„Einkar ógeðslegt“ að misnota auðlindir þjóðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 07:57 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir það „einkar ógeðslegt“ að misfara með auðlindir Namibíu, „þjóðar sem var tiltölulega nýlega búin að ná sjálfstæði eftir nýlendutímann með því arðráni sem honum fylgdi“. Þar vísar hann til umfjöllunar Kveiks í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi. Logi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni eftir miðnætti í gærkvöldi. „Og að svíkja í þokkabót undan skatti - í landi með veika innviði, spillingu og mikla fátækt,“ bætir hann við.Sjá einnig: „Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ „En við erum líka dálítið eins og vanþróað ríki þegar kemur að fiskveiðiauðlindinni okkar. Fáir einstaklingar hagnast gríðarlega á henni og hreiðra um sig, í skjóli hans, út um allt í atvinnulífinu. Ekkert gengur að fá úthlutunarkerfi kvótans breytt og auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og gjaldið sem er tekið fyrir afnotin er orðið svo lágt að það stendur ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins af rannsóknum, eftirliti og umsjón með greininni. Svo lágt að það er lægra en einn útgerðarmaður fékk í arð á síðasta ári.“ Þar vísar Logi til umræðu síðustu daga um fjáraukaalög. Veiðigjöld eiga samkvæmt þeim að skila ríkissjóði um 5 milljörðum króna sem stjórnarandstöðu þykir lítið, ekki síst í ljósi þess að forstjóri Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar Kveiks í gær að það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. Aðalviðmælandi Kveiks í þættinum var Jóhannes Stefánsson sem starfaði sem verkefnastjóri Samherja í Namibíu. Jóhannes fullyrti í þættinum að Samherji hefði gert hvað sem er til að komast yfir kvóta í Namibíu og mútugreiðslur hafi verið engin fyrirstaða. Fleiri alþingismenn tjáðu sig um umfjöllun Kveiks og meintar mútugreiðslur. Þannig sagði Smári McCarthy þingmaður Pírata að hann hefði óskað eftir sérstökum umræðum á Alþingi við forsætisráðherra um spillingu. „Og nánar tiltekið hvernig við komum í veg fyrir hana.“ Flokksbróðir Smára, Björn Leví Gunnarsson, tók í sama streng. „Hvað segið þið, eigum við að taka umræðu um spillingu á Íslandi?“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að embætti hans ætli að skoða málefni Samherja í Namibíu í kjölfar umfjöllunar Kveiks og í tengslum við þær upplýsingar sem embættinu hafa borist. Þungi þessa máls liggi hjá stjórnvöldum í Namibíu og það sem yrði aðhafðst hér á landi yrði gert í samvinnu við yfirvöld í Namibíu eða annars staðar. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins. 12. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir það „einkar ógeðslegt“ að misfara með auðlindir Namibíu, „þjóðar sem var tiltölulega nýlega búin að ná sjálfstæði eftir nýlendutímann með því arðráni sem honum fylgdi“. Þar vísar hann til umfjöllunar Kveiks í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi. Logi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni eftir miðnætti í gærkvöldi. „Og að svíkja í þokkabót undan skatti - í landi með veika innviði, spillingu og mikla fátækt,“ bætir hann við.Sjá einnig: „Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ „En við erum líka dálítið eins og vanþróað ríki þegar kemur að fiskveiðiauðlindinni okkar. Fáir einstaklingar hagnast gríðarlega á henni og hreiðra um sig, í skjóli hans, út um allt í atvinnulífinu. Ekkert gengur að fá úthlutunarkerfi kvótans breytt og auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og gjaldið sem er tekið fyrir afnotin er orðið svo lágt að það stendur ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins af rannsóknum, eftirliti og umsjón með greininni. Svo lágt að það er lægra en einn útgerðarmaður fékk í arð á síðasta ári.“ Þar vísar Logi til umræðu síðustu daga um fjáraukaalög. Veiðigjöld eiga samkvæmt þeim að skila ríkissjóði um 5 milljörðum króna sem stjórnarandstöðu þykir lítið, ekki síst í ljósi þess að forstjóri Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar Kveiks í gær að það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. Aðalviðmælandi Kveiks í þættinum var Jóhannes Stefánsson sem starfaði sem verkefnastjóri Samherja í Namibíu. Jóhannes fullyrti í þættinum að Samherji hefði gert hvað sem er til að komast yfir kvóta í Namibíu og mútugreiðslur hafi verið engin fyrirstaða. Fleiri alþingismenn tjáðu sig um umfjöllun Kveiks og meintar mútugreiðslur. Þannig sagði Smári McCarthy þingmaður Pírata að hann hefði óskað eftir sérstökum umræðum á Alþingi við forsætisráðherra um spillingu. „Og nánar tiltekið hvernig við komum í veg fyrir hana.“ Flokksbróðir Smára, Björn Leví Gunnarsson, tók í sama streng. „Hvað segið þið, eigum við að taka umræðu um spillingu á Íslandi?“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að embætti hans ætli að skoða málefni Samherja í Namibíu í kjölfar umfjöllunar Kveiks og í tengslum við þær upplýsingar sem embættinu hafa borist. Þungi þessa máls liggi hjá stjórnvöldum í Namibíu og það sem yrði aðhafðst hér á landi yrði gert í samvinnu við yfirvöld í Namibíu eða annars staðar.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins. 12. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23
Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00
Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14
Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins. 12. nóvember 2019 23:15