Kostnaður við Mathöllina á Hlemmi fór 79% fram úr áætlun Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 14:16 Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017. Vísir/Vilhelm Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar segir að kostnaður við Mathöllina á Hlemmi hafi farið 79% fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Framúrkeyrslan er rakin til þess að þak hússins hafi verið illa farið og að ráðast hafi þurft í endurbætur á rafmagni vegna starfsemi veitingastaða í því.Skýrsla innri endurskoðandans um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar var kynnt í borgarráði Reykjavíkurborgar í dag, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Hann hafi sett fram ábendingar um atriði sem betur mætti fara í tengslum við framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar og farið yfir þær með stjórnendum og tengiliðum. Í skýrslunni lagði innri endurskoðandinn fram sjö ábendingar í tengslum við verklegu framkvæmdirnar og fjórar varðandi innkaupamál. Alvarlegustu athugasemdin gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð og fjöldi vinnustunda hafi farið langt fram úr áætlun. Þá hafi áætlun um eftirlit verið undir verðviðmiðunarmörkum. Kostnaðaráætlun um eftirlit sýnist hafa verið til málamynda. Sagt var frá því í fyrra að heildarkostnaður við Mathöllina, sem opnaði á menningarnótt árið 2017, hafi verið þrefalt meiri en í frumkostnaðaráætlun, um 308 milljónir krónur í stað um 107 milljóna sem fyrst var lagt upp með. Í skýrslu endurskoðandans kemur fram að fljótt hafi orðið ljóst að uppsafnað viðhald á Hlemmi væri mun umfangsmeira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn hafi farið 102% fram úr uppfærðri kostnaðaráætlun. Þegar tekið hefði verið tillit til þess að kostnaður við þak hefði verið rangt bókfærður árið 2016 endi framúrkeyrsla framkvæmdarinnar í 79%, alls 129,3 milljónum króna.Hætta á að orðspor skaðist við viðvarandi framúrkeyrslu Innri endurskoðandinn gerir athugasemdi við áætlanagerð verkefnisins í skýrslu sinni og vísar til þess að ekki hafi komið í ljós fyrr en eftir á að umfang þess væri meira en gert var ráð fyrir. „Að mati Innri endurskoðunar er það óásættanlegt að við gerð kostnaðaráætlunar af hálfu fagaðila sé ekki hægt að sjá betur fyrir umfang verksins, þ.e. hvort húsnæðið sem um ræðir sé í fokheldisástandi eða ekki og hvort forsendur séu raunhæfar. Vanáætlun leiðir af sér að verkþættir sem annars væru útboðsskyldir eru framkvæmdir á tímagjaldi sem getur komið niður á hagkvæmni framkvæmdar.“ Varar hann við því að mikil og viðvarandi framúrkeyrsla geti skaðað orðspor. Þegar kostnaður fari tugi prósenta fram úr áætlun velti almenningur, kjörnir fulltrúar og fjölmiðlar því fyrir sér hvort önnur sjónarmið liggi að baki, þar á meðal hvort framkvæmd hafi verið samþykkt á grundvelli vanmetinnar kostnaðaráætlunar í trausti þess að sækja viðbótarfjárheimildir síðar því ekki sé hægt að stöðva framkvæmdir þegar þær eru hafnar. Í tilkynningu borgarinnar segir að borgarráð hafi samþykkt að vísa ábendingum innri endurskoðandans til meðferðar í umbótavinnu sem standi yfir við stjórnkerfisbreytingar. Nýju innkaupa- og framkvæmdaráði verði falið að fylgja ábendingum innri endurskoðandans eftir þegar það tekur til starfa 1. júní. Fram að þeim tíma hafi borgarráð yfirsýn yfir kostnaðaráætlanir sem tengjast útboðum á verklegum framkvæmdum. Frávik frá áætluðum kostnaði við framkvæmdir við Sundhöll Reykjavíkur, viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og við hjólastíg við Grensásveg taldi innri endurskoðandinn að væru innan óvissuviðmiða, að því er segir í tilkynningunni.Kostnaður við Mathöllina fór tæpum 130 milljónum króna fram úr áætlun.Vísir/VilhelmFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram bókun þar sem þeir gagnrýndu mikla framúrkeyrslu miðað við upphaflegar fjárhagsáætlanir. Verkin fjögur sem fjallað er um í skýrslunni hafi samtals farið 1,3 milljörðum króna fram úr áætlun, um 72%. Í tilfelli Mathallarinnar hafi kostnaður farið fram úr samþykktum fjárheimildum sem sé óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Í engu verkefnanna hafi skilamat legið fyrir, þvert á reglur borgarinnar. Leggur flokkurinn til að gerð verði úttekt á öðrum verkefnum eins og við Gröndalshús og Vitanum við Sæbraut. Nauðsynlegt sé einnig að kanna hvernig staðið var að samningum og riftun verkefnis á Grensásvegi 12. Reykjavík Tengdar fréttir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45 Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar segir að kostnaður við Mathöllina á Hlemmi hafi farið 79% fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Framúrkeyrslan er rakin til þess að þak hússins hafi verið illa farið og að ráðast hafi þurft í endurbætur á rafmagni vegna starfsemi veitingastaða í því.Skýrsla innri endurskoðandans um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar var kynnt í borgarráði Reykjavíkurborgar í dag, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Hann hafi sett fram ábendingar um atriði sem betur mætti fara í tengslum við framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar og farið yfir þær með stjórnendum og tengiliðum. Í skýrslunni lagði innri endurskoðandinn fram sjö ábendingar í tengslum við verklegu framkvæmdirnar og fjórar varðandi innkaupamál. Alvarlegustu athugasemdin gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð og fjöldi vinnustunda hafi farið langt fram úr áætlun. Þá hafi áætlun um eftirlit verið undir verðviðmiðunarmörkum. Kostnaðaráætlun um eftirlit sýnist hafa verið til málamynda. Sagt var frá því í fyrra að heildarkostnaður við Mathöllina, sem opnaði á menningarnótt árið 2017, hafi verið þrefalt meiri en í frumkostnaðaráætlun, um 308 milljónir krónur í stað um 107 milljóna sem fyrst var lagt upp með. Í skýrslu endurskoðandans kemur fram að fljótt hafi orðið ljóst að uppsafnað viðhald á Hlemmi væri mun umfangsmeira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn hafi farið 102% fram úr uppfærðri kostnaðaráætlun. Þegar tekið hefði verið tillit til þess að kostnaður við þak hefði verið rangt bókfærður árið 2016 endi framúrkeyrsla framkvæmdarinnar í 79%, alls 129,3 milljónum króna.Hætta á að orðspor skaðist við viðvarandi framúrkeyrslu Innri endurskoðandinn gerir athugasemdi við áætlanagerð verkefnisins í skýrslu sinni og vísar til þess að ekki hafi komið í ljós fyrr en eftir á að umfang þess væri meira en gert var ráð fyrir. „Að mati Innri endurskoðunar er það óásættanlegt að við gerð kostnaðaráætlunar af hálfu fagaðila sé ekki hægt að sjá betur fyrir umfang verksins, þ.e. hvort húsnæðið sem um ræðir sé í fokheldisástandi eða ekki og hvort forsendur séu raunhæfar. Vanáætlun leiðir af sér að verkþættir sem annars væru útboðsskyldir eru framkvæmdir á tímagjaldi sem getur komið niður á hagkvæmni framkvæmdar.“ Varar hann við því að mikil og viðvarandi framúrkeyrsla geti skaðað orðspor. Þegar kostnaður fari tugi prósenta fram úr áætlun velti almenningur, kjörnir fulltrúar og fjölmiðlar því fyrir sér hvort önnur sjónarmið liggi að baki, þar á meðal hvort framkvæmd hafi verið samþykkt á grundvelli vanmetinnar kostnaðaráætlunar í trausti þess að sækja viðbótarfjárheimildir síðar því ekki sé hægt að stöðva framkvæmdir þegar þær eru hafnar. Í tilkynningu borgarinnar segir að borgarráð hafi samþykkt að vísa ábendingum innri endurskoðandans til meðferðar í umbótavinnu sem standi yfir við stjórnkerfisbreytingar. Nýju innkaupa- og framkvæmdaráði verði falið að fylgja ábendingum innri endurskoðandans eftir þegar það tekur til starfa 1. júní. Fram að þeim tíma hafi borgarráð yfirsýn yfir kostnaðaráætlanir sem tengjast útboðum á verklegum framkvæmdum. Frávik frá áætluðum kostnaði við framkvæmdir við Sundhöll Reykjavíkur, viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og við hjólastíg við Grensásveg taldi innri endurskoðandinn að væru innan óvissuviðmiða, að því er segir í tilkynningunni.Kostnaður við Mathöllina fór tæpum 130 milljónum króna fram úr áætlun.Vísir/VilhelmFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram bókun þar sem þeir gagnrýndu mikla framúrkeyrslu miðað við upphaflegar fjárhagsáætlanir. Verkin fjögur sem fjallað er um í skýrslunni hafi samtals farið 1,3 milljörðum króna fram úr áætlun, um 72%. Í tilfelli Mathallarinnar hafi kostnaður farið fram úr samþykktum fjárheimildum sem sé óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Í engu verkefnanna hafi skilamat legið fyrir, þvert á reglur borgarinnar. Leggur flokkurinn til að gerð verði úttekt á öðrum verkefnum eins og við Gröndalshús og Vitanum við Sæbraut. Nauðsynlegt sé einnig að kanna hvernig staðið var að samningum og riftun verkefnis á Grensásvegi 12.
Reykjavík Tengdar fréttir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45 Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45
Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00
Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06