Meintar hótanir Kína gagnvart Færeyjum valda usla Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 08:47 Frá Þórshöfn í Færeyjum. EPA/GEORGIOS KEFALAS Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. Ekkert yrði af fríverslunarsamningi á milli Kína og Færeyja ef kínverska tæknifyrirtækið Huawei fengi ekki að byggja 5G-samskiptakerfi landsins. Ríkisstjórn Færeyja fékk í síðustu viku lögbann á fréttaflutning upp úr upptökunni fjölmiðlar í Danmörku hafa þó haldið áfram að fjalla um málið og segja frá upptökunni. Þegar viðskiptaráðherra Færeyja, var á leið í viðtal við Kringvarp Føroya í síðasta mánuði ræddi hann málið við aðstoðarmann sinn en áttaði sig ekki á því að búið væri að koma hljóðnema á hann fyrir viðtalið. Þann 11. nóvember fundaði Feng Tie, sendiherra Kína gagnvart Danmörku, með Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og seinna með Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra. Á þessum fundum á Feng að hafa sagt að ef símafyrirtækið Føroya Tele samþykkti ekki að fá Huawei til að byggja 5G-kerfi Færeyja yrði ekkert af fríverslunarsamningi á milli ríkjanna. Heimildarmenn Berlingske segja Feng hafa verið „mjög ákveðinn“ við ráðamenn Færeyja. Bandaríkin hafa þrýst verulega á Evrópuríki að nýta sér ekki þjónustu Huawei við uppbyggingu samskiptakerfa. Ríkisstjórn Kína geti þvingað forsvarsmenn fyrirtækins til að starfa með sér varðandi njósnir og ýmislegt annað.AP/Mark Schiefelbein Auk þess að segja að aldrei yrði af fríverslunarsamningnum ef Færeyingar gerðu ekki samning við Huwaei, á Feng að hafa sagt að ef af samningnum yrði, myndi viðskipti á milli ríkjanna aukast til muna. Nielsen mun þó hafa sagt Feng að undir engum kringumstæðum myndi ríkisstjórn hans skipta sér af því hvað einkafyrirtæki Færeyja ákváðu að gera varðandi uppbyggingu umrædds kerfis Yfirvöld Færeyja hafa lengi unnið að því að gera fríverslunarsamning við Kína. Fregnirnar hafa valdið usla í bæði Færeyjum og í Danmörku þar sem þingmenn hafa kallað eftir því að danska þingið standi þétt við bakið á Færeyingum. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur hefur þegar varað Færeyinga við því að hleypa Huawei að uppbyggingu 5G-kerfisisins. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa þrýst á Evrópuríki að útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfa og segja fyrirtækið geta verið notað af yfirvöldum Kína til njósna. Forsvarsmenn Huawei og yfirvalda Kína hafa á undanförnum mánuðum ítrekað haldið því meðal annars fram að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og yfirvöld komi ekki að rekstri þess. Fannst ekki þrýst á sig Í yfirlýsingu til DR segir Feng að það sé innan verksviðs hans að standa vörð um kínversk fyrirtæki. Hann hafi þó ekki beitt Færeyinga þrýstingi eða hótað þeim. Sömuleiðis sé það skylda hans að tryggja að Huwaei fái sanngjarna meðferð með tilliti til þess að Bandaríkin hafi verið að þrýsta á Færeyinga varðandi fyrirtækið.Nielsen, lögmaður Færeyja, segist sömuleiðis ekki hafa fundist sem verið væri að beita hann þrýstingi á fundinum. Hann sagði sömuleiðis að almenningur ætti ef til vill ekki að vita af milliríkjaviðræðum sem þessum. „Svo sendiherra Kína hefur ekki sagt þér að mögulegur fríverslunarsamningur veltur á því hver mun koma að uppbyggingu 5G-kerfis Færeyja?