Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem skutu City á toppinn og opnunarmörkin á nýja leikvangi Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikvangur Tottenham.
Leikvangur Tottenham. vísir/getty
Þrír leikir voru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinanr í gærkvöldi en Chelsea, Manchester City og Tottenham unnu öll mikilvæga sigra á heimavelli.

City er komið aftur á toppinn eftir 2-0 sigur á Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff. Ensku meistarararnir með eins stigs forskot er sex umferðir eru eftir af deildinni.

Tottenham vígði nýjan leikvang með tveimur mörkum og þremur stigum en þetta var fyrsti leikur liðsins á nýjum leikvangi. Fullt var á vellinum og mikil stemning. Tottenham vann Crystal Palace 2-0 og er komið í þriðja sætið á ný.

Chelsea gefur ekki tommu eftir í baráttu um Meistaradeildasæti og þeir unnu nokkuð þægilegan sigur á Brighton á heimavelli, 3-0. Með sigrinum fór Chelsea upp fyrir Manchester United og er í fimmta sætinu.

Öll mörk gærdagsins má sjá hér að neðan.

Chelsea - Brighton 3-0:
Klippa: FT Chelsea 3 - 0 Brighton
Manchester City - Cardiff 2-0:
Klippa: FT Manchester City 2 - 0 Cardiff
Tottenham - Crystal Palace 2-0:
Klippa: FT Tottenham 2 - 0 Crystal Palace



Fleiri fréttir

Sjá meira


×