Innlent

Engin sameining nema með öllum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Grímsnesingar segja fleiri sveitarfélög verði að taka þátt .
Grímsnesingar segja fleiri sveitarfélög verði að taka þátt . Fréttablaðið/HAG
Lítill áhugi virðist vera fyrir sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu. Ölfus hefur þegar hafnað boði Árborgar um viðræður og sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps er hikandi.

Segjast Grímsnesingar fagna því að bæjarráð Árborgar lýsi vilja til að „nálgast nágranna sína og samstarfsaðila á jafningjagrunni“ en benda á að ekki hafi virst vera vilji til sameiningar hjá sveitarfélögum í Árnessýslu þegar rætt var um málið á árunum 2016 til 2017. Ljóst sé að ekki séu öll sveitarfélögin tilbúin í viðræður aftur. „Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps telur ekki rétt að ræða sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu nema öll sveitarfélögin taki þátt í þeim viðræðum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×