Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2019 16:04 Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, er viss um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar og Öryrkjabandalags Íslands hafi skilað þeim árangri að í stað þess að endurskoðun fjármálaáætlunar feli í sér 43 milljarða króna niðurskurð á næstu fimm árum verði hann 28 milljarðar samanlagt næstu fimm árin. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis kynnti í morgun tillögur sínar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fundi nefndarinnar. Önnur umræða um endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er á dagskrá þingfundarins á morgun. Breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þykja nauðsynlegar til að bregðast við ófyrirséðum samdrætti í stað hagvaxtarins sem var gert ráð fyrir.Tillögurnar slæm tíðindi þrátt fyrir að vera þolanlegri en þær fyrri „Mismunurinn eru 15 milljarða kr. minni niðurskurður sem öryrkjar, sjúkrahús, framhaldsskólar, löggæsla, húsnæðisstuðningur ungs fólks og fleiri stoðir velferðarkerfisins njóta góðs af á erfiðum tímum. Ég ætla að leyfa mér að segja að okkar gagnrýni, ÖBÍ og Þroskahjálpar hafi skipt sköpum hér (sérstaklega í ljósi hraðans sem átti að afgreiða málið) og að við höfum verið á ágætis tímakaupi undanfarna daga með því að benda á þetta og hamast í þessu,“ segir Ágúst Ólafur á Facebook-síðu sinni. Ágúst segir að þrátt fyrir að breytingartillögurnar séu þolanlegri en í byrjun júní feli þær engu að síður í sér slæm tíðindi.Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel.Of mikill hraði í veigamiklu máli Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi látið hjá líða að útskýra hvað breytingartillögurnar fela í sér í grunninn, burtséð frá öllum plúsum og mínusum. Hann sé engu nær um hvaða þýðingu breytingartillögurnar hafa í reynd því þær hafi ekki verið kynntar nægilega vel. Fjárlaganefnd fékk klukkutíma kynningu á breytingartillögunum í morgun. Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel. Ekki náðist í Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, við gerð fréttarinnar en í samtali við RÚV í hádeginu sagði hann að engin áform séu um að skerða bætur og bendir á að útgjöldin til málaflokksins á tímabilinu 2018-2024 aukist um 22%. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45 Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, er viss um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar og Öryrkjabandalags Íslands hafi skilað þeim árangri að í stað þess að endurskoðun fjármálaáætlunar feli í sér 43 milljarða króna niðurskurð á næstu fimm árum verði hann 28 milljarðar samanlagt næstu fimm árin. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis kynnti í morgun tillögur sínar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fundi nefndarinnar. Önnur umræða um endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er á dagskrá þingfundarins á morgun. Breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þykja nauðsynlegar til að bregðast við ófyrirséðum samdrætti í stað hagvaxtarins sem var gert ráð fyrir.Tillögurnar slæm tíðindi þrátt fyrir að vera þolanlegri en þær fyrri „Mismunurinn eru 15 milljarða kr. minni niðurskurður sem öryrkjar, sjúkrahús, framhaldsskólar, löggæsla, húsnæðisstuðningur ungs fólks og fleiri stoðir velferðarkerfisins njóta góðs af á erfiðum tímum. Ég ætla að leyfa mér að segja að okkar gagnrýni, ÖBÍ og Þroskahjálpar hafi skipt sköpum hér (sérstaklega í ljósi hraðans sem átti að afgreiða málið) og að við höfum verið á ágætis tímakaupi undanfarna daga með því að benda á þetta og hamast í þessu,“ segir Ágúst Ólafur á Facebook-síðu sinni. Ágúst segir að þrátt fyrir að breytingartillögurnar séu þolanlegri en í byrjun júní feli þær engu að síður í sér slæm tíðindi.Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel.Of mikill hraði í veigamiklu máli Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi látið hjá líða að útskýra hvað breytingartillögurnar fela í sér í grunninn, burtséð frá öllum plúsum og mínusum. Hann sé engu nær um hvaða þýðingu breytingartillögurnar hafa í reynd því þær hafi ekki verið kynntar nægilega vel. Fjárlaganefnd fékk klukkutíma kynningu á breytingartillögunum í morgun. Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel. Ekki náðist í Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, við gerð fréttarinnar en í samtali við RÚV í hádeginu sagði hann að engin áform séu um að skerða bætur og bendir á að útgjöldin til málaflokksins á tímabilinu 2018-2024 aukist um 22%.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45 Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48
Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45
Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50