Meira en þrjátíu látnir eftir að helgihald breyttist í öngþveiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2019 21:45 Shia múslimar berja sjálfa sig til að marka upphaf Ashura. Myndin er frá helgihaldi í Pakistan og tengist fréttinni ekki beint. AP/Arshad Butt Minnst 31 létust í samkomu í tilefni af Ashura, sem er helgur dagur Shia múslima, í íröksku borginni Karbala. Mennirnir voru troðnir niður í öngþveiti. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins sagði í samtali við BBC að hundrað til viðbótar hafi slasast og varaði við því að tala látinna gæti hækkað. Samkvæmt heimildum myndaðist öngþveitið þegar pílagrími hrasaði á meðan hundruð þúsundir manna voru að framkvæma helgisið. Ashura helgidagurinn minnist píslarvættanna í orrustu Imam Hussein, barnabarns Múhammeðs spámanns, á 9. áratug 6. aldar. Árlega ferðast milljónir Shia pílagrímar til Karbala til að taka þátt í Ashura hátíðarhöldunum, sem er haldin á tíunda degi Muharram, fyrsta mánaðar íslamska tungldagatalsins. Hátíðarhöldin einkennast af sorgar ritúölum og endurleik píslardómar Husseins. Einn helgisiðanna, sem þekktur er sem Tuwairij hlaupið, felst í því að pílagrímar hlaupa um götur borgarinnar í átt að Imam Hussein moskunni til að minnast hlaupsins sem þorpsbúar Tuwairij þorpsins hlupu til Karbala, en þorpið forna var hernumið á meðan á orrustu Abbas, frænda hálfbróður Husseins, stóð. Talsmaður Karbala sýslu sagði í samtali við BBC að hundruð þúsunda hafi tekið þátt í Tuwairij hlaupinu og að ein manneskja hafi hrasað og dottið sem hafi orðið til þess að fleiri hafi fallið til jarðar sem varð til banvæna öngþveitisins. Þá sögðu öryggisstarfsmenn í samtali við fréttastofu AP að öngþveitið hafi myndast eftir að göngustígur hrundi. Þetta er ekki fyrsta skipti sem fjöldadauðsföll hafa orðið á meðan haldið er upp á Ashura en árið 2004 dóu meira en 140 manns þegar sprengjuárásir voru gerðar á helgidóma í Karbala og Bagdad. Árið eftir létust minnst 965 pílagrímar þegar öngþveiti varð á brú sem liggur yfir ánna Tígris í íröksku höfuðborginni Bagdad á meðan hátíðarhöld fóru fram í tilefni af örðum helgidegi Shia múslima. Varað er við myndbandinu hér að neðan en það sýnir ástandið eftir öngþveitið og gæti komið einhverjum úr jafnvægi. Írak Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Minnst 31 létust í samkomu í tilefni af Ashura, sem er helgur dagur Shia múslima, í íröksku borginni Karbala. Mennirnir voru troðnir niður í öngþveiti. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins sagði í samtali við BBC að hundrað til viðbótar hafi slasast og varaði við því að tala látinna gæti hækkað. Samkvæmt heimildum myndaðist öngþveitið þegar pílagrími hrasaði á meðan hundruð þúsundir manna voru að framkvæma helgisið. Ashura helgidagurinn minnist píslarvættanna í orrustu Imam Hussein, barnabarns Múhammeðs spámanns, á 9. áratug 6. aldar. Árlega ferðast milljónir Shia pílagrímar til Karbala til að taka þátt í Ashura hátíðarhöldunum, sem er haldin á tíunda degi Muharram, fyrsta mánaðar íslamska tungldagatalsins. Hátíðarhöldin einkennast af sorgar ritúölum og endurleik píslardómar Husseins. Einn helgisiðanna, sem þekktur er sem Tuwairij hlaupið, felst í því að pílagrímar hlaupa um götur borgarinnar í átt að Imam Hussein moskunni til að minnast hlaupsins sem þorpsbúar Tuwairij þorpsins hlupu til Karbala, en þorpið forna var hernumið á meðan á orrustu Abbas, frænda hálfbróður Husseins, stóð. Talsmaður Karbala sýslu sagði í samtali við BBC að hundruð þúsunda hafi tekið þátt í Tuwairij hlaupinu og að ein manneskja hafi hrasað og dottið sem hafi orðið til þess að fleiri hafi fallið til jarðar sem varð til banvæna öngþveitisins. Þá sögðu öryggisstarfsmenn í samtali við fréttastofu AP að öngþveitið hafi myndast eftir að göngustígur hrundi. Þetta er ekki fyrsta skipti sem fjöldadauðsföll hafa orðið á meðan haldið er upp á Ashura en árið 2004 dóu meira en 140 manns þegar sprengjuárásir voru gerðar á helgidóma í Karbala og Bagdad. Árið eftir létust minnst 965 pílagrímar þegar öngþveiti varð á brú sem liggur yfir ánna Tígris í íröksku höfuðborginni Bagdad á meðan hátíðarhöld fóru fram í tilefni af örðum helgidegi Shia múslima. Varað er við myndbandinu hér að neðan en það sýnir ástandið eftir öngþveitið og gæti komið einhverjum úr jafnvægi.
Írak Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira