Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2019 17:21 Forsetinn segir mikilvægt að fara gætilega í kringum rándýrið. Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu sem fataðist flug á Bessastaðatúninu á öðrum degi jóla. Unginn er þar í góðu yfirlæti og forsetinn gleðst yfir því að aftur sé rekið fálkahús á Bessastöðum. Það var umsjónarmaður fasteigna sem bjargaði fálkaunganum köldum og hröktum undan hröfnum sem höfðu gert atlögu að honum. Unginn er kvendýr, tæp tvö kíló að þyngd og hefur fengið nafnið Kría. Er unginn geymdur í gróðurhúsi á Bessastöðum. Forsetinn segir litla ógn stafa af þessu rándýri. „Hann hefur ekki gert sig líklegan til að ráðast á okkur mannfólkið. Svo þarf maður að sýna almenna skynsemi, vera ekki með hraðar hreyfingar í návist hans, sýna ekki tilburði sem skepnan gæti talið vera ógn við sig. Hér ríkir bara vopnahlé,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að ráði sérfræðinga verður unginn á Bessastöðum fram yfir áramót. Hann fer síðan í Húsdýragarðinn og verður svo vonandi sleppt aftur. Vera fálkans á Bessastöðum er merkileg í ljósi sögunnar því þar var eitt sinn rekið fálkahús. „Því fálkar voru mikil útflutningsvara hér. Keisarar, kóngar, furstar og prinsar sóttust eftir fálkum ofan af Íslandi. Þetta var dýr vara. Fálkarnir voru fangaðir hér, geymdir á Bessastöðum og seldir til útlanda, dýrum dómum.“ Forsetinn óskar þess að unginn braggist. „Þá getum við vonandi veitt honum frelsið og hann notið þess að svífa um loftin blá. Við sjáum hvað setur í þeim efnum. Við njótum leiðsagnar sérfræðinga á náttúrufræðistofnun sem telja skynsamlegasta að láta hann safna kröftum hérna og sjá svo hvað setur.“ Hægt er að sjá lengri útgáfuna af viðtalinu við Guðna um fálkann hér fyrir neðan: Dýr Forseti Íslands Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu sem fataðist flug á Bessastaðatúninu á öðrum degi jóla. Unginn er þar í góðu yfirlæti og forsetinn gleðst yfir því að aftur sé rekið fálkahús á Bessastöðum. Það var umsjónarmaður fasteigna sem bjargaði fálkaunganum köldum og hröktum undan hröfnum sem höfðu gert atlögu að honum. Unginn er kvendýr, tæp tvö kíló að þyngd og hefur fengið nafnið Kría. Er unginn geymdur í gróðurhúsi á Bessastöðum. Forsetinn segir litla ógn stafa af þessu rándýri. „Hann hefur ekki gert sig líklegan til að ráðast á okkur mannfólkið. Svo þarf maður að sýna almenna skynsemi, vera ekki með hraðar hreyfingar í návist hans, sýna ekki tilburði sem skepnan gæti talið vera ógn við sig. Hér ríkir bara vopnahlé,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að ráði sérfræðinga verður unginn á Bessastöðum fram yfir áramót. Hann fer síðan í Húsdýragarðinn og verður svo vonandi sleppt aftur. Vera fálkans á Bessastöðum er merkileg í ljósi sögunnar því þar var eitt sinn rekið fálkahús. „Því fálkar voru mikil útflutningsvara hér. Keisarar, kóngar, furstar og prinsar sóttust eftir fálkum ofan af Íslandi. Þetta var dýr vara. Fálkarnir voru fangaðir hér, geymdir á Bessastöðum og seldir til útlanda, dýrum dómum.“ Forsetinn óskar þess að unginn braggist. „Þá getum við vonandi veitt honum frelsið og hann notið þess að svífa um loftin blá. Við sjáum hvað setur í þeim efnum. Við njótum leiðsagnar sérfræðinga á náttúrufræðistofnun sem telja skynsamlegasta að láta hann safna kröftum hérna og sjá svo hvað setur.“ Hægt er að sjá lengri útgáfuna af viðtalinu við Guðna um fálkann hér fyrir neðan:
Dýr Forseti Íslands Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira