Forseti Íslands hvetur þingheim til hugrekkis og forðast að ala á ótta Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2019 21:30 Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Setning Alþingis fór fram með hefðbundnum hætti í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú komu til þings rétt fyrir klukkan hálf tvö og héldu síðan með flestum þingmönnum og boðsgestum eins og sendiherrum annarra ríkja til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Fátt var um fólk á Austurvelli til að fylgjast með eða mótmæla. Kjörtímabil ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú um það bil hálfnað. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar vera uppskeruþing. Þá sé besta tækifærið til að koma viðamiklum málum áfram.Sjá einnig: Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Eftir að hafa sett þingið hvatti forsetinn til þess að stórhugur ríkti á Alþingi þar sem þingmönnum auðnaðist að sýna sanngirni, háttvísi og lipurð í mannlegum samskiptum og virða ólíkar skoðanir þótt eflaust verði tekist á í þingsal. „Til þess er hann gerður. Ágreiningur einkennir öflugt þing og öflugt samfélag. Bann við honum er haldreipi hinna þröngsýnu og kúgunartól harðstjóranna,“ sagði Guðni. Bjartsýni ríki einnig í öflugu samfélagi en ekki biturð og beiskja, ólund eða ótti. Varkárni væri góðra gjalda verð og varast mætti þá andvaralausu og kærulausu. „En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að viðhöfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði forseti Íslands. Skoraði forsetinn á þingheim að vera bjartsýnn en spurði jafnframt hvað hugrekki væri í þingsal og á vettvangi þjóðmála. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst. Þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað. Hvernig hófstilltur, röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. En svo vitnaði forsetinn í lagahöfundinn Carly Simon áður en einhverjir virtust og tækju þessi orð til sín. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ hafði forsetinn eftir söngkonunni og uppskar hlátur þingheims. Í lok ræðu sinnar bað forsetinn samkvæmt hefð þingheim að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar og tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undir eins og hefðin býður. „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi,“ sagði forsætisráðherra og þingheimur tók undir með fjórföldu húrrahrópi. Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45 Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30 Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Setning Alþingis fór fram með hefðbundnum hætti í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú komu til þings rétt fyrir klukkan hálf tvö og héldu síðan með flestum þingmönnum og boðsgestum eins og sendiherrum annarra ríkja til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Fátt var um fólk á Austurvelli til að fylgjast með eða mótmæla. Kjörtímabil ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú um það bil hálfnað. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar vera uppskeruþing. Þá sé besta tækifærið til að koma viðamiklum málum áfram.Sjá einnig: Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Eftir að hafa sett þingið hvatti forsetinn til þess að stórhugur ríkti á Alþingi þar sem þingmönnum auðnaðist að sýna sanngirni, háttvísi og lipurð í mannlegum samskiptum og virða ólíkar skoðanir þótt eflaust verði tekist á í þingsal. „Til þess er hann gerður. Ágreiningur einkennir öflugt þing og öflugt samfélag. Bann við honum er haldreipi hinna þröngsýnu og kúgunartól harðstjóranna,“ sagði Guðni. Bjartsýni ríki einnig í öflugu samfélagi en ekki biturð og beiskja, ólund eða ótti. Varkárni væri góðra gjalda verð og varast mætti þá andvaralausu og kærulausu. „En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að viðhöfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði forseti Íslands. Skoraði forsetinn á þingheim að vera bjartsýnn en spurði jafnframt hvað hugrekki væri í þingsal og á vettvangi þjóðmála. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst. Þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað. Hvernig hófstilltur, röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. En svo vitnaði forsetinn í lagahöfundinn Carly Simon áður en einhverjir virtust og tækju þessi orð til sín. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ hafði forsetinn eftir söngkonunni og uppskar hlátur þingheims. Í lok ræðu sinnar bað forsetinn samkvæmt hefð þingheim að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar og tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undir eins og hefðin býður. „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi,“ sagði forsætisráðherra og þingheimur tók undir með fjórföldu húrrahrópi.
Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45 Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30 Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45
Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30
Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15