Kostnaður við Mathöllina á Hlemmi fór 79% fram úr áætlun Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 14:16 Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017. Vísir/Vilhelm Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar segir að kostnaður við Mathöllina á Hlemmi hafi farið 79% fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Framúrkeyrslan er rakin til þess að þak hússins hafi verið illa farið og að ráðast hafi þurft í endurbætur á rafmagni vegna starfsemi veitingastaða í því.Skýrsla innri endurskoðandans um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar var kynnt í borgarráði Reykjavíkurborgar í dag, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Hann hafi sett fram ábendingar um atriði sem betur mætti fara í tengslum við framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar og farið yfir þær með stjórnendum og tengiliðum. Í skýrslunni lagði innri endurskoðandinn fram sjö ábendingar í tengslum við verklegu framkvæmdirnar og fjórar varðandi innkaupamál. Alvarlegustu athugasemdin gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð og fjöldi vinnustunda hafi farið langt fram úr áætlun. Þá hafi áætlun um eftirlit verið undir verðviðmiðunarmörkum. Kostnaðaráætlun um eftirlit sýnist hafa verið til málamynda. Sagt var frá því í fyrra að heildarkostnaður við Mathöllina, sem opnaði á menningarnótt árið 2017, hafi verið þrefalt meiri en í frumkostnaðaráætlun, um 308 milljónir krónur í stað um 107 milljóna sem fyrst var lagt upp með. Í skýrslu endurskoðandans kemur fram að fljótt hafi orðið ljóst að uppsafnað viðhald á Hlemmi væri mun umfangsmeira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn hafi farið 102% fram úr uppfærðri kostnaðaráætlun. Þegar tekið hefði verið tillit til þess að kostnaður við þak hefði verið rangt bókfærður árið 2016 endi framúrkeyrsla framkvæmdarinnar í 79%, alls 129,3 milljónum króna.Hætta á að orðspor skaðist við viðvarandi framúrkeyrslu Innri endurskoðandinn gerir athugasemdi við áætlanagerð verkefnisins í skýrslu sinni og vísar til þess að ekki hafi komið í ljós fyrr en eftir á að umfang þess væri meira en gert var ráð fyrir. „Að mati Innri endurskoðunar er það óásættanlegt að við gerð kostnaðaráætlunar af hálfu fagaðila sé ekki hægt að sjá betur fyrir umfang verksins, þ.e. hvort húsnæðið sem um ræðir sé í fokheldisástandi eða ekki og hvort forsendur séu raunhæfar. Vanáætlun leiðir af sér að verkþættir sem annars væru útboðsskyldir eru framkvæmdir á tímagjaldi sem getur komið niður á hagkvæmni framkvæmdar.“ Varar hann við því að mikil og viðvarandi framúrkeyrsla geti skaðað orðspor. Þegar kostnaður fari tugi prósenta fram úr áætlun velti almenningur, kjörnir fulltrúar og fjölmiðlar því fyrir sér hvort önnur sjónarmið liggi að baki, þar á meðal hvort framkvæmd hafi verið samþykkt á grundvelli vanmetinnar kostnaðaráætlunar í trausti þess að sækja viðbótarfjárheimildir síðar því ekki sé hægt að stöðva framkvæmdir þegar þær eru hafnar. Í tilkynningu borgarinnar segir að borgarráð hafi samþykkt að vísa ábendingum innri endurskoðandans til meðferðar í umbótavinnu sem standi yfir við stjórnkerfisbreytingar. Nýju innkaupa- og framkvæmdaráði verði falið að fylgja ábendingum innri endurskoðandans eftir þegar það tekur til starfa 1. júní. Fram að þeim tíma hafi borgarráð yfirsýn yfir kostnaðaráætlanir sem tengjast útboðum á verklegum framkvæmdum. Frávik frá áætluðum kostnaði við framkvæmdir við Sundhöll Reykjavíkur, viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og við hjólastíg við Grensásveg taldi innri endurskoðandinn að væru innan óvissuviðmiða, að því er segir í tilkynningunni.Kostnaður við Mathöllina fór tæpum 130 milljónum króna fram úr áætlun.Vísir/VilhelmFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram bókun þar sem þeir gagnrýndu mikla framúrkeyrslu miðað við upphaflegar fjárhagsáætlanir. Verkin fjögur sem fjallað er um í skýrslunni hafi samtals farið 1,3 milljörðum króna fram úr áætlun, um 72%. Í tilfelli Mathallarinnar hafi kostnaður farið fram úr samþykktum fjárheimildum sem sé óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Í engu verkefnanna hafi skilamat legið fyrir, þvert á reglur borgarinnar. Leggur flokkurinn til að gerð verði úttekt á öðrum verkefnum eins og við Gröndalshús og Vitanum við Sæbraut. Nauðsynlegt sé einnig að kanna hvernig staðið var að samningum og riftun verkefnis á Grensásvegi 12. Reykjavík Tengdar fréttir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45 Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar segir að kostnaður við Mathöllina á Hlemmi hafi farið 79% fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Framúrkeyrslan er rakin til þess að þak hússins hafi verið illa farið og að ráðast hafi þurft í endurbætur á rafmagni vegna starfsemi veitingastaða í því.Skýrsla innri endurskoðandans um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar var kynnt í borgarráði Reykjavíkurborgar í dag, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Hann hafi sett fram ábendingar um atriði sem betur mætti fara í tengslum við framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar og farið yfir þær með stjórnendum og tengiliðum. Í skýrslunni lagði innri endurskoðandinn fram sjö ábendingar í tengslum við verklegu framkvæmdirnar og fjórar varðandi innkaupamál. Alvarlegustu athugasemdin gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð og fjöldi vinnustunda hafi farið langt fram úr áætlun. Þá hafi áætlun um eftirlit verið undir verðviðmiðunarmörkum. Kostnaðaráætlun um eftirlit sýnist hafa verið til málamynda. Sagt var frá því í fyrra að heildarkostnaður við Mathöllina, sem opnaði á menningarnótt árið 2017, hafi verið þrefalt meiri en í frumkostnaðaráætlun, um 308 milljónir krónur í stað um 107 milljóna sem fyrst var lagt upp með. Í skýrslu endurskoðandans kemur fram að fljótt hafi orðið ljóst að uppsafnað viðhald á Hlemmi væri mun umfangsmeira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn hafi farið 102% fram úr uppfærðri kostnaðaráætlun. Þegar tekið hefði verið tillit til þess að kostnaður við þak hefði verið rangt bókfærður árið 2016 endi framúrkeyrsla framkvæmdarinnar í 79%, alls 129,3 milljónum króna.Hætta á að orðspor skaðist við viðvarandi framúrkeyrslu Innri endurskoðandinn gerir athugasemdi við áætlanagerð verkefnisins í skýrslu sinni og vísar til þess að ekki hafi komið í ljós fyrr en eftir á að umfang þess væri meira en gert var ráð fyrir. „Að mati Innri endurskoðunar er það óásættanlegt að við gerð kostnaðaráætlunar af hálfu fagaðila sé ekki hægt að sjá betur fyrir umfang verksins, þ.e. hvort húsnæðið sem um ræðir sé í fokheldisástandi eða ekki og hvort forsendur séu raunhæfar. Vanáætlun leiðir af sér að verkþættir sem annars væru útboðsskyldir eru framkvæmdir á tímagjaldi sem getur komið niður á hagkvæmni framkvæmdar.“ Varar hann við því að mikil og viðvarandi framúrkeyrsla geti skaðað orðspor. Þegar kostnaður fari tugi prósenta fram úr áætlun velti almenningur, kjörnir fulltrúar og fjölmiðlar því fyrir sér hvort önnur sjónarmið liggi að baki, þar á meðal hvort framkvæmd hafi verið samþykkt á grundvelli vanmetinnar kostnaðaráætlunar í trausti þess að sækja viðbótarfjárheimildir síðar því ekki sé hægt að stöðva framkvæmdir þegar þær eru hafnar. Í tilkynningu borgarinnar segir að borgarráð hafi samþykkt að vísa ábendingum innri endurskoðandans til meðferðar í umbótavinnu sem standi yfir við stjórnkerfisbreytingar. Nýju innkaupa- og framkvæmdaráði verði falið að fylgja ábendingum innri endurskoðandans eftir þegar það tekur til starfa 1. júní. Fram að þeim tíma hafi borgarráð yfirsýn yfir kostnaðaráætlanir sem tengjast útboðum á verklegum framkvæmdum. Frávik frá áætluðum kostnaði við framkvæmdir við Sundhöll Reykjavíkur, viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og við hjólastíg við Grensásveg taldi innri endurskoðandinn að væru innan óvissuviðmiða, að því er segir í tilkynningunni.Kostnaður við Mathöllina fór tæpum 130 milljónum króna fram úr áætlun.Vísir/VilhelmFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram bókun þar sem þeir gagnrýndu mikla framúrkeyrslu miðað við upphaflegar fjárhagsáætlanir. Verkin fjögur sem fjallað er um í skýrslunni hafi samtals farið 1,3 milljörðum króna fram úr áætlun, um 72%. Í tilfelli Mathallarinnar hafi kostnaður farið fram úr samþykktum fjárheimildum sem sé óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Í engu verkefnanna hafi skilamat legið fyrir, þvert á reglur borgarinnar. Leggur flokkurinn til að gerð verði úttekt á öðrum verkefnum eins og við Gröndalshús og Vitanum við Sæbraut. Nauðsynlegt sé einnig að kanna hvernig staðið var að samningum og riftun verkefnis á Grensásvegi 12.
Reykjavík Tengdar fréttir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45 Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45
Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00
Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06