Frægir fjölguðu sér árið 2019 Stefán Árni Pálsson skrifar 30. desember 2019 08:00 Fullt af börnum frægra komu í heiminn á árinu. Sennilega heil kynslóð af knattspyrnumönnum. Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn í fyrsta sinn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn og má segja að 2019 hafi verið mikið barnalánsár. Hér að neðan má sjá hvaða börn fæddust á árinu og Vísir greindi frá. Í byrjun ársins eignuðust Alfreð Finnbogason og Fríða Rún Einarsdóttir sitt annað barn eða nánar tiltekið 3. janúar en knattspyrnufélagið FC Augsburg greindi frá því Twitter-reikningi félagsins á sínum tíma. Fyrir átti parið stúlku sem kom í heiminn í mars 2017. Hér að neðan má sjá færslu FC Augsburg. Congratulations to @A_Finnbogason, who became a father for the second time yesterday! #FCApic.twitter.com/lZr7DwXMad— FC Augsburg English (@FCA_World) January 4, 2019 Um mánuði síðar var komið að öðru landsliðsmanni en Jón Daði Böðvarsson og unnusta hans María Ósk Skúladóttir eignuðust sitt fyrsta þann 1. febrúar. Stúlkan kom í heiminn tveimur dögum eftir settan dag. View this post on Instagram This healthy little princess made her way into the world on 1st of February, 2 days past the due date. Mom was unbeliavable through the labour and I can easily say that I’m a proud father and fiance @mariaosk22 A post shared by Jón Daði Böðvarsson (@jondadib) on Feb 2, 2019 at 6:08am PST Það var mikið barnalán hjá landsliðsmönnunum okkar en Arnór Ingvi Traustason og Andrea Röfn eignuðust sitt fyrsta barn 20. febrúar.Eins og hjá Alfreð var það knattspyrnufélag Arnórs sem greindi frá tímamótunum. Arnór og Andrea eignuðust stúlku. Glada nyheter på hemmaplan! Arnór Traustason blev idag pappa till en flicka. Ett stort grattis till hela familjen! pic.twitter.com/aRNHNh8lvg— Malmö FF (@Malmo_FF) February 20, 2019 Tvíburar Ragnhildar Steinunnar og Hauks Inga Guðnasonar komu í heiminn 25. mars eftir draumafæðingu. Drengirnir eru eineggja. „Rúmar 10 merkur hvor og báðir 46,5 cm. Við fjölskyldan erum endalaust þakklát fyrir þessa hraustu og fallegu viðbót við fjölskylduna. Lífið er fallegt. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra frábæru ljósmæðra sem hafa hugsað um okkur síðustu daga,“ sagði Ragnhildur og birtir myndir af nýju fjölskyldumeðlimunum á sínum tíma á Facebook. Fyrir áttu þau tvö börn og er fjölskyldan orðin sex manna. Aðeins fjórum dögum síðar kom annað RÚV barn í heimin þegar fjölmiðlaparið Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir eignaðist stúlku aðfaranótt 29. mars. „Stúlkan var tæplega 16 merkur og 51 sentimetri. Stúlkan lét bíða lengi eftir sér en var svo fljót í heiminn þegar að því kom og tók fæðingin aðeins klukkutíma eftir að parið mætti upp á fæðingardeild,“ sagði Sóli á Facebook. Fyrir áttu þau þrjú börn, Sóli tvo drengi og Viktoría eina stúlku. Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanovu eignuðust lítinn dreng þann 27. mars á árinu en Róbert greindi frá því í færslu á Instagram. Róbert og Ksenia trúlofaðu sig inni í Þríhnúkagíg haustið 2018 og nú er fjölskyldan orðin þriggja manna. Robert Ace Westmann var 3,5 kíló og 53 centímetrar þegar hann fæddist. View this post on Instagram We are so delighted to share the arrival of our son Robert Ace Wessman, born March 27th, weighing 3,5kg + 53cm long. He has already managed to fill our lives and hearts with enormous happiness and love! Our baby boy is a gift from heaven and we couldn’t be more happier! Truly Ace of Hearts #eternallyhappy A post shared by Robert Wessman (@robertwessman) on Apr 8, 2019 at 5:36am PDT Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, kona hans, eignuðust sitt fyrsta barn í apríl. Stúlkubarnið fékk nafnið Áróra Björg Daðadóttir, en það kom fram í færslu Daða Freys á Instagram. Parið vakti athygli árið 2017 þegar þau tóku þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins og lentu þar í 2. sæti. View this post on Instagram Áróra Björg Daðadóttir A post shared by Daði Freyr (@dadimakesmusic) on Apr 19, 2019 at 1:23am PDT Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir eignuðust stúlku um miðjan apríl en Jón greindi frá því á Instagram. Stúlkan fékk nafnið Sigríður Sól Jónsdóttir en Jón talaði um það á Instagram að hún hafi komið í heiminn með bráðakeisara. Fyrir áttu þau tvö börn, einn dreng og stúlku. View this post on Instagram Það fótó oppið... Fyrsta alvöru ævintýrið sem fimm manna fjölla. Takk @stjarnanfc og @tryggingamidstodin fyrir vel skipulagt og skemmtilegt mót. #JTsetti3 #12dagagömul #SigríðurSól #ofurmamma #bráðakeisari #þetterlífið A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on Apr 28, 2019 at 1:37pm PDT 17. júní árið 2019 var sannarlega eftirminnilegur hjá rapparanum Emmsjé Gauta og Jovönu Schally unnustu hans. Jovana fæddi son þeirra á ellefta tímanum að kvöldi sjálfs þjóðhátíðardagsins. Parið hefur verið saman í á þriðja ár. Fyrir átti Gauti dóttur og Jovana sömuleiðis. View this post on Instagram Sonur okkar fæddist 17.júní kl.22.19 Allt er eins og það á að vera. Hann er fullkominn. A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on Jun 19, 2019 at 6:08am PDT Þann 19.júní eignuðust Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Davíð Sigurgeirsson, sitt annað barn þegar lítill strákur kom í heiminn. Kærustuparið Klemens Hannigan, annar söngvari hljómsveitarinnar Hatara, og Ronja Mogensen listakona eignaðist sitt annað barn 24. júní. Parið greindi frá fæðingu dóttur sinnar á Instagram en fyrir eiga þau saman aðra dóttur, Valkyrju, sem verður tveggja ára á þessu ári. View this post on Instagram Ég fæddi aðra dóttur, í baðkarið mitt, ein með sjálfri mér (og Klemens) A post shared by Ronja Mogensen (@ronjamog) on Jun 24, 2019 at 7:31am PDT Landsliðsmennirnir voru ekki hættir en Sverrir Ingi Ingason og kærasta hans, Hrefna Dís Halldórsdóttir, eignuðust dóttur þann 1. júlí. Parið er búsett í Grikklandi þar sem Sverrir Ingi spilar fótbolta með gríska liðinu PAOK í borginni Thessaloniki. Hrefna Dís er samkvæmisdansari og vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað sem sýndir voru á Stöð 2 á síðasta ári. Parið hefur verið saman í um það bil sex ár og er stúlkan þeirra fyrsta barn. Í ágúst eignuðust hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar, dreng. María Rut greinir frá þessu á Instagram-reikningi og birtir með myndband af fæðingarsögu þeirra hjóna. View this post on Instagram Kl 02:42 í nótt breyttist lífið okkar til frambúðar þegar að litla ljónið okkar kom loksins í faðminn okkar. Hann er stálhraustur, 49 cm á lengd og 3226 grömm. Ég verð að segja að ég hef aldrei á ævinni séð jafn mikla áræðni og vinnusemi og ég varð vitni að í nótt. Ingileif tæklaði þetta verkefni af fullum krafti, missti aldrei móðinn og var sannkölluð valkyrja. Konur maður - what a concept! Ég sit hérna á spítalanum og er bókstaflega að rifna úr stolti. Yfir eiginkonunni minni sem ég elska af öllu hjarta og yfir þessu litla lífi sem er bara rétt að kvikna. Hann er guðdómlegur. Lífið er sannarlega rétt að byrja Við höfum verið galopnar með þetta ótrúlega ferli frá upphafi. Þannig að hérna er fæðingasagan okkar. Hún var dásamleg A post shared by María Rut Kristinsdóttir (@mariarut) on Aug 15, 2019 at 11:51am PDT Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson og Lilja Björk Guðmundsdóttir eignuðust dóttur í september eins og Jón greindi sjálfur frá á Instagram. Jón og Lilja eiga því í dag tvær dætur og einn son. View this post on Instagram Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn - Our newborn daughter A post shared by Jón Arnór Stefánsson (@jonstef) on Sep 6, 2019 at 4:58am PDT Gunnar Nelson og Fransiska Björk Hinriksdóttir eignuðust stúlku saman í október. Stúlkan var fyrsta barn Fransisku en fyrir á Gunnar á son úr fyrra sambandi. Stígur Týr fæddist árið 2014. Bardagakappinn greindi frá fæðingunni á Twitter. Our baby is born, everyone is healthy and happy im very proud you Fransiska Bjork how u handled this for the first time and delivered us a healthy beautiful babygirl in a few hours. pic.twitter.com/6QM3hOiGJ2— Gunnar Nelson (@GunniNelson) October 31, 2019 Tónlistarmaðurinn vinsæli Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir eignuðust dóttur 13. nóvember síðastliðinn. Stúlkan fékk nafnið Úlfhildur en fyrir áttu þau aðra stelpu, hana Ásthildi sem fæddist árið 2013. Frumburður Auðuns Blöndal og Rakelar Þormarsdóttur kom í heiminn á svipuðum tíma. „Veit ekki hvort ég sé elsti pabbi landsins, en get staðfest að ég er 1 sá hamingjusamasti í dag!“ skrifaði Auðunn við mynd þar sem komu barnsins var tilkynnt. View this post on Instagram Veit ekki hvort ég sé elsti pabbi landsins, en get staðfest að ég er 1 sá hamingjusamasti í dag! Móðir (sem er mesti nagli sem ég hef kynnst) og barni (sem tók sinn tíma að koma og hitta ykkur) heilsast vel eftir langa og erfiða fæðingu A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Nov 14, 2019 at 8:42am PST Fréttir ársins 2019 Tímamót Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn í fyrsta sinn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn og má segja að 2019 hafi verið mikið barnalánsár. Hér að neðan má sjá hvaða börn fæddust á árinu og Vísir greindi frá. Í byrjun ársins eignuðust Alfreð Finnbogason og Fríða Rún Einarsdóttir sitt annað barn eða nánar tiltekið 3. janúar en knattspyrnufélagið FC Augsburg greindi frá því Twitter-reikningi félagsins á sínum tíma. Fyrir átti parið stúlku sem kom í heiminn í mars 2017. Hér að neðan má sjá færslu FC Augsburg. Congratulations to @A_Finnbogason, who became a father for the second time yesterday! #FCApic.twitter.com/lZr7DwXMad— FC Augsburg English (@FCA_World) January 4, 2019 Um mánuði síðar var komið að öðru landsliðsmanni en Jón Daði Böðvarsson og unnusta hans María Ósk Skúladóttir eignuðust sitt fyrsta þann 1. febrúar. Stúlkan kom í heiminn tveimur dögum eftir settan dag. View this post on Instagram This healthy little princess made her way into the world on 1st of February, 2 days past the due date. Mom was unbeliavable through the labour and I can easily say that I’m a proud father and fiance @mariaosk22 A post shared by Jón Daði Böðvarsson (@jondadib) on Feb 2, 2019 at 6:08am PST Það var mikið barnalán hjá landsliðsmönnunum okkar en Arnór Ingvi Traustason og Andrea Röfn eignuðust sitt fyrsta barn 20. febrúar.Eins og hjá Alfreð var það knattspyrnufélag Arnórs sem greindi frá tímamótunum. Arnór og Andrea eignuðust stúlku. Glada nyheter på hemmaplan! Arnór Traustason blev idag pappa till en flicka. Ett stort grattis till hela familjen! pic.twitter.com/aRNHNh8lvg— Malmö FF (@Malmo_FF) February 20, 2019 Tvíburar Ragnhildar Steinunnar og Hauks Inga Guðnasonar komu í heiminn 25. mars eftir draumafæðingu. Drengirnir eru eineggja. „Rúmar 10 merkur hvor og báðir 46,5 cm. Við fjölskyldan erum endalaust þakklát fyrir þessa hraustu og fallegu viðbót við fjölskylduna. Lífið er fallegt. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra frábæru ljósmæðra sem hafa hugsað um okkur síðustu daga,“ sagði Ragnhildur og birtir myndir af nýju fjölskyldumeðlimunum á sínum tíma á Facebook. Fyrir áttu þau tvö börn og er fjölskyldan orðin sex manna. Aðeins fjórum dögum síðar kom annað RÚV barn í heimin þegar fjölmiðlaparið Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir eignaðist stúlku aðfaranótt 29. mars. „Stúlkan var tæplega 16 merkur og 51 sentimetri. Stúlkan lét bíða lengi eftir sér en var svo fljót í heiminn þegar að því kom og tók fæðingin aðeins klukkutíma eftir að parið mætti upp á fæðingardeild,“ sagði Sóli á Facebook. Fyrir áttu þau þrjú börn, Sóli tvo drengi og Viktoría eina stúlku. Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanovu eignuðust lítinn dreng þann 27. mars á árinu en Róbert greindi frá því í færslu á Instagram. Róbert og Ksenia trúlofaðu sig inni í Þríhnúkagíg haustið 2018 og nú er fjölskyldan orðin þriggja manna. Robert Ace Westmann var 3,5 kíló og 53 centímetrar þegar hann fæddist. View this post on Instagram We are so delighted to share the arrival of our son Robert Ace Wessman, born March 27th, weighing 3,5kg + 53cm long. He has already managed to fill our lives and hearts with enormous happiness and love! Our baby boy is a gift from heaven and we couldn’t be more happier! Truly Ace of Hearts #eternallyhappy A post shared by Robert Wessman (@robertwessman) on Apr 8, 2019 at 5:36am PDT Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, kona hans, eignuðust sitt fyrsta barn í apríl. Stúlkubarnið fékk nafnið Áróra Björg Daðadóttir, en það kom fram í færslu Daða Freys á Instagram. Parið vakti athygli árið 2017 þegar þau tóku þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins og lentu þar í 2. sæti. View this post on Instagram Áróra Björg Daðadóttir A post shared by Daði Freyr (@dadimakesmusic) on Apr 19, 2019 at 1:23am PDT Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir eignuðust stúlku um miðjan apríl en Jón greindi frá því á Instagram. Stúlkan fékk nafnið Sigríður Sól Jónsdóttir en Jón talaði um það á Instagram að hún hafi komið í heiminn með bráðakeisara. Fyrir áttu þau tvö börn, einn dreng og stúlku. View this post on Instagram Það fótó oppið... Fyrsta alvöru ævintýrið sem fimm manna fjölla. Takk @stjarnanfc og @tryggingamidstodin fyrir vel skipulagt og skemmtilegt mót. #JTsetti3 #12dagagömul #SigríðurSól #ofurmamma #bráðakeisari #þetterlífið A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on Apr 28, 2019 at 1:37pm PDT 17. júní árið 2019 var sannarlega eftirminnilegur hjá rapparanum Emmsjé Gauta og Jovönu Schally unnustu hans. Jovana fæddi son þeirra á ellefta tímanum að kvöldi sjálfs þjóðhátíðardagsins. Parið hefur verið saman í á þriðja ár. Fyrir átti Gauti dóttur og Jovana sömuleiðis. View this post on Instagram Sonur okkar fæddist 17.júní kl.22.19 Allt er eins og það á að vera. Hann er fullkominn. A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on Jun 19, 2019 at 6:08am PDT Þann 19.júní eignuðust Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Davíð Sigurgeirsson, sitt annað barn þegar lítill strákur kom í heiminn. Kærustuparið Klemens Hannigan, annar söngvari hljómsveitarinnar Hatara, og Ronja Mogensen listakona eignaðist sitt annað barn 24. júní. Parið greindi frá fæðingu dóttur sinnar á Instagram en fyrir eiga þau saman aðra dóttur, Valkyrju, sem verður tveggja ára á þessu ári. View this post on Instagram Ég fæddi aðra dóttur, í baðkarið mitt, ein með sjálfri mér (og Klemens) A post shared by Ronja Mogensen (@ronjamog) on Jun 24, 2019 at 7:31am PDT Landsliðsmennirnir voru ekki hættir en Sverrir Ingi Ingason og kærasta hans, Hrefna Dís Halldórsdóttir, eignuðust dóttur þann 1. júlí. Parið er búsett í Grikklandi þar sem Sverrir Ingi spilar fótbolta með gríska liðinu PAOK í borginni Thessaloniki. Hrefna Dís er samkvæmisdansari og vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað sem sýndir voru á Stöð 2 á síðasta ári. Parið hefur verið saman í um það bil sex ár og er stúlkan þeirra fyrsta barn. Í ágúst eignuðust hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar, dreng. María Rut greinir frá þessu á Instagram-reikningi og birtir með myndband af fæðingarsögu þeirra hjóna. View this post on Instagram Kl 02:42 í nótt breyttist lífið okkar til frambúðar þegar að litla ljónið okkar kom loksins í faðminn okkar. Hann er stálhraustur, 49 cm á lengd og 3226 grömm. Ég verð að segja að ég hef aldrei á ævinni séð jafn mikla áræðni og vinnusemi og ég varð vitni að í nótt. Ingileif tæklaði þetta verkefni af fullum krafti, missti aldrei móðinn og var sannkölluð valkyrja. Konur maður - what a concept! Ég sit hérna á spítalanum og er bókstaflega að rifna úr stolti. Yfir eiginkonunni minni sem ég elska af öllu hjarta og yfir þessu litla lífi sem er bara rétt að kvikna. Hann er guðdómlegur. Lífið er sannarlega rétt að byrja Við höfum verið galopnar með þetta ótrúlega ferli frá upphafi. Þannig að hérna er fæðingasagan okkar. Hún var dásamleg A post shared by María Rut Kristinsdóttir (@mariarut) on Aug 15, 2019 at 11:51am PDT Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson og Lilja Björk Guðmundsdóttir eignuðust dóttur í september eins og Jón greindi sjálfur frá á Instagram. Jón og Lilja eiga því í dag tvær dætur og einn son. View this post on Instagram Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn - Our newborn daughter A post shared by Jón Arnór Stefánsson (@jonstef) on Sep 6, 2019 at 4:58am PDT Gunnar Nelson og Fransiska Björk Hinriksdóttir eignuðust stúlku saman í október. Stúlkan var fyrsta barn Fransisku en fyrir á Gunnar á son úr fyrra sambandi. Stígur Týr fæddist árið 2014. Bardagakappinn greindi frá fæðingunni á Twitter. Our baby is born, everyone is healthy and happy im very proud you Fransiska Bjork how u handled this for the first time and delivered us a healthy beautiful babygirl in a few hours. pic.twitter.com/6QM3hOiGJ2— Gunnar Nelson (@GunniNelson) October 31, 2019 Tónlistarmaðurinn vinsæli Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir eignuðust dóttur 13. nóvember síðastliðinn. Stúlkan fékk nafnið Úlfhildur en fyrir áttu þau aðra stelpu, hana Ásthildi sem fæddist árið 2013. Frumburður Auðuns Blöndal og Rakelar Þormarsdóttur kom í heiminn á svipuðum tíma. „Veit ekki hvort ég sé elsti pabbi landsins, en get staðfest að ég er 1 sá hamingjusamasti í dag!“ skrifaði Auðunn við mynd þar sem komu barnsins var tilkynnt. View this post on Instagram Veit ekki hvort ég sé elsti pabbi landsins, en get staðfest að ég er 1 sá hamingjusamasti í dag! Móðir (sem er mesti nagli sem ég hef kynnst) og barni (sem tók sinn tíma að koma og hitta ykkur) heilsast vel eftir langa og erfiða fæðingu A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Nov 14, 2019 at 8:42am PST
Fréttir ársins 2019 Tímamót Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira