.leikhluta hjá Þór. „Við missum okkar einkenni og það fór í taugarnar á mönnum, en eins og ég sagði við strákana inn í klefa að þá tek ég þennan leik bara á mig“ Friðrik vildi taka þennan leik á sig og hann hefði viljað bregðast betur og öðruvísi við í leiknum. „Ég hefði átt að gera betur á einhverjum tímapunkti í leiknum að hafa stjórn á atburðarrásinni sem ég náði bara ekki að gera“ Þórsliðið var yfir mestallan leikinn og virtust þeir hafa góð tök á ÍR liðinu en ÍR-ingar gáfust aldrei upp og náðu svo að klára leikinn með stæl. „Þetta er mjög svekkjandi því mér fannst við á tímabili vera að taka þetta og það munaði ekki miklu, en svona er þetta í íþróttum, það skiptast á skin og skúrir og við fengum bara á okkur fárviðri þarna í lokaleikhlutanum.“ Það voru einungis Halldór Garðar, Marko Bagovic og Ragnar Bragason sem voru búnir að skora í fyrri hálfleik fyrir Þór. „Við vorum að ströggla í fyrri hálfleik, það voru bara þrír búnir að skora í hálfleik og það voru ákveðnir leikmenn sem voru ekki að spila sitt besta og menn eru bara mannlegir en það er bara eins og það er.“ Næsti leikur Þórs er gegn Tindastól á Sauðarkróki en Þórsarar eiga góða sögu þar síðastliðin ár. „Við förum klárir í slaginn og ætlum að vinna þann leik. Förum vel undirbúnir og vonandi fullmannaðir. Við höfum ekki náð því í öllum leikjum hingað til og það er óskandi að svo verði.“Borche: Við mættum þeim í svæðisvörn og ég held að þeir hafi ekki verið tilbúnir í það „Við mættum þeim í svæðisvörn og ég held að þeir hafi ekki verið tilbúnir í það. Sérstaklega ef því að Vincent var ekki með að þá áttu þeir erfitt með það.“ Sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir sigur gegn Þór í kvöld. „Þessir leikmenn í Þór vilja skjóta þristum og því vorum við að reyna að eyðileggja taktinn hjá þeim með því að skipta mikið úr svæðisvörn í maður á mann vörn.“ Halldór Garðar eins og áður hefur komið fram var frábær og endaði leikinn með 31 stig og 5 stoðsendingar. „Halldór Garðar var frábær og við áttum erfitt með hann, en planið í seinni hálfleik var að hægja vel á honum og reyna að halda hinum í Þórsliðinu jafn rólegum og þeir voru og það virkaði hjá okkur. Lykillinn var að stoppa Halldór.“ Borche reiddist Georgi Boyanov í fyrri hálfleik og lét hann heyra það í einu leikhléinu. „ Hann var seinn sóknarlega og var að klikka á hlutum sem við vorum búnir að leggja upp fyrir leikinn og gera aðra hluti, þannig auðvitað varð ég aðeins reiður honum fyrir það“ Daði Lár og Collin Pryor voru ekki með í kvöld en Collin var meiddur og Daði að taka út sinn síðasta leik í leikbanni. Borche hefur mikla trú á þessum mönnum og sínu liði þegar að þeir koma til baka. „Með Daða og Collin verður vörnin okkar betri og við getum skipt mönnum meira og það mun muna mikið um það þegar að þessir strákar verða með okkur aftur. Ég reikna aftur með þessum strákum í næsta leik.“Danero Thomas: Ég er spenntur „Við áttum erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en við náðum að gera vel í seinni hálfleik og komast á stað þar sem okkur líður vel og náðum góðum takti“ sagði Danero Thomas leikmaður ÍR eftir sigur gegn Þór í kvöld. ÍR-ingar rúlluðu yfir 4.leikhlutann og sóttu sigurinn þar. Það var mikill munur á ÍR liðinu í 4.leikhluta og í öllum hinum leikhlutunum. „Við vorum þolinmóðari í sókninni og við vorum að reyna að ná Georgi meira inn í flæðið hjá okkur í sókninni og um leið og okkur tókst það þá fóru hlutirnir að gerast“ Eins og flestir vita þá er Danero Thomas kominn aftur til ÍR eftir að hafa byrjað tímabilið í 1.deildinni með Hamar í Hveragerði. Danero hljómaði mjög spenntur fyrir komandi tímabili með ÍR. „Ég er spenntur, hérna líður mér vel. Ég ætla bara að njóta þess.“ Dominos-deild karla
