Íslendingar bláeygðir þegar kemur að vændi Björn Þorfinnsson skrifar 10. september 2019 07:15 Þórgunnur Jóhannsdóttir, Bryndís Ósk Björnsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir, Stella Sif Jónsdóttir. Framboð vændis hefur aukist mikið á Íslandi undanfarin ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að hverju sinni séu um sextíu einstaklingar að selja sig en mikill meirihluti þeirra eru erlendir einstaklingar sem stoppa stutt við hér á landi. Til þess að sporna við þessu nöturlega samfélagsvandamáli hafa lögregluyfirvöld, Reykjavíkurborg og Samtök ferðaþjónustunnar ýtt úr vör verkefninu „Vopn gegn vændi“ með það fyrir augum að aðstoða hótel og gististaði við að berjast gegn þessum vágesti. Meðal þeirra sem unnið hafa að verkefninu eru sex nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík (MPM), þær Stella Sif Jónsdóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Þórgunnur Jóhannsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir og Bryndís Ósk Björnsdóttir. Aðkoma hópsins að verkefninu hófst þegar sexmenningarnir sátu námskeiðið „Raunhæft verkefni“ sem er hluti af þeirra námi í HR en í því námskeiði vinna nemendur í hópum verkefni að eigin vali, eina krafan er að í því felist samfélagsleg skírskotun á einhvern hátt. Ein úr hópnum las umfjöllun í fjölmiðlum varðandi vinnustofu sem Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar stóð fyrir í október 2018 en þar kynnti sænska baráttukonan Malin Roux leiðir sem sænsku samtökin, Real Stars, hafa farið í baráttunni gegn vændi og mansali og samstarfi samtakanna við hótel og aðra gististaði. Umfjöllunin vakti áhuga og ákveðið var að kanna möguleikann á því að koma að þessari vinnu. „Við settum okkur í samband við starfsmann Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og þar með fór boltinn að rúlla," segir Bryndís Ósk. Hópurinn vann verkefnið í nánu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem opnaði augu þeirra fyrir umfangi vandamálsins. Bryndís Ósk segir að vinnan við verkefnið hafi tekið á. „Manni leið ekki vel í sálinni að vinna þetta verkefni. Aðstæður þeirra sem neyðast og/eða eru neyddir til þess að selja líkama sinn eru þyngri en tárum taki.“ Framlag hópsins til þessa mikilvæga verkefnisins er fræðsluefni sem ber heitið „Vopn gegn vændi“ fyrir stjórnendur og starfsfólk gististaða þar sem þeim í framlínunni er kennt að bera kennsl á ýmis einkenni vændissölu. Bryndís Ósk telur að mikil þörf sé á slíkri fræðslu. „Markmiðið er að auka líkur á því að starfsfólk innan hótela og gististaða þekki einkenni vændis og mansals og komi því frekar auga á slíkt, ásamt því að þekkja þá ferla sem æskilegt er að fara eftir samkvæmt lögreglu. Þrátt fyrir fréttir um aukna vændissölu á Íslandi þá tel ég að við Íslendingar séum afar bláeygðir gagnvart slíkri starfsemi og kveikjum ekki endilega á perunni þó svo að slíkt sé í gangi í okkar nærumhverfi,“ segir Bryndís Ósk. Hægt er að nálgast efnið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Framboð vændis hefur aukist mikið á Íslandi undanfarin ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að hverju sinni séu um sextíu einstaklingar að selja sig en mikill meirihluti þeirra eru erlendir einstaklingar sem stoppa stutt við hér á landi. Til þess að sporna við þessu nöturlega samfélagsvandamáli hafa lögregluyfirvöld, Reykjavíkurborg og Samtök ferðaþjónustunnar ýtt úr vör verkefninu „Vopn gegn vændi“ með það fyrir augum að aðstoða hótel og gististaði við að berjast gegn þessum vágesti. Meðal þeirra sem unnið hafa að verkefninu eru sex nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík (MPM), þær Stella Sif Jónsdóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Þórgunnur Jóhannsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir og Bryndís Ósk Björnsdóttir. Aðkoma hópsins að verkefninu hófst þegar sexmenningarnir sátu námskeiðið „Raunhæft verkefni“ sem er hluti af þeirra námi í HR en í því námskeiði vinna nemendur í hópum verkefni að eigin vali, eina krafan er að í því felist samfélagsleg skírskotun á einhvern hátt. Ein úr hópnum las umfjöllun í fjölmiðlum varðandi vinnustofu sem Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar stóð fyrir í október 2018 en þar kynnti sænska baráttukonan Malin Roux leiðir sem sænsku samtökin, Real Stars, hafa farið í baráttunni gegn vændi og mansali og samstarfi samtakanna við hótel og aðra gististaði. Umfjöllunin vakti áhuga og ákveðið var að kanna möguleikann á því að koma að þessari vinnu. „Við settum okkur í samband við starfsmann Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og þar með fór boltinn að rúlla," segir Bryndís Ósk. Hópurinn vann verkefnið í nánu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem opnaði augu þeirra fyrir umfangi vandamálsins. Bryndís Ósk segir að vinnan við verkefnið hafi tekið á. „Manni leið ekki vel í sálinni að vinna þetta verkefni. Aðstæður þeirra sem neyðast og/eða eru neyddir til þess að selja líkama sinn eru þyngri en tárum taki.“ Framlag hópsins til þessa mikilvæga verkefnisins er fræðsluefni sem ber heitið „Vopn gegn vændi“ fyrir stjórnendur og starfsfólk gististaða þar sem þeim í framlínunni er kennt að bera kennsl á ýmis einkenni vændissölu. Bryndís Ósk telur að mikil þörf sé á slíkri fræðslu. „Markmiðið er að auka líkur á því að starfsfólk innan hótela og gististaða þekki einkenni vændis og mansals og komi því frekar auga á slíkt, ásamt því að þekkja þá ferla sem æskilegt er að fara eftir samkvæmt lögreglu. Þrátt fyrir fréttir um aukna vændissölu á Íslandi þá tel ég að við Íslendingar séum afar bláeygðir gagnvart slíkri starfsemi og kveikjum ekki endilega á perunni þó svo að slíkt sé í gangi í okkar nærumhverfi,“ segir Bryndís Ósk. Hægt er að nálgast efnið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira