Anthony Davis skoraði 24 stig og tók tólf fráköst fyrir Lakers. Kyle Kuzma skoraði 23 stig og LeBron James var með 19 stig og ellefu stoðsendingar.
@AntDavis23 (24 PTS, 12 REB) and @kylekuzma (23 PTS) lead the way in the @Lakers victory in Phoenix! #LakeShowpic.twitter.com/JhyjaXEs56
— NBA (@NBA) November 13, 2019
Sjö aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt.
Joel Embiid tryggði Philadelphia 76ers nauman sigur á Cleveland Cavaliers, 98-97. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 13 sekúndur voru eftir. Cleveland skoraði ekki síðustu þrjár og hálfa mínútu leiksins.
Embiid skoraði 27 stig og tók 16 fráköst í liði Philadelphia sem er í 4. sæti Austurdeildarinnar.
27 PTS | 16 REB | 4 AST | 2 BLK@JoelEmbiid dominates throughout and comes up clutch for the @sixers! #PhilaUnitepic.twitter.com/gBdSNfsSlG
— NBA (@NBA) November 13, 2019
Utah Jazz vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið lagði Brooklyn Nets að velli, 119-114.
Donovan Mitchell skoraði 30 stig fyrir Utah sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Mike Conley og Rudy Gobert skoruðu 18 stig hvor. Sá síðarnefndi tók einnig 15 fráköst. Kyrie Irving skoraði 27 stig fyrir Brooklyn.
@spidadmitchell drops 30 PTS in the @utahjazz home win!
#TakeNotepic.twitter.com/kD3dYivILU
— NBA (@NBA) November 13, 2019
Miami Heat er áfram ósigrað á heimavelli en liðið vann Detroit Pistons, 117-108, í nótt.
Kendrick Nunn og Jimmy Butler skoruðu 20 stig hvor fyrir Miami. Butler gaf einnig 13 stoðsendingar. Miami er í 2. sætinu vestanmegin.
@JimmyButler scores 20 PTS & dishes out a season-high 13 AST in the @MiamiHEAT home win! pic.twitter.com/lEM6ckLAV6
— NBA (@NBA) November 13, 2019
Úrslitin í nótt:
Phoenix 115-123 LA Lakers
Philadelphia 98-97 Cleveland
Utah 119-114 Brooklyn
Miami 117-108 Detroit
Indiana 111-85 Oklahoma
Chicago 120-102 NY Knicks
Denver 121-125 Atlanta
Sacramento 107-99 Portland
the updated #NBA standings through Nov. 12! pic.twitter.com/r0iez2XRys
— NBA (@NBA) November 13, 2019