Tveir voru handteknir eftir að lögregla á Suðurnesjum fann talsvert magn fíkniefna við húsleit í umdæminu í fyrrakvöld.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um hafi verið að ræða kannabisefni og kókaín sem hafi fundist á mörgum stöðum í húsnæðinu.
„Tveir húsráðendur voru handteknir vegna málsins og vistaðir í fangaklefum þar til að skýrslutökur höfðu farið fram,“ segir í tilkynningunni.
Innlent