Hér í kvöld mættust lið Þórs frá Þorlákshöfn og ÍR í 8.umferð Dominos deildar karla. Fyrir leik voru heimamenn í 5.sæti deildarinnar með 8 stig og ÍR-ingar sátu í 8.sæti deildarinnar með 8 stig sömuleiðis. Gestirnir úr Breiðholtinu byrjuðu mikið betur og settu niður fyrstu 5 stig leiksins en þá tók Halldór Garðar sig til og setti næstu 7 stig. Liðin skiptust svo á forystum jafnt og þétt í leikhlutanum og var staðan að loknum fyrsta leikhluta 17-18 ÍR í vil. Þórsarar virkuðu tilbúnari í slaginn í öðrum leikhluta og voru virkilega kröftugir til að byrja með og náðu að ýta ÍR aðeins frá sér en Breiðhyltingar gáfust ekki svo auðveldlega upp og voru fljótir að ná heimamönnum aftur. Það var mikið af litlum áhlaupum frá báðum liðum og var þetta alltaf frekar jafn leikur. Það skoruðu einungis 3 leikmenn í Þórsliðinu í fyrri hálfleik en það voru þeir Halldór Garðar 19, Marko Bagovic 16, Ragnar Örn 5. Stigaskorið dreifðist aðeins betur á ÍR-inga en atkvæðamestur í fyrri hálfleik var Danero Thomas með 11 stig. Þórsarar komu mikið sterkari úr hálfleik og voru búnir að búa sér til fínt forskot en en og aftur komu ÍR til baka og voru þeir búnir að ná forskoti á leiknum undir restina. Það var mikið jafnræði með liðunum og ljóst að menn voru að leggja sig allan í það að ná að kreista út sigur hér í kvöld. Georgi Boyanov steik mikið upp í 3.leikhluta og var með 18 stig að lok leikhlutans. Halldór Garðar var atkvæðamestur hjá Þór með 29 stig. Það voru hinsvegar ÍR-ingar sem að virtust eiga meira eftir á tanknum og sigldu þessum sigri heim í Breiðholtið. ÍR spilaði frábæra vörn í 4.leikhluta og náðu að ýta Þórsurum vel úr sínum aðgerðum. Virkilega góður og mikilvægur sigur hjá ÍR á erfiðum útivelli. Lokatölur í Þorlákshöfn 67-81 fyrir ÍR.Af hverju vann ÍR.? Gáfust aldrei upp. Lentu oft nokkrum stigum undir en fundu alltaf orku til þess að koma til baka og jafna leikinn. Svo var 4.leikhluti frábær hjá þeim og þar vannst leikurinn. Góðir varnarlega og fundu glufur í vörn Þórs sem þeir sóttu vel á.Hverjir stóðu uppúr? Halldór Garðar Hermannsson var frábær í liði Þórs með 31 stig og 5 stoðsendingar. Það dugði hinsvegar ekki fyrir Þórsarana. Georgi Boyanov steig vel upp í seinni hálfleik en hann var mjög daufur í fyrri hálfleiknum. Endaði leikinn með 26 stig og var stórkostlegur í 4.leikhluta.Hvað gekk illa? 4.leikhluti hjá Þór. Virkuðu bensínlausir. Voru ekki að finna góð skot, ef þeir fengu góð skot þá voru þau ekki að fara niður og svo framvegis. Eftir að hafa verið mjög góðir í 30 mínútur þá urðu síðustu 10 þeim að falli.Hvað gerist næst? Þórsarar fara í heimsókn á Sauðarkrók og mæta þar sjóðheitum Tindastólsmönnum á meðan að ÍR-ingar fá Grindvíkinga í heimsókn í Hertz-hellinn. Friðrik Inga messar yfir sínum mönnum.vísir/báraFriðrik Ingi: Við missum okkar einkenni „Við missum smá takt og nokkrir sóknar hjá okkur verða flatar og litlausar.“ Sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn þar sem að hann vitnar í slakan 4.leikhluta hjá Þór. „Við missum okkar einkenni og það fór í taugarnar á mönnum, en eins og ég sagði við strákana inn í klefa að þá tek ég þennan leik bara á mig“ Friðrik vildi taka þennan leik á sig og hann hefði viljað bregðast betur og öðruvísi við í leiknum. „Ég hefði átt að gera betur á einhverjum tímapunkti í leiknum að hafa stjórn á atburðarrásinni sem ég náði bara ekki að gera“ Þórsliðið var yfir mestallan leikinn og virtust þeir hafa góð tök á ÍR liðinu en ÍR-ingar gáfust aldrei upp og náðu svo að klára leikinn með stæl. „Þetta er mjög svekkjandi því mér fannst við á tímabili vera að taka þetta og það munaði ekki miklu, en svona er þetta í íþróttum, það skiptast á skin og skúrir og við fengum bara á okkur fárviðri þarna í lokaleikhlutanum.“ Það voru einungis Halldór Garðar, Marko Bagovic og Ragnar Bragason sem voru búnir að skora í fyrri hálfleik fyrir Þór. „Við vorum að ströggla í fyrri hálfleik, það voru bara þrír búnir að skora í hálfleik og það voru ákveðnir leikmenn sem voru ekki að spila sitt besta og menn eru bara mannlegir en það er bara eins og það er.“ Næsti leikur Þórs er gegn Tindastól á Sauðarkróki en Þórsarar eiga góða sögu þar síðastliðin ár. „Við förum klárir í slaginn og ætlum að vinna þann leik. Förum vel undirbúnir og vonandi fullmannaðir. Við höfum ekki náð því í öllum leikjum hingað til og það er óskandi að svo verði.“Borche: Við mættum þeim í svæðisvörn og ég held að þeir hafi ekki verið tilbúnir í það „Við mættum þeim í svæðisvörn og ég held að þeir hafi ekki verið tilbúnir í það. Sérstaklega ef því að Vincent var ekki með að þá áttu þeir erfitt með það.“ Sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir sigur gegn Þór í kvöld. „Þessir leikmenn í Þór vilja skjóta þristum og því vorum við að reyna að eyðileggja taktinn hjá þeim með því að skipta mikið úr svæðisvörn í maður á mann vörn.“ Halldór Garðar eins og áður hefur komið fram var frábær og endaði leikinn með 31 stig og 5 stoðsendingar. „Halldór Garðar var frábær og við áttum erfitt með hann, en planið í seinni hálfleik var að hægja vel á honum og reyna að halda hinum í Þórsliðinu jafn rólegum og þeir voru og það virkaði hjá okkur. Lykillinn var að stoppa Halldór.“ Borche reiddist Georgi Boyanov í fyrri hálfleik og lét hann heyra það í einu leikhléinu. „ Hann var seinn sóknarlega og var að klikka á hlutum sem við vorum búnir að leggja upp fyrir leikinn og gera aðra hluti, þannig auðvitað varð ég aðeins reiður honum fyrir það“ Daði Lár og Collin Pryor voru ekki með í kvöld en Collin var meiddur og Daði að taka út sinn síðasta leik í leikbanni. Borche hefur mikla trú á þessum mönnum og sínu liði þegar að þeir koma til baka. „Með Daða og Collin verður vörnin okkar betri og við getum skipt mönnum meira og það mun muna mikið um það þegar að þessir strákar verða með okkur aftur. Ég reikna aftur með þessum strákum í næsta leik.“Danero Thomas: Ég er spenntur „Við áttum erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en við náðum að gera vel í seinni hálfleik og komast á stað þar sem okkur líður vel og náðum góðum takti“ sagði Danero Thomas leikmaður ÍR eftir sigur gegn Þór í kvöld. ÍR-ingar rúlluðu yfir 4.leikhlutann og sóttu sigurinn þar. Það var mikill munur á ÍR liðinu í 4.leikhluta og í öllum hinum leikhlutunum. „Við vorum þolinmóðari í sókninni og við vorum að reyna að ná Georgi meira inn í flæðið hjá okkur í sókninni og um leið og okkur tókst það þá fóru hlutirnir að gerast“ Eins og flestir vita þá er Danero Thomas kominn aftur til ÍR eftir að hafa byrjað tímabilið í 1.deildinni með Hamar í Hveragerði. Danero hljómaði mjög spenntur fyrir komandi tímabili með ÍR. „Ég er spenntur, hérna líður mér vel. Ég ætla bara að njóta þess.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti