Sumarhreinsun fram undan hjá Solskjær á Old Trafford Hjörvar Ólafsson skrifar 19. júní 2019 15:00 Það er strembið verkefni sem býður Ole Gunnar Solskjær næstu árin við að byggja upp lið sem á að geta gert atlögu að titlum næstu árin. Óvíst er hvert framhaldið er hjá stærstu stjörnum liðsins og gamall leikmannahópur liðsins þarf nauðsynlega á endurnýjun að halda vísir/getty Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær bíður ærið verkefni á Old Trafford í sumar en þar þarf hann að reisa við laskað stórveldi sem leikur utan Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla næsta vetur og hefur undanfarin ár verið fjarri því að vera líklegur kandídat til þess að berjast um enska meistaratitilinn. Stórstjörnur United stóðu sig fæstar í stykkinu á síðustu leiktíð og útlit er fyrir að ný sveit muni mæta til Manchester og fá þá ábyrgð á sínar herðar að færa bros á varir stuðningsmanna Manchester United. Þessa stundina er óvissa um framtíð nokkurra leikmanna sem myndað hafa hryggjarstykkið í liðinu en þeir eiga í samningaviðræðum við Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins. Þannig er óvissa um hvort David De Gea semji til langframa við félagið eður ei, Paul Pogba hefur farið fram á mikla launahækkun til að halda honum hjá félaginu og lýst yfir áhuga á að fá nýja áskorun. Þá er ekki útséð með hvort Marcus Rashford vilji festa sig til framtíðar. Þar að auki hefur verið ýjað að því að Romelu Lukaku og Alexis Sánchez sem áttu að bera uppi sóknarleikinn á síðasta tímabili fari frá félaginu sem þýðir að liðið vantar sárlega góða leikmenn til að leiða sóknina næstu árin. Nú þegar hefur félagið tilkynnt að þjónustu Antonio Valencia og Ander Herrera við félagið sé lokið í bili hið minnsta og spurning hver framtíð leikmanna á borð við Eric Bailly, Marcos Rojo, Matteo Darmian, Nemanja Matic, Fred, Juan Mata verður. Ole Gunnar er byrjaður á sumarkaupunum en hann fékk velska vængmanninn Daniel James til liðs við sig frá Swansea City og þá hefur Crystal Palace hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka. Á stuttum tíma hefur erkifjendunum í Manchester City tekist að stinga nágranna sína af og þarf United að styrkja hópinn allverulega í þessum félagaskiptaglugga til að nálgast nágranna sína og erkifjendur. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Sjá meira
Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær bíður ærið verkefni á Old Trafford í sumar en þar þarf hann að reisa við laskað stórveldi sem leikur utan Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla næsta vetur og hefur undanfarin ár verið fjarri því að vera líklegur kandídat til þess að berjast um enska meistaratitilinn. Stórstjörnur United stóðu sig fæstar í stykkinu á síðustu leiktíð og útlit er fyrir að ný sveit muni mæta til Manchester og fá þá ábyrgð á sínar herðar að færa bros á varir stuðningsmanna Manchester United. Þessa stundina er óvissa um framtíð nokkurra leikmanna sem myndað hafa hryggjarstykkið í liðinu en þeir eiga í samningaviðræðum við Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins. Þannig er óvissa um hvort David De Gea semji til langframa við félagið eður ei, Paul Pogba hefur farið fram á mikla launahækkun til að halda honum hjá félaginu og lýst yfir áhuga á að fá nýja áskorun. Þá er ekki útséð með hvort Marcus Rashford vilji festa sig til framtíðar. Þar að auki hefur verið ýjað að því að Romelu Lukaku og Alexis Sánchez sem áttu að bera uppi sóknarleikinn á síðasta tímabili fari frá félaginu sem þýðir að liðið vantar sárlega góða leikmenn til að leiða sóknina næstu árin. Nú þegar hefur félagið tilkynnt að þjónustu Antonio Valencia og Ander Herrera við félagið sé lokið í bili hið minnsta og spurning hver framtíð leikmanna á borð við Eric Bailly, Marcos Rojo, Matteo Darmian, Nemanja Matic, Fred, Juan Mata verður. Ole Gunnar er byrjaður á sumarkaupunum en hann fékk velska vængmanninn Daniel James til liðs við sig frá Swansea City og þá hefur Crystal Palace hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka. Á stuttum tíma hefur erkifjendunum í Manchester City tekist að stinga nágranna sína af og þarf United að styrkja hópinn allverulega í þessum félagaskiptaglugga til að nálgast nágranna sína og erkifjendur.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Sjá meira