“ spurði DR lögmanninn. „Eins og ég sagði, það eina sem ég hef um þetta að segja er að mér hefur ekki þótt ég beittur þrýstingi eða ógnað af yfirvöldum Kína,“ sagði Nielsen. Danmörk Færeyjar Huawei Kína Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. Ekkert yrði af fríverslunarsamningi á milli Kína og Færeyja ef kínverska tæknifyrirtækið Huawei fengi ekki að byggja 5G-samskiptakerfi landsins. Ríkisstjórn Færeyja fékk í síðustu viku lögbann á fréttaflutning upp úr upptökunni fjölmiðlar í Danmörku hafa þó haldið áfram að fjalla um málið og segja frá upptökunni. Þegar viðskiptaráðherra Færeyja, var á leið í viðtal við Kringvarp Føroya í síðasta mánuði ræddi hann málið við aðstoðarmann sinn en áttaði sig ekki á því að búið væri að koma hljóðnema á hann fyrir viðtalið. Þann 11. nóvember fundaði Feng Tie, sendiherra Kína gagnvart Danmörku, með Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og seinna með Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra. Á þessum fundum á Feng að hafa sagt að ef símafyrirtækið Føroya Tele samþykkti ekki að fá Huawei til að byggja 5G-kerfi Færeyja yrði ekkert af fríverslunarsamningi á milli ríkjanna. Heimildarmenn Berlingske segja Feng hafa verið „mjög ákveðinn“ við ráðamenn Færeyja. Bandaríkin hafa þrýst verulega á Evrópuríki að nýta sér ekki þjónustu Huawei við uppbyggingu samskiptakerfa. Ríkisstjórn Kína geti þvingað forsvarsmenn fyrirtækins til að starfa með sér varðandi njósnir og ýmislegt annað.AP/Mark Schiefelbein Auk þess að segja að aldrei yrði af fríverslunarsamningnum ef Færeyingar gerðu ekki samning við Huwaei, á Feng að hafa sagt að ef af samningnum yrði, myndi viðskipti á milli ríkjanna aukast til muna. Nielsen mun þó hafa sagt Feng að undir engum kringumstæðum myndi ríkisstjórn hans skipta sér af því hvað einkafyrirtæki Færeyja ákváðu að gera varðandi uppbyggingu umrædds kerfis Yfirvöld Færeyja hafa lengi unnið að því að gera fríverslunarsamning við Kína. Fregnirnar hafa valdið usla í bæði Færeyjum og í Danmörku þar sem þingmenn hafa kallað eftir því að danska þingið standi þétt við bakið á Færeyingum. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur hefur þegar varað Færeyinga við því að hleypa Huawei að uppbyggingu 5G-kerfisisins. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa þrýst á Evrópuríki að útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfa og segja fyrirtækið geta verið notað af yfirvöldum Kína til njósna. Forsvarsmenn Huawei og yfirvalda Kína hafa á undanförnum mánuðum ítrekað haldið því meðal annars fram að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og yfirvöld komi ekki að rekstri þess. Fannst ekki þrýst á sig Í yfirlýsingu til DR segir Feng að það sé innan verksviðs hans að standa vörð um kínversk fyrirtæki. Hann hafi þó ekki beitt Færeyinga þrýstingi eða hótað þeim. Sömuleiðis sé það skylda hans að tryggja að Huwaei fái sanngjarna meðferð með tilliti til þess að Bandaríkin hafi verið að þrýsta á Færeyinga varðandi fyrirtækið.Nielsen, lögmaður Færeyja, segist sömuleiðis ekki hafa fundist sem verið væri að beita hann þrýstingi á fundinum. Hann sagði sömuleiðis að almenningur ætti ef til vill ekki að vita af milliríkjaviðræðum sem þessum. „Svo sendiherra Kína hefur ekki sagt þér að mögulegur fríverslunarsamningur veltur á því hver mun koma að uppbyggingu 5G-kerfis Færeyja?“ spurði DR lögmanninn. „Eins og ég sagði, það eina sem ég hef um þetta að segja er að mér hefur ekki þótt ég beittur þrýstingi eða ógnað af yfirvöldum Kína,“ sagði Nielsen.
Danmörk Færeyjar Huawei Kína Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira