Megan Rapinoe segir nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins dæmigert fyrir þeirra hegðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 11:30 Megan Rapinoe í sigurskrúðgöngunni í New York. Getty/Brian Ach Bandaríska knattspyrnusambandið svífst einskis í baráttunni sinni fyrir að borga knattspyrnukonum ekki það sama og knattspyrnukörlum. Bandarísku landsliðskonurnar og nýkrýndu heimsmeistararnir eru í málaferlum gegn knattspyrnusambandinu sínu þar sem þær krefjast þess að fá sömu laun og sömu bónusgreiðslur og leikmenn karlalandsliðsins. Á meðan bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið tvö heimsmeistaramót í röð þá komst bandaríska karlalandsliðið ekki á síðasta heimsmeistaramót. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar unnu HM í Frakklandi í sumar þá tapaði karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins.Megan Rapinoe says US Soccer hiring lobbyists is 'in line with their behavior' in recent years.https://t.co/H2laQeWTbhpic.twitter.com/4dmICM8LvP — Yahoo Sports (@YahooSports) August 13, 2019Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins í baráttunni hefur ekki vakið mikla lukku meðal leikmanna kvennalandsliðsins eða annarra sem styðja þeirra málstað. Áður höfðu starfsmenn sambandsins reiknað það út að í raun væru konurnar búnar að fá meira borgað en karlarnir en þá voru þeir að taka saman heildargreiðslur en ekki samanburð á pening fyrir saman árangur. Bandaríska sambandið fylgdi því eftir með því að ráða útsendara á þingi, svokallaða lobbíista, til að reyna að sannfæra þingfólk um að konurnar væru í raun að fá það sama borgað og karlarnir. Megan Rapinoe er stjarna sumarsins en hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og var bæði markahæst og kosin best á HM. Hún hefur verið í bandaríska landsliðinu í tíu ár og þekkir því vel samskiptin við bandaríska knattspyrnusambandið. „Þetta útspil þeirra er dæmigert fyrir það hvernig þeir hafa hagað sér í öll þessi ár,“ sagði Megan Rapinoe í viðtali við Megan Linehan hjá The Athletic.U.S. Soccer's decision to hire government lobbyists to argue its position on equal pay doesn't sit well with #USWNT & @ReignFC star Megan Rapinoe. She speaks with @itsmeglinehan about the news: https://t.co/mkZpsmdNyupic.twitter.com/KaW6BK3eX1 — The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) August 12, 2019 Talsmaður bandaríska landliðsins sagðist bæði vera í sjokki og svekkt þegar hún heyrði af útspilinu en þetta kom Megan Rapinoe ekki á óvart. „Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri sjokkeruð yfir þessu en svona hefur þetta bara verið öll þessi ár. Stóra myndin er að þeir eru að eyða peningunum sem þeir fá inn í gegnum styrktaraðila og frá litlum krökkum sem spila fótbolta, frá öllum, þetta er kannski svolítið dramatískt hjá mér en þeir eru að eyða þeim peningum í að koma í veg fyrir jafnrétti í landinu,“ sagði Megan Rapinoe. „Ég veit ekki af hverju þeir þurfa að ráða lobbísta ef þeir eru að borga okkur jafnmikið og strákunum því þá munu þessi nýju lög ekki koma neitt við þá,“ sagði Rapinoe en þingmenn hafa blandast í málið af því nokkrar þingkonur lögðu fram frumvarp um að öll íþróttasambönd í Bandaríkjunum verði að borga konum og körlum jafnmikið.this is such garbage ... every dollar @ussoccerfndn is spending on lobbyists in DC to lie about #EqualPay is a dollar that could be going to @USWNT and players like @mPinoehttps://t.co/nWDHg2cKiQ — Kurt Bardella (@kurtbardella) August 10, 2019 Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Sjá meira
Bandaríska knattspyrnusambandið svífst einskis í baráttunni sinni fyrir að borga knattspyrnukonum ekki það sama og knattspyrnukörlum. Bandarísku landsliðskonurnar og nýkrýndu heimsmeistararnir eru í málaferlum gegn knattspyrnusambandinu sínu þar sem þær krefjast þess að fá sömu laun og sömu bónusgreiðslur og leikmenn karlalandsliðsins. Á meðan bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið tvö heimsmeistaramót í röð þá komst bandaríska karlalandsliðið ekki á síðasta heimsmeistaramót. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar unnu HM í Frakklandi í sumar þá tapaði karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins.Megan Rapinoe says US Soccer hiring lobbyists is 'in line with their behavior' in recent years.https://t.co/H2laQeWTbhpic.twitter.com/4dmICM8LvP — Yahoo Sports (@YahooSports) August 13, 2019Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins í baráttunni hefur ekki vakið mikla lukku meðal leikmanna kvennalandsliðsins eða annarra sem styðja þeirra málstað. Áður höfðu starfsmenn sambandsins reiknað það út að í raun væru konurnar búnar að fá meira borgað en karlarnir en þá voru þeir að taka saman heildargreiðslur en ekki samanburð á pening fyrir saman árangur. Bandaríska sambandið fylgdi því eftir með því að ráða útsendara á þingi, svokallaða lobbíista, til að reyna að sannfæra þingfólk um að konurnar væru í raun að fá það sama borgað og karlarnir. Megan Rapinoe er stjarna sumarsins en hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og var bæði markahæst og kosin best á HM. Hún hefur verið í bandaríska landsliðinu í tíu ár og þekkir því vel samskiptin við bandaríska knattspyrnusambandið. „Þetta útspil þeirra er dæmigert fyrir það hvernig þeir hafa hagað sér í öll þessi ár,“ sagði Megan Rapinoe í viðtali við Megan Linehan hjá The Athletic.U.S. Soccer's decision to hire government lobbyists to argue its position on equal pay doesn't sit well with #USWNT & @ReignFC star Megan Rapinoe. She speaks with @itsmeglinehan about the news: https://t.co/mkZpsmdNyupic.twitter.com/KaW6BK3eX1 — The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) August 12, 2019 Talsmaður bandaríska landliðsins sagðist bæði vera í sjokki og svekkt þegar hún heyrði af útspilinu en þetta kom Megan Rapinoe ekki á óvart. „Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri sjokkeruð yfir þessu en svona hefur þetta bara verið öll þessi ár. Stóra myndin er að þeir eru að eyða peningunum sem þeir fá inn í gegnum styrktaraðila og frá litlum krökkum sem spila fótbolta, frá öllum, þetta er kannski svolítið dramatískt hjá mér en þeir eru að eyða þeim peningum í að koma í veg fyrir jafnrétti í landinu,“ sagði Megan Rapinoe. „Ég veit ekki af hverju þeir þurfa að ráða lobbísta ef þeir eru að borga okkur jafnmikið og strákunum því þá munu þessi nýju lög ekki koma neitt við þá,“ sagði Rapinoe en þingmenn hafa blandast í málið af því nokkrar þingkonur lögðu fram frumvarp um að öll íþróttasambönd í Bandaríkjunum verði að borga konum og körlum jafnmikið.this is such garbage ... every dollar @ussoccerfndn is spending on lobbyists in DC to lie about #EqualPay is a dollar that could be going to @USWNT and players like @mPinoehttps://t.co/nWDHg2cKiQ — Kurt Bardella (@kurtbardella) August 10, 2019
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Sjá